Lyftudrasl...

Hvern virkan dag þarf ég í hús þar sem er lyfta... mér er ekki vel við lyftur en í þessu húsi þarf að fara niður í kjallara til að komast lykillaus inn í stigaganginn og ég má ekki vera að því... eða svo ég segi nú alveg satt þá er mér líka illa við stóra mannlausa kjallara í ókunnugum húsumWhistlingÉg er eiginlega eins og hálfviti þegar ég fer í þessa lyftu...ShockingÁ meðan ég bíð eftir að hún komi, passa ég mig að standa hæfilega langt frá hurðinni ef einhver skyldi koma út, en ég er búin að koma þarna í marga mánuði og aldrei séð hræðu...WounderingÉg sting alltaf hausnum inn fyrst... varlega, til að gá hvort það sé einhver þar, lyftukassinn er nefnilega þversum, snýr þannig að ég sé hann ekki allan þegar ég stend fyrir framan. Ég þarf upp á fjórðu hæð og allan tímann brestur og brakar og ískrar í öllu saman draslinu, hristist, hoppar og skoppar og hurðin opnast áður en hún stoppar á hæðinniPinchOg þegar hún loksins stoppar þá tekur hún svona eitt lokahopp, spes fyrir mig ábyggilega og ég held alltaf að hún sé að fara strax niður aftur svo ég hendist afskaplega lítið virðulega út í ofboði...Tounge  Nokkrum sinnum hef ég flýtt mér svo mikið að komast út úr þessum óskapnaði að ég hef ekki tekið eftir því að hún er alls ekki á réttri hæð... þá er eins og einhver hafi ýtt á takkann á viðkomandi hæð en það er aldrei neinn þar... UndecidedSvo þegar ég fer niður aftur þá endurtekur þetta sig, bara í öfugri  röð og ég er alltaf fegin þegar ég kemst út á fyrstu hæðinni...GrinEitt skiptið fór hún með mig niður í kjallarann...  ég ýtti samt á takkann þar sem stendur 1...W00tMér var nú ekki alveg sama svona rétt á meðan hurðin var að lokast aftur, en hún skreiddist með mig á rétta hæð og ég æddi í hendingskasti út úr húsinuLoLÉg er að segja ykkur það, ég er eins og hálfviti þegar ég þarf að hafa samskipti við þessa lyftuGetLost

Njótið dagsins elskurnar mínar allarSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er einhver að stríða þér þarna, hef ég trú á. Fólk sem hefur verið þarna síðustu áratugina og er farið yfir móðuna miklu hefur lítið annað að gera en að leika sér í lyftunni.

Hafðu það gott í dag

Anna Guðný , 21.2.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna mín: Góð hugmynd, spurning um að hlægja þá bara með þeim

Hafðu það gott líka

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 10:53

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já af hverju ekki... bara hafa gaman af þessuKnúúús

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 11:00

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha, þetta er eins og atriði úr spennumynd.. fæ meira að segja smá hroll bara við að lesa þetta  Knúúúss í helgina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.2.2009 kl. 11:31

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já elskan mín, þetta er eitt atriði úr handriti sem ber það áhugaverða nafn : Spennandi líf heimaþjónustustarfsmanns

Stórt og hlýtt knús handa þér

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 11:45

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég se þig alveg fyrir mer í þessum lyftuleik, örugglega ekki gaman fyrir þá sem eru lyftuhræddir. Eigðu góðan dag Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 21.2.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Ef þú sérð þetta fyrir þér þá ertu örugglega flissandi að fíflinu núnaGóðan dag handa þér líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 13:34

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já skil þig mætavel með kjallarann, en lyftur eru ágætar, þó sumir vilji ekki inn í þær koma. Þekki slíkt dæmi, en sjálf er ég hrifin að geta notað þær ef ég þarf upp á fjórðu hæð þá er það einni hæð of mikið fyrir mig. Eigðu góða helgi Jónína mín,

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.2.2009 kl. 17:02

9 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Lyfta með gálgahúmor... allt svo æðislegt fyrir norðan - Góða helgi Ninna mín... á jarðhæð!

Ca. 100 innlitskvitt með söknuði

Kveðja í Lyftuhristandi Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 21.2.2009 kl. 18:24

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Ég nota líka lyftu upp á fjórðu hæðEigðu góða helgi mín kæra

Steini minn: Já það er allt svo æðislegt hér100 þakkir fyrir öll innlitin kæri minn og góða helgi

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 18:57

11 Smámynd:

Vona að lyftan flytji þig ekki í aðra vídd - þetta er greinilega skaðræðisgripur

, 21.2.2009 kl. 21:35

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég fæ innilokunarkennd í lyftum og gufuböðum og mesti hryllingur fyrir mig væri þá eflaust að vera stödd í lyftugufubaði :S 

Úff... þetta er spúkí hjá þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.2.2009 kl. 08:55

13 identicon

 hehe þetta er eins og í alvöru hryllingsmyndum 

Jokka (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:16

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Ég vona sannarlega að hún geri það ekki

Jóhanna mín: Lyftugufubað... æ æ æJá þetta er spúkí sérstaklega á kvöldin...

Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband