... ég sjálf og allar aðrar konur allsstaðar
Í dag er auðvitað konudagurinn, einn af 364 á ári... sá þrjúhundruðsextugastiogfimmti er auðvitað bóndadagurinn, það er nú ekki eins og ég sé með einhverja frekju
og af því ég er að fara að vinna kvöldvinnuna þessa viku þá er líka Bolludagur, Sprengidagurinn verður svo á mánudag eftir viku... læt Öskudaginn alveg vera
Ég er búin að hóa í 3/7 af börnunum okkar í bollukaffi, hin 4/7 búa úti á landi og í útlöndum og mér finnst það alltaf svo ferlega fúlt
Mér er bæði ljúft og skylt að taka það sérstaklega fram að ég bakaði ekki bollurnar, ég keypti þær í Bónus
Það ruglaðist eitthvað með kvöldvinnuna mína í öllu afleysingaveseninu síðasta sumar, vegna þess að ég vann líka þessa daga í fyrra... en það er ekki hundrað í hættunni
Spúsi er búinn að vera atvinnulaus síðan fyrsta desember en nú er hann búinn að fá vinnu, meira að segja vélavinnu sem honum líkar vel
Hann fór í viðtal á fimmtudaginn og þeir réðu hann eins og skot og hann byrjar á morgun
Þetta var einstök heppni, það er ekki um auðugan garð að gresja, en þeir eru líka heppnir að fá akkúrat hann í vinnu hjá sér
Það snjóar núna ofan í slabbið sem myndaðist í gær og mér er bara alveg sama og er ferlega góð inn í þennan fína sunnudag og vona að þið séuð það líka











Flokkur: Bloggar | 22.2.2009 | 11:02 (breytt kl. 12:27) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan dag Jónína mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:06
Góðna dag mín kæra og njóttu dagsins
Líney, 22.2.2009 kl. 11:09
Vá , frábært að að heyra að hann sé búinn að fá vinnu. Þetta sýnir bara best að það á ekki að gefast upp, heldur halda áfram og áfram. Eftir því sem neiin verða fleiri er styttra í jáið.
Eigðu góðan konudag
Anna Guðný , 22.2.2009 kl. 11:11
Ía mín: Sömuleiðis takk

Líney mín: Góðan dag og sömuleiðis
Anna mín: Já aldeilis frábært
Góðan Konudag
Ragna mín: Knús til þín inn í Konudaginn
Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 12:23
Til hamingju með konudaginn Jónina min og vonandi hefur þú fengið kaffi í rúmið og Blóm
Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 22.2.2009 kl. 13:12
Kristín mín: Til hamingju líka
Hm... kaffið bjó ég mér til sjálf, eins og alltaf af því að ég ævinlega fyrst á fætur á þessu heimili og blómin verða keypt þegar þátturinn Silfur Egils er búinn... og ekki mínútu seinna
Eigðu líka góðan dag
Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 13:21
Til hamingju með daginn sömuleiðis
skilaðu hamingjuóskum til spúsa þíns með vinnuna og nottla þessa frábæru konu sem hann á
Jokka (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:59
Jokka mín: Þakka þér sömuleiðis elskuleg
Ég skila þessu örugglega til hans, sérstaklega þetta með konuna
Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 14:15
Til hamingju með daginn skvís. Frábært að bóndinn sé búinn að fá vinnu, til hamingju með það
Njóttu dagsins með krökkunum. Passaðu að borða yfir þig af bollum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:32
Sigrún mín: Þakka þér fyrir sömuleiðis og þakka þér fyrir
Nýt dagsins örugglega og þetta með bollurnar sko, yfirleitt búin að borða yfir mig eftir tvær

Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 14:36
Gleðilegan konudag
, 22.2.2009 kl. 15:34
Til hamingju með daginn.
Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 19:54
Dagný mín: Sömuleiðis mín kæra

Huld mín: Sömuleiðis líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 20:06
Þeir eru örugglega heppnir að fá hann í vinnu. Og þeir sem hafa þig í vinnu eru sko ofur heppnir. Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.2.2009 kl. 00:26
Dúna mín: Þakka þér fyrir
Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.