Það er aldrei hægt...

... að gera svo vel að öllum líki... tökum til dæmis í morgun þegar ég skrapp í búðinaWinkÞar hitti ég "ekki alveg jákvæðustu manneskjuna í öllum heiminum" og henni fannst ég ekki nógu vel til fara svona á almannafæri...PinchLiti nú eiginlega bara út eins og pokakerling, í peysu sem var svo síð að hún náði langt niður fyrir fínu rolluna mína, með risastóran trefil og í kuldastígvélum sem ég hafði ekki nennt að renna upp áður en ég skrapp í búðina í 4 mínútur, svo þau flöksuðust bara einhvernveginn á fótunum á mérToungeSkil ekki af hverju hún sleppti því að nefna það í leiðinni að ég hafði heldur ekki farið í lagningu og var algerlega ómáluðDevilAð vísu mála ég mig aldrei og að fara í lagningu er svona fyrirbæri sem ég hef bara heyrt um en aldrei prófað, enda oftar en ekki eins og útigangshross um höfuðiðGrinOg þetta með klæðaburðinn er nú bara afskaplega rétt hjá henni blessaðri, ég er oft þannig til fara að það mætti halda að ég hefði ætt í tryllingi afturábak í gengum fataskápinn minn, með lokuð augun... í myrkriLoLOg ég er svo innilega kærulaus að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um það eða hvort því finnst yfir höfuð eitthvað um þaðJoyfulÉg sló hana algerlega út af laginu með því að brosa mínu blíðasta og segja að við gætum nú bara ekki allar litið alltaf eins flott út og hún, bað hana vel að lifa og fór heim... skellihlæjandi og hlæ ennþáLoLÞað er svo gaman að það skuli vera til fólk sem tekst að skemmta manni alveg án þess að ætla sér það... bara dauðóvartGrin

Njótið dagsins elskurnar mínar allarSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Æi já sumir eru svona, virðast aldrei ánægðirÞakka þér fyrir mín kæra og risastórt knús á þig til baka

Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hefur verið algjörlega eðlileg í búðinni.

Hvaða mórall er þaddna á Agureyris?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Líney

iss  piss   ég er löngu hætt að  reyna  að gera  fólki  til hæfis,er sko til fara  eins  og mér sýnist og hana   nú, þekki  eina  svona sem mænir  mig út frá toppi til  táar þú þekkir hana  líka,dont say  any  more en  mér er slétt sama.... henni má finnast  það sem henni finnst

Reyni  bara að gera  mér til hæfis  og þá er lífið fullkomið

Knús  í kotið þitt

Líney, 23.2.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. þú ert geggjuð kerling. Ég er margbúinn að segja þér að hyspja uppum þig boxerinn og klippa lubbann - af rollunni ??? og reyna að hætta þessu pokakerlingaútlits stúffi.

Skapstyggðin í þér á sér öngvan sinn líka - spurning um að fara að klemma aftur eyrun með von um að það komi upp smá brosgretta á feis (búkkið) .. ?

Aumingja konan hefur bara ætlað sér að siða þig smá til og hjálpa þér á rétta braut - og svo bara kastar þú hálfgerðum brandara í feisið á henni. Þú ert óalandi og óferjandi kona góð! Um það er ekki deilt og hef ég grun um að þér sé ekki viðbjargandi með neinu móti ...

Þessi færsla þín hér að ofan sýnir - svo ekki sé um að villast - að þú ert one in a milljón - einstök og dásamleg! Allt í færslunni þinni hér að ofan styður það að ég haldi áfram að elska þig hér og þar og útfyrir bloggið og aftur hingað inn .. og hana nú kerling! Segðu bara engum frá því - verð að halda kúlinu sko!

En, þar sem þú ert svona illa til fara - þá sendi ég bara drusluleg knús yfir á þinn væng í þetta sinn.

 Spandera ekki spariknúsum á pokakerlingu með flækjurollu í eftirdragi ...

Tiger, 23.2.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Ég veit´ða... auðvitað var ég bara eðlileg...Skil ekki heldur þennan skítamóral héddna...

Líney mín: Æi já það þekkja allir einhvern svona og líklega veit ég hverja þú ert að meina núnaHaltu bara áfram að vera akkúrat eins og þú ert, þú ert langbest þannigKnús í þitt kot líka skáfrænkubeibí

Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 15:14

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Já ég er alveg geggjuð skoTakk fyrir að minna mig á að panta tíma í klippingu... er alltaf að gleyma því...Takk fyrir knúsin þó drusluleg séu og ég skal gera mitt til að hjálpa þér að halda kúlinu

Pé ess: "Fína rollan mín" er dásamleg svört mokkakápa sem ég keypti hjá henni Huld bloggvinkonu okkar

Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 15:21

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ja hérna hér. Ég hélt næstum því að ég væri að lesa um sjálfa mig hérna...þetta er eiginlega bara lýsingin á mér  hihihi ég get verið alveg eins og jólatré til fara..og kippi mér ekkert upp við það. Það er best að vera bara maður sjálfur, orginal

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:54

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

rétt hja þér, við ráðum því nu hvernig við viljum vera til fara, mer er svo slett sama þegar að ég fer útí buð eins og ég veit ekki hvað, fólk má nu bara commenta það ef það vill. Knus Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 23.2.2009 kl. 17:07

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh það eru pínu skrítnar flugur þarna fyrir norðan.  Var þessi e.t.v. með svona litgreiningar námskeið í gangi hehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2009 kl. 21:24

10 identicon

já Ninna við erum bara svona og maður á líka að koma til dyranna eins og maður er klæddur.Svo er gott að vera bara eins og náttúran ætlaði málningardót er bara ekki fyrir alla og okkur líður ágætlega á þess að nota það

Dísa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:59

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Æi það er gott að það eru fleiri svona, mér finnst ég samt aldrei sjá konur eins og jólatré til fara... eða kannski tek ég bara ekki eftir þeimOrginalinn er bestur

Kristín mín: Flott hjá þér og knús til baka

Ía mín: Já og það er gaman að skrítnum flugumÉg veit að hún þessi fór í litgreiningu hjá Heiðar um árið, það gerði ég að vísu líka alveg án þess að biðja um það, hann sagði mér í óspurðum að ég væri bæði vor og haust svo það er ekkert skrítið þó ég kunni þetta ekki

Dísa mín: Eins og talað út úr mínu hjarta

Jónína Dúadóttir, 24.2.2009 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband