Það er ekkert atvinnuleysi hjá snjómokstursmönnum hér á norðurhjaranum, sem er gott
Þeir voru byrjaðir að hreinsa götuna okkar um 6 leitið í morgun, enda mikil umferðargata og verður að vera vel fær. Það er ekki bara verið að skafa, það er líka verið að keyra snjónum í burtu, í sjóinn held ég... þetta er frábær þjónusta
Að vísu eigum við tvo jeppa sem ráða alveg við smásnjó, en það eru ekki allir á svoleiðis farartækjum. Annar jeppinn okkar er samt með þeim ósköpum gerður að hann virkar ekki ef það er meira en 5 stiga frost... það hefur að vísu ekkert með sjálfan bílinn að gera, það er olían sem notuð er á hann
Ekki matarolía samt, en olía með allt of miklu parafíni... Liður í heimilissparnaði að nota þá olíu, hún fékkst ókeypis og í öllum frostunum undanfarið er hægt að spara hana líka af því að þá er bíllinn bara alls ekkert nothæfur
Talandi um sparsemi... geri aðrir betur ef það er þá hægt
Annars er þessi kona ferlega góð inn í þennan fína fimmtudag, í gær Öskudag var ég Fín frú
Eyddi megninu af miðdeginu á snyrtistofum bæjarins... ekki að syngja fyrir nammi samt, fór fyrst í klippingu í öðrum enda bæjarins og síðan í lit og plokk í hinum endanum. Fannst ég rosalega fín þangað til ég leit í spegil í morgun sem aldrei skyldi verið hafa... mitt fínufrúarhár leit út eins og það hefði bæði lent í ofsaroki og hrærivél...
Tossamiði: muna að laga hárið áður en ég fer að vinna, svo ég hræði ekki líftóruna úr skjólstæðingunum
Vona að þið eigið öll góðan og blessaðan dag, muna svo bara að hafa vettlingana á höndunum... þeir virka betur þar en í vösunum











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert óborganleg, ég bilaðist úr hlátri þegar þu lýstir morgunhárinu


Kristín Gunnarsdóttir, 26.2.2009 kl. 08:16
Kristín mín: Þakka þér fyrir... ég eiginlega bilaðist líka smá... úr einhverju, þegar ég sá það
Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 08:19
Ragna mín: Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 08:20
Er þetta ekki alveg dæmigert? Maður fer í klippingu og þær setja alls konar dúllerí og blása á manni hárið, svo lítur maður út eins og lukkutröll þegar maður vaknar næsta dag
En voðalega snjóar mikið hjá ykkur. Ég hef varla séð snjó nema í örfáa daga í vetur. Er samt ekkert að biðja um að fá hann hingað.. En gott að það sé þá góð mokstursþjónusta á staðnum. Hafðu góðan daginn sömuleiðis

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.2.2009 kl. 08:27
Sigrún mín: Mér fannst ég nú líkari Ólukkutrölli
Elskan mín, þú mátt fá allan snjóinn okkar... mér algerlega að meinalausu


Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 08:31
Hahahahahaha kannast við þetta
Eigðu góðan dag Frú Ninna Lukkutröll
Líney, 26.2.2009 kl. 08:59
Líney mín: Velkomin í Lukkutröllafélagið

Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 09:01
Góð-ust
Birna Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 11:15
Birna mín: Þakka þér fyrir, best-ust
Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 15:59
já alveg týpískt! madur er ýkt flottur eftir allt pjattid hjá dømunum, en svo versnar i thvi thegar madur sjálfur á ad "pjattast" i thessu ;o) ætli vid kønnumst ekki flestar vid thad...speglar eiga ad vera bannord fyrir fyrsta kaffibolla;o)
kvedja hédan,hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:15
Ja ef þú ert bara ekki skemmtilegust
, 26.2.2009 kl. 23:18
María mín: Já segðu
Hafðu það sem allra best

Dagný mín: Þakka þér fyrir... ég á mín augnablik

Jónína Dúadóttir, 27.2.2009 kl. 12:57
Hvar er myndin mín kæra? - Kveðja í Hárfínan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 17:59
Best væri að hafa "live in" hárgreiðslumeistara!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 19:43
Ja hérna, þú ert bara kanski með Dúnu hnakka(flókið hár) Kvitt og knús þú frábæra stelpa.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 28.2.2009 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.