Það er ekki nískunni fyrir að fara...

... þarna uppi hjá veðurguðunum... Wink Það snjóar endalaust hérna, ekki kannski mikið í augnablikinu en samt smá snjókoma... og yfirleitt alltaf eitthvað á hverjum degi... greinilega nóg til þar ! Annars er mér svona nokk sama svoleiðis, ég er alveg búin að sætta mig við að ég bara finn alls ekki hvar á að skrúfa fyrir þetta... segið svo að það sé ekki hægt að taka út þroska á gamalsaldriTounge Það er kominn föstudagur og mér líkar það vel... eins og alltafInLove Hitti eldri konu um daginn sem líkar sko aldeilis ekki við snjókomuna hérna... "Það snjóar svo mikið hérna hjá ykkur" sagði þessi ágæta kona með fyrirlitningarsvip... það skal tekið fram að hún flutti hingað "að sunnan" ég skyldi sko hafa það á hreinuLoL Það sem verra er henni líkar ekkert heldur við okkur Akureyringa..."Þið eruð svo mikið inni á heimilum hjá hvort öðru"...GetLost Ég fattaði þetta nú ekki alveg svo ég þagði baraSideways Ekki skánaði álit hennar á okkur dreifbýlisdónunum þegar hún komst að því að ég þekkti ekki konu frá Akureyri sem var með henni í skóla fyrir sunnan... fyrir 40 árum ! "Þið horfið nú líka aldrei neitt út fyrir bæinn ykkar" sagði þessi fyrrverandi íbúi hinar einu sönnu siðmenningarGrin Ég spurði svo í restina eins og sá dreifbýlisdóni sem ég auðvitað er: "Jæja já og líkar þér svo ekki bara ágætlega að búa hérna hjá okkur "?Halo Ég held henni hafi ekkert fundist ég skemmtilegTounge Æi það er svo gaman að fólki, það finnst mérJoyful Hætt þessu bulli og óska ykkur góðs dags og góðrar helgarSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Jamm stundum finnst mér vera til allt of margt þannig fólkHún býr hér út af börnunum sínum blessunin... var einmitt að hugsa að ég yrði að reyna að hitta á hana í sumarRisaknús inn í helgina

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já ætli thad komi ekki annad hljód i skrokkinn hjá henni thegar fer ad vora  madur óskadi sér oft ad búa fyrir nordan thegar madur sá vedurbliduna sem oftar vildi vera thar en fyrir sunnan,i thvi rokrakkati sem thad nú er.. thú bankar i hana thegar thid mætist i sumarblidunni einhvern fallegan sumardag  

Hafdu góda helgi, knús og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 6.3.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Jú það hlýtur að glaðna yfir henni með hækkandi sólKnús í þitt hús mín kæra

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Líney

  hehe  ég er  oft spurð  af   utaðaðkomandi fólki  hvort ég þekki ekki  hinn eða  þennan  hér  í Sandgerði, þetta  sé  svo  lítill bær  og jaríjarí en  sorry ég þekki ekki hinn eða   þennan og  þá er  bara  horft  með  forundran  á  mig, auðvitað  þekki ég eða  kannast  við  marga ekki  málið  en    maður þekkir ekkert alla. Þeir sem hafa  búið  hér  alla ævi  þekkja  ekki alla  heldur,  fjölgunin  í bænum hefur  verið  mikil  og hröð En  mörgum  finnst  það  bara  sjálfsagt  að  þekkja  alla  í smábæjum sem   þessum (telur samt um 1800 manns)

Þetta  er eins  þegar     Akureyri  ber  á  góma, þekkir  þú ekki xxx, varts ekki í skóla  með xxx,  bjóstu ekki  í xxxxx  etc.....

Þó ég hafi  verið í skóla  með einhverjum  þýðir ekki endilega  að  við  höfum þekkst og  þó ég hafi búið  í einhverri  götu  þá  þekkti ég ekki alla og sérstaklega  ekki  í  blokkarhverfum  þar sem  tíðir  flutningar  voru

En  svona  er  þetta  nú  bara, sendi  knús   norður heiðar  í snjóinn, ég kananst  við  hann

Líney, 6.3.2009 kl. 09:54

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvar grefur þú upp allt þetta litríka fólk? hehehe.....

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2009 kl. 10:19

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Þetta er gömul saga og nýKnús til þín og snjórinn biður að heilsa þér

Ía mín: Ég hitti auðvitað marga í vinnunni minni, bæði skjólstæðinga og svo ættingja þeirra og vini

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 10:33

7 Smámynd: Líney

Ég  veit, sorry fékk  bara  smá  munnræpu

Líney, 6.3.2009 kl. 11:08

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Blessuð konan, að neyðast til að búa hjá ykkur Akureyringum  

Ég hef alltaf átt frekar erfitt með að skilgreina hverjum ég tilheyri. Ég er alin upp í Mosó og bý í Grindavík. Ég lít samt frekar á mig sem dreifbýlistúttu heldur en borgarbarn  Knús norður til þín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.3.2009 kl. 11:09

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Ég var ekkert að setja út á skrifin þín, klaufalega orðað hjá mér, var bara að meina að akkúrat þetta væri svo algengt Þú mátt hafa eins mikla munnræpu eins og þú kallar það og þér sýnist á mínu bloggi

Sigrún mín: Æi já hún á alla mína samúðÉg er og verð dreifbýlisdóni þó ég sé ekta AkureyringurKnúúús

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 11:46

10 identicon

Haha góð þessi...Reykjavíkursnobbið jú jú marr kannast aðeins við það...eins og t.d. fólki fyrir sunnan finnst vera miklu lengra að skreppa til Akureyrar heldur en fyrir Akureyringa að skreppa suður...þetta "útiálandilið" hehe...eigðu góða helgi ljúfan mín

Jokka (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:50

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Góða helgi líka elskan og góða skemmtun í "siðmenningunni"

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 11:58

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Já, þið Akureyringar eruð engum líkir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2009 kl. 14:36

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Þakka þér fyrir... held ég...

Jónína Dúadóttir, 6.3.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband