... sit ég alveg sveitt við að reyna að eyða restinni af sumarfríinu mínu síðan í fyrra ! Ekki normal hvað hægt er að leggja á eina manneskju...
Skil samt bara alls ekki allt þetta sumarfrí... ég er búin að reyna að komast að því af hverju ég kem út með 8 vikur í sumarfrí í staðinn fyrir þessar 6 sem ég er vön að hafa...
Það er alveg búið að útlista það fyrir mér... en þar koma tölustafir við sögu og þá hrekk ég í baklás
Ég get samt alveg reiknað í huganum svo framarlega sem það eru bara tölustafir, en ef komið er með einhverskonar orðadæmi þá ræður minn annars frábæri heili ekkert við það...
Það tengist lesblindu, komst að því á fullorðinsárum... í skóla hélt ég bara að ég væri svona heimsk... og það er ekki gott veganesti út í lífið fyrir ungling... samt gat ég allt annað upp á 10 og þá er ég ekkert að ýkja, en ég sá bara þessa erfiðleika með reikninginn...
Annars ferlega góð inn í daginn og verð í sumarfríi í kvöldvinnunni minni alla næstu viku, þannig að ég vinn enga kvöldvinnu samtals í þrjár vikur og á ekkert í neinum erfiðleikum að treysta því bara að yfirmenn mínir kunni alveg að reikna út sumarfríið mitt
Ég á svo líka ennþá eftir rúma viku í sumarfrí í dagvinnunni... þar tek ég bara einn og einn dag, það hentar betur... bara að muna að gleyma þeim ekki
Ef ég ætti eina ósk, þá mundi ég óska þess að öllum liði eins vel og mér, inn í þennan frábæra dag









Flokkur: Bloggar | 7.3.2009 | 07:29 (breytt 8.3.2009 kl. 22:26) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir íslendingar, alltaf í fríi
Eitt sem ekki tekur sér frí og það er snjórinn
Ekkert verið að slá slöku við þar
Erna Evudóttir, 7.3.2009 kl. 08:01
æ en frábært
njóttu thess nú bara ad vera í fríi, gæti vel hugsad mér smá sumarfrí bara núna
og svo enn meira i sumar. Treystu bossunum,their eiga ad vita thetta og settu nú bara tærnar uppí loft.
Góda helgi,knús hédan
María Guðmundsdóttir, 7.3.2009 kl. 08:10
Sem betur fer er fólk fyrr að átta sig á lesblindu í dag, svo unglingarnir þurfi ekki að halda að þeir séu heimskir
örugglega margir sem hafa upplifað þetta.
Njóttu þess bara að vera í sumarfríi. Takk fyrir að dreifa óskinni þinni yfir okkur


Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.3.2009 kl. 09:11
Njóttu þess bara að vera í sumarfríi um háveturinn

, 7.3.2009 kl. 09:21
Erna mín: Satt segirðu
María mín: Knús til baka

Sigrún mín: Já það hefði mátt koma í veg fyrir margskonar vanlíðan...
Verði þér óskin að góðu mín kæra

Dagný mín: Þakka þér fyrir ég nýt þess alveg ábyggilega

Jónína Dúadóttir, 7.3.2009 kl. 09:31
Hehe sumir kunna bara ekki að vera í fríi
Reyndu samt að njóta þess Ninna mín
Hvíld er góð í hófi
knús
Líney, 7.3.2009 kl. 11:52
Ragna mín: Það snjóar og snjóar og snjóar.... líklega sleppi ég bikini og sandölum í dag allavega
Knúúúús

Líney mín: Ég kann víst að vera í fríi... stundum...
Ég er að baka og þrífa og svo elda ég og svo..... fer ég að tónleika í kvöld
Knús í þitt hús
Jónína Dúadóttir, 7.3.2009 kl. 14:25
Helga skjol, 7.3.2009 kl. 17:55
Kveðja inn í góða sumarleyfisdaga.
Ía Jóhannsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:12
Helga mín: Takk fyrir innlitið

Ía mín: Takk fyrir það og hjartanskveðja inn í góða batadaga hjá þér

Jónína Dúadóttir, 8.3.2009 kl. 22:24
Sendi blindandi nú orðið knús yfir heiðar - en þar sem ég veit að þú ert á kafi í sumarfríi - þá vona ég bara að þau lendi bara í snjóskafli ... og hana nú!
Tiger, 8.3.2009 kl. 22:35
Högni minn: Þúsund þakkir fyrir að vaða ekki yfir litlu hræddu mig á grútdrullugum fjósabússunum...
Þú átt engan þinn líka... sem betur fer
Þá væri miklu meira að pæla fyrir mig... meira en orðið er
Hvenær kemur annars frænka þín ? Kemur hún ekki með pizzuna handa mér frá mömmu inni ?
Knús í þitt hús minn kæri

Jónína Dúadóttir, 8.3.2009 kl. 23:10
Tiger, 8.3.2009 kl. 23:17
Jónína Dúadóttir, 9.3.2009 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.