... svo var eitthvað með ...grænan sæ... líklega samt ekki verið að yrkja um það þegar verið er að sturta snjónum í sjóinn, sem er verið að gera akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum, hérna á norðurhjaranumEf það væri til eins mikið af manngæsku og réttlæti í henni veröld eins og snjó, þá væri nú ennþá dásamlegra að lifa...
Ég er svo komin í þörf fyrir að takast á við vorverkin úti, viðra tjaldvagninn og hreinsa þakrennurnar, planta runnum og smíða pallinn... og komast upp með að hlaupa út á peysunni og inniskónum þegar mér dettur í hug, en þegar ég lít út um gluggann þá virðist mér eins og það verði kannski ekki aaaalveg strax
Klukkan í mér hefur víst aldrei verið alveg rétt...
Þetta með að hreinsa þakrennurnar er alveg nýtt... það er eitthvað sem fylgir því að búa í einbýlishúsi í hverfi sem er fullt af risastórum trjám, en það er bara frábært ! Að hluta til vegna þess náttulega líka, að ég veit að ég þarf alls ekkert að gera það sjálf
Ég er svo lofthrædd að það hálfa væri nóg, ég verð alveg máttlaus í hnjánum ef ég fer upp á eitthvað örlítið hærra en stól og það er sko alls engin myndlíking... en ég læt það samt ekki stoppa mig í því sem mig langar til að gera
Hornbjargið til dæmis skoðaði ég í roki og rigningu hérna um árið og ég skreið síðasta spölinn fram á brúnina... til að fá að sjá niður, ég bara varð... fyrst ég var komin þangað
En ég sko verð ekkert að fara upp í stiga til að hreinsa þakrennurnar... til hvers haldiði annars að ég eigi sambýlismann ?
Mánudagar eru fínir, þá er ég vel úthvíld eftir helgina og alveg tilbúin til að kljást enn og aftur við allskonar rugludalla og -dollur...
Njótum dagsins elskurnar, hann kemur ekkert aftur
Pé ess: Ég setti inn þrjár myndir af því þegar sólin skein fyrst inn um gluggana hérna... ylja mér við þær þessa dagana
Flokkur: Bloggar | 9.3.2009 | 08:08 (breytt 10.3.2009 kl. 08:21) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag og knús úr snjólausu sandgerðinu
Líney, 9.3.2009 kl. 08:43
Ragna mín: Góðan daginn í suðurhöfum
Já ég hlakka til og þá sérstaklega að fá að heyra fuglasöng
Vona að þú getir rekið hálsbólguna út sem fyrst
Jónína Dúadóttir, 9.3.2009 kl. 08:43
Líney mín: Góðan daginn og risaknús héðan úr snjósköbblunum

Jónína Dúadóttir, 9.3.2009 kl. 08:44
Það er sko ekki gott að vera lofthrædd, þekki það sko vel. Eigðu góðan dag Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 9.3.2009 kl. 09:07
Kristín mín: Neibb það er sko ekki gott, en má samt ekki láta það stoppa sig alveg... eftir því sem ég best veit þá lifi ég nebblilega bara einu sinni...
Eigðu líka góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 9.3.2009 kl. 09:25
Fannst pínu erfitt að fara úr vorinu fyrir sunnan í gær...ég meina þar eru krókusarnir að springa út...
kem svo hingað heim og allt á gjörsamlega bólakafi...sé varla sólpallinn minn fyrir snjó
langar svo í vor....og sól..og já líka að hreinsa úr mínum þakrennum...nema þær eru á 3ju hæð...spurning um að leigja spúsa þinn í það hahaha...þar sem við erum svo lofthrædd bæði hjónin...híhí...eigðu góðan dag..og förum að dansa vordansinn þá hlýtur þetta að koma!
Jokka (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:27
Góðan daginn Jónína mín. Kannast við svona lofthræðslu og þar sem enginn er spúsinn á mínum bæ hafa þakrennurnar verið fullar af laufi síðan í fyrra
En nú fer vorið að koma - sólin sífellt fyrr á ferðinni á morgnana og lengur á kvöldin og nær að bræða snjóinn á þakinu og götunni. Yndislegt

, 9.3.2009 kl. 11:54
já segdu Jónína,til thess eru kallarnir...ég fer ekki hátt sjálf..enda drullulofthrædd..en samt læt ég thad ekki stoppa mig ad fara med krøkkunum i Tivoli..og th.brjálædi
thótt ég næstum drepi mig á hrædslunni...
en vonandi fer nú snjórinn ad láta undan,vorid hlýtur ad bida handan vid hornid..thvi ég held satt ad segja ad thad sé komid hér..svo thad er ekki langt til Islands
knús i thitt hús
María Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 12:44
Takk fyrir jákvæðnina. Ekki mun af veita.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 14:55
Haha ég er sko líka lofthrædd en málaði samt einu sinni þakið í Ystuvík, mesta afrek mitt)(það gerði það enginn annar) annars gisti ég hjá Helgu Magg í nótt og auðvitað var það gott. Hér er snjór eins og á Akureyri, held að skaflarnir séu en hærri hér í þorpinu(meina stórborginni Kópaskeri) Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.3.2009 kl. 15:58
Ætli ég fari ekki bara sjálf upp á þak hér. Að minnsta kosti get ég ekki treyst kallinum fyrir því. Hann gæti bara dottið niður og fótbrotnað
Er reyndar ekki með nein risatré svo ég slepp kannski..
Knús í snjóskaflana héðan úr gluggaveðrinu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.3.2009 kl. 16:34
Jokka mín: Velkomin heim í snjóinn ! Hér dansa ég vordansinn... við snóskófluna

Dagný mín: Satt segirðu, bara yndislegt

Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 05:55
María mín: Fyrir alla muni sendu okkur nú smá vor...
Knús í þitt hús mín kæra
Jenný mín: Verði þér að góðu bara
Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 05:57
Dúna mín: Já stundum þurfti bara að gera hlutina...
Veit þér hefur liðið vel hjá Helgu, ekki spurning
Kveðjur í stórþorpið
Sigrún mín: Passaðu hann nú vel, kannski fela bara stigann
Knús úr snjósköflum
Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 06:01
Heiður Helgadóttir, 10.3.2009 kl. 10:45
Heidi mín: Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 11:29
Verð að segja að ég er líka farinn að hlakka til vorsins - þó ég sé reyndar búinn að vera með vor í mest allan vetur sko!
Vona bara að þú farir í buxur og bomsur - peysu og húfu áður en þú ferð að príla í stiga uppí þakrennur, ekki gott fyrir orðsporið að flazza öllu á náttkjólnum einum fata!
Þar sem þú ert svona lofthrædd - hef ég nú komið fyrir nokkrum fallegum knúsum uppi í þakrennunum þínum - með von um að nú hafir þú eitthvað að gera fram að vori - t.d. að hlakka til að fá þau lekandi niður þegar snjórinn byrjar að bráðna .. mundu bara að vera undir bununni svo þú missir ekki af þakrennuknúsunum!
Tiger, 10.3.2009 kl. 16:04
Högni minn: Já elsku karlinn minn það snjóar sko bara á á fallega og skemmtilega fólkið... ekki á þig, frekjudolluna sem át alla pizzuna sem mamma þín gerði handa mér...
Þú hefðir átt að sjá mig á Hornbjarginu, þú hefðir líklega dottið fram af úr hlátri
Fer í þakrennurnar a.s.a.p., vantar svo mikið hlý knús í öllum sköbblonum

Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.