Ég elska húsið mitt... það hefur sjálfsagt ekkert farið fram hjá mörgum
En það er eitt sem ég hef áhyggjur af... auðvitað verð ég að hafa áhyggjur af einhverju... ég hef sem sagt áhyggjur af því að ég sé komin með snert af tuskuæði
Tuskuæði er með því skelfilegra sem ég veit um og nokkurn veginn viss um að er banvænt... fyrir sálina það er að segja
Það er nefnilega og ykkur er alveg óhætt að trúa mér núna... til líf fyrir utan afþurrkunarklútinn, ryksuguna og skúringafötuna, alveg satt
Þessar áhyggjur mínar eru til komnar út af okkar háttvirta heimilisketti honum Lúkasi ! Hann er alltaf í hárlosi og þá er ég ekkert að ýkja, hann er búinn að vera með alveg agalegt hárlos í mörg ár og ég ryksuga eða moppa gólfin á hverjum degi eftir vinnu...
Tók nú samt afneitunina á þetta í vetur og komst oftast upp með það, sást ekkert svo mikið í skammdeginu
En núna þegar það er farið að birta svona mikið er þetta allt of sýnilegt og ég skil ekki hvers vegna kattarskrattinn er ekki löngu orðinn sköllóttur
Hans hátign þóknast ekki að fara of mikið út þegar það er snjór svo hárin af honum hrynja eingöngu hérna inni og það getur gert mig... miklu verri en ég er
Annars ferlega góð inn í daginn sko
Einhver þarna úti sem langar í kött ? Hann er fallegur skömmin, það má hann eiga, en eins og gefur að skilja með dýr af þessari tegund, þá er hann ósvífinn, ýtinn, frekur, tilætlunarsamur og stór upp á sig
Ég ætla ekkert að segja frá því að hann er farinn að míga í sturtubotninn oj... og laumast upp í sófa og stóla
Einhver... ?
Á meðan þið hugsið ykkur um vona ég að þið eigið góðan dag elskurnar mínar














Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Settu köttinn í frystikistuna eins og ég geri við angórupeysuna mína. Þá stoppar hárlosið (sjitt og reyndar allt hitt líka, hjartað og sonna).
Knús í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 09:35
Hahaha
Sköllóttur já. Árið sem ég var með átta ketti í heimili
(3 fullorðna og 5 kettlinga) voru uppi hugmyndir á heimilinu um að a) raka kettina sköllótta b) klæða kettina í poka c) bera lím í feldinn þannig að hárin dyttu þó a.m.k. ekki af þeim
Svo kom sumar og málin leystust af sjálfu sér
Einn fullorðinn lenti undir bíl og dó, mömmulæðan varð veik og var lógað, kettlingarnir fóru á önnur heimili og eftir varð bara elsta læðan mín sem dútlaði sér úti yfir sumarið og þegar vetraði voru allar þessar hugmyndir löngu gleymdar
Eigðu góðan dag í kattahárinu 
, 12.3.2009 kl. 10:21
þÚ ERT YNDISLEG, ÞAÐ ER NU EKKI GOTT AÐ VERA MEÐ OF MIKIÐ TUSKUÆÐI, ÉG VAR ÞANNIG EN ER FARIN AÐ SLAKA AÐEINS Á. hAFÐU GÓÐAN DAG jÓNINA MIN
Kristín Gunnarsdóttir, 12.3.2009 kl. 11:01
Nei mig langar ekki í kött,sama og þegið af umræddum ástæðum sko
knús í kotið
Líney, 12.3.2009 kl. 12:09
Laus við tuskuæði, var einu sinni með "Hundaæði" en því fylgdu líka mikil hár!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 14:40
Ragna mín: Takk og sömuleiðis
Skal skila kveðjunni til hans, en ég klappa honum ekki þá nefnilega hrynur af honum...
Jenný mín: Setja köttinn í .... já sko... ertu til í að koma og hjálpa mér við það ? Hann er eitthvað svo assgoti óþægur þegar það á að loka hann einhversstaðar inní/oní einhverju...
Jónína Dúadóttir, 12.3.2009 kl. 15:27
Dagný mín: Hm... rakvél eða lím... ekki svo galið og gæti virkað
Takk fyrir ég á góðan dag en það er ekki kattarhárunum að þakka...

Kristín mín: Ég veit, tuskuæði er óhollt, hef alltaf sagt það
Eigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 12.3.2009 kl. 15:31
Líney mín: Ohhh... ég er greinilega ekki sölumanneskja fyrir 5 aura
Knús í kotið þitt líka

Jóhanna mín: Hundaæðið rann af mér þegar ég flutti úr sveitinni og í þéttbýlið... sem betur fer, bæði fyrir mig og hundana
Jónína Dúadóttir, 12.3.2009 kl. 15:34
Helga skjol, 12.3.2009 kl. 18:09
Hafdu gódan dag, kvedja i kotid thitt
María Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 05:14
Teipaðu köttinn!
Þá haldast hárin á honum, þó hann missi þau.......
Einar Indriðason, 13.3.2009 kl. 08:08
Helga mín: Takk fyrir innlitið

María mín: Ég ætti kannski bara að fá mér hund með hárlos, þá tek ég minna eftir hárunum af kettinum... hugs...
Knús í þitt hús
Einar minn: Þú verður þá að hjálpa mér
Jónína Dúadóttir, 13.3.2009 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.