Rollur láta ekki lit ;)

Skil ekki alveg hvernig mér datt í hug að nota kolbiksvartan lopa í leista... þegar ég þvæ þá verður vatnið strax svart og fæturnir á manni líka ef leistarnir verða rakirGetLostÉg hef að vísu mér til afsökunar að þetta var afgangur af lopapeysuprjónaskap og ég nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara og kaupa eitthvað annað... var nefnilega að fara að prjóna leista þar og þáCoolHeyrði tvær konur einmitt spjalla um þetta um daginn í verslun, önnur þeirra hélt því mjög ákveðið fram að kolsvarti lopinn væri alls ekkert litaður, rollur væru svona á litinn. Ef ég hefði blandað mér í samræðurnar, sem ég geri nú bara yfirleitt ekki þegar ókunnugt fólk á í hlut, þá hefði ég staðið með hinni sem hélt því fram að það væru ekki til algerlega kolbiksvartar rollurWinkOg kannski hefði ég þá líka spurt hvaðan græni, blái, guli og rauði lopinn kæmi...HaloÁ yngri árum var ég bóndi smástund, 10 ár eða svo og þá vorum við  meðal annars með rollur/kindur/sauðfé og bara dágóðan slatta af því. Ég bara alls ekki til þess að svörtu rollurnar hafi nokkurtímann látið lit, þó þær væru úti í rigningu...GrinOg man ekki til þess heldur að þær hafi verið í öllum regnbogans litumToungeEn það er langt síðan og kannski misminnir mig... það er ekki alveg hægt að útiloka það þegar ég á í hlutWhistlingAlveg afspyrnu góð inn í þennan fína föstudag, passa yngsta barnabarnið í kvöld, foreldrasettið hennar er að fara í leikhúsJoyfulHelgin fer svo í að baka og þrífa..... þetta hljómaði hryllilega fyrirmyndarhúsmóðurlega en er það samt alls ekki, nauðsyn á það bara til að brjóta lög...LoLNjótið dagsins og komandi helgar, verið þæg og góð og flýtið ykkur hægtSmileHeart 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

En ... prófaðirðu einhvern tímann að setja rollurnar (sem stóðu úti í rigningunni) ... í þeytivinduna?  Minnkuðu rollurnar?

Nei, bara spekúlera....

Einar Indriðason, 13.3.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Ehhh... nei að vísu ekki...

Jónína Dúadóttir, 13.3.2009 kl. 08:03

3 identicon

Nei ég man ekki eftir því hér í denn að það væru svartar, gráar, goltóttar eða hvítar rákir eftir rollugreyin í rigningu...hvað þá eftir baðið sem þær voru settar í...(já ég man svo langt að rollurnar voru baðaðar einu sinni á ári..)  en ég er ekki viss um leysta/leista....hmmm....

Annars...eigið góða helgi elskurnar

Jokka (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hva manstu ekki eftir rauðum, grænum og svörtum kindum?? Þú ert orðin gleymin.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 13.3.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Og orðið leistar/leystar Leistar=sokkar leystar= ráðgátur þetta fer eftir merkingu orðssins (held ég)

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 13.3.2009 kl. 11:46

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hefdi nú verid doldid skondid ef "rollurnar" hefdu lekid litnum  er bara ad sjá thad fyrir mér....

En hafdu góda helgina,uss..ekkert svona..baka og thrifa.. en jú,hef svosem prófad thær helgarnar lika..en muna ad SLAPPA vel af og vera soldid latur inná milli allavega

María Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:06

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hheheh sem sagt ekta sauðalitir.  Góða helgi vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:13

8 Smámynd: Anna Guðný

Ætla rétt að vona að það sé i í leistar. Hitt leysist svo vonandi.

Ég er enn í smá rollubisness og held að þetta sé allt eins og það var á meðan þú varst, svo við skulum bara vona að þessi svarti sé litaður.

Anna Guðný , 13.3.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Anna Guðný

Heyrðu , annars láku þær lit í Dalalífi, ætli það sé eitthvað að marka? ROTFL 





Anna Guðný , 13.3.2009 kl. 17:31

10 Smámynd: Ragnheiður

hehe sumt er óneitanlega litað hehe

Ragnheiður , 13.3.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Ég man líka baðið, það var ógeðsleg vinnaGóða helgi handa ykkur líka elskið mitt

Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 07:59

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dúna mín: Já er ég ekki orðin svolítið gleymin ?Það hefði nú verið gaman að muna eftir þeim allavegana á litinnTakk fyrir málfræðihjálpina

María mín: Já það hefði óneitanlega verið fyndiðOk þetta voru nú kannski svolitlar ýkjur hjá mér með tilvonandi helgardugnað, hefði eiginlega frekar átt að skrifa að mig langaði til að geta verið svo dugleg...Knús í kotið þitt og góða helgiKveðja, Letihaugurinn

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 08:09

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Algerir sauðalitir já Góða helgi mín kæra

Anna mín: Það "leystist" þetta með "leistana" Ég hefði viljað vera bóndi í Dalalífi, það var sko miklu skemmtilegra hjá þeim en mér

Ragnheiður mín: Já alveg ábyggilega

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 08:13

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mig langar líka til að vera voða dugleg en er bara ekki að nenna því. Miklu skemmtilegra að setjast niður með prjónana. Er einmitt að prjóna úr svona svörtum "ekki lituðum" lopa núna  Njóttu helgarinnar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.3.2009 kl. 10:56

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Mig langaði svo alls alls ekkert til að ryksuga, skúra og þrífa baðherbergin en ég gerði það nú samt og var búin fyrir hádegi  Ógissssslega góð með mig og ætla að gera akkúrat alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut það sem eftir er helgarinnar... og njóta þessGóða helgi duglega prjónaskvísa

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband