Spúsi minn er búinn að finna til við annað herðablaðið í 5 eða 6 vikur, þar var og er sár bólguhnúður og stöðugur verkur. Hann fór loksins til læknis þegar verkurinn var farinn að teygja sig undir höndina og fram á bringu... en ekki fyrr en ég "hvatti hann eindregið til þess", (lesist; rak hann til þess)
Hann kom heim með plagg frá lækni til sjúkraþjálfara, með leiðbeiningum um hvernig ætti að ná þessari vöðvabólgu úr honum... beint í sjúkraþjálfun þar sem honum var tjáð, að líklega væri annar fóturinn styttri en hinn og innlegg í annan skóinn mundi nú redda þessu...
Svo fékk hann vinnu og ákvað þá að vinna þetta bara úr sér, bara svona rétt eins og ég hefði gert það
En það var alveg sama hvað hann vann mikið, verkurinn bara ágerðist...
Á miðvikudaginn fór hann í sund með þrjá dóttursyni á aldrinum 7 - 10 ára, sem er nú vinna út af fyrir sig...
Þeir tóku eftir því að það var risastór upphlaupinn blettur neðan við herðablaðið og fannst hann ekki fallegur... oj
Þegar hann sýndi mér þetta "hvatti ég hann eindregið" til að fara (lesist; rak hann með harðri hendi) niður á Slysó að láta líta á þetta... hann kom heim innan hálftíma og tilkynnti mér að hann væri með ristil ! Já já ég veit það, það eru auðvitað allir með ristil, svaraði sérfræðingurinn ég og skyldi ekkert til hvers hann ætlaði að fara að telja upp fyrir mér innyflin í sér
Nei sko, hann er ekki með vöðvabólgu, hann er með bólguhnút sem heitir "ristill", eitthvað ógeð sem hefur leynst í rótinni frá hlaupabólu sem hann fékk þegar hann var barn... allt er nú til
Núna borðar hann 10 töflur á dag til að losna við þetta, fyrir utan sterkar verkjatöflur sem hann tekur þegjandi og hljóðalaust, sem segir mér hvað honum líður illa... honum er meinilla við verkjatöflur
Hann fór ekkert í vinnuna í gær og fyrradag, bæði vegna þess að hann er ferlega slappur með þessu og kannski líka vegna þess að ég "ráðlagði honum" (lesist; hótaði honum öllu illu).. að fara ekki
Miðju strákurinn spurði mig af hverju ég væri svona reið við afa, þegar ég var búin að reka hann á Slysó... ég sagði að ég væri ekkert reið við hann, ég var bara ákveðin við hann til að hann gerði það sem væri best fyrir hann sjálfan... Þá sagði guttinn yndislega spekingslegur: "Já, maður verður stundum að tala svolítið rösklega"
Góða helgi
![Wink](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Wink.png)
![Smile](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
![Tounge](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Tounge.png)
![Woundering](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Woundering.png)
![Grin](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png)
![W00t](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/W00t.png)
![Whistling](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Whistling.png)
![Shocking](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Shocking.png)
![Joyful](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Joyful.png)
![Halo](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Halo.png)
![LoL](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/LoL.png)
![Smile](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
![Heart](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173105
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg nauðsynlegt að tala svona "rösklega" annað slagið, sérstaklega við karlpeninginn
Gott að það er búið að finna út hvað það er sem hrjáir hann. Vonandi losnar hann fljótt og vel við þetta allt saman. Ég mundi "ráðleggja" honum að borða mikið af LGG næstu dagana! ![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:36
Sigrún mín: Já það er alveg rétt hjá þér
LGG ok takk, ég "ráðlegg" honum það![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Tounge.png)
![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 14:49
hehe..já fjári vel ordad " tala soldid røsklega"
en thess tharf nú stundum vid "suma" ( lesist, kallana okkar) held thad eigi vid thá marga..
En gott ad their fundu "meinid" , en hef heyrt og séd ristil, ekki alveg thad skemmtilegasta held ég, en vonandi virka pillurnar.
knús og góda helgina![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
María Guðmundsdóttir, 14.3.2009 kl. 15:48
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 17:18
María mín: Já hann er flottur sá litli og fannst ég ganga rösklega til verks við afann
Pillurnar eru farnar að virka, hann finnur ekki líkt því eins mikið til núna
Knús í kotið þitt mín kæra![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Jenný mín: Takk fyrir innlitið![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 18:38
Helga skjol, 14.3.2009 kl. 21:06
Spurning um að ráðleggja varlega (lesist - æpa og garga minna, brosa meira) næst þegar karlgreyið reynir að útskýra fyrir þér innyflasamsetningu sína ..![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Pinch.png)
En ljóskulegir taktar þínir er þó ekki bara bundnir við þig skottið mitt - meira segja sumir læknar reka upp
þegar þeir heyra að það sé til ristill í auga t.d.
Nú er það málið að hætta ráðleggingum (lesist - afskiptaseminni) og leyfa kjúklingnum að slappa vel af .. reyna að hemja skapið og klæða af sér æsandi kroppinn ( hann má ekki æsast upp í þessu pillukasti því þá gæti hann þurft að taka fleiri pillur - róandi t.d.) svo hann verði ekki fyrir meira áreiti af þinni hálfu .. farðu út að moka snjó t.d. og vertu þar í nokkra daga bara!
En, ef þú vilt ráðleggja honum eitthvað krassandi til að hrista þetta strax af sér - þá eru 15 panodil út í stórt glas af Koníaki bara brilljant .. maður sefur dögum saman af því og verður stálsleginn um það leyti sem maður raknar aftur við sér ... held ég!![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/W00t.png)
En, hér með ráðlegg ég þér (lesist - skipa ég þér auðvitað) að kíkja upp í nýja háfinn þinn - er nebbla búinn að planta nokkrum skemmtilegum knúsum þar sem þér er óhætt að leika þér að núna í þessum hremmingum. Þumallinn langt upp fyrir spekingslega miðjustrákinn þinn!
Tiger, 14.3.2009 kl. 23:01
, 15.3.2009 kl. 00:13
Helga mín:![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Högni minn: Ljóska... ég... ? Já jæja, það mætti stundum halda það
Sko ég var að moka snjó í gær.... setti í umslag og sendi það á snjólausa flatlendið sem þú býrð á... með nokkrum knúsum líka
Takk fyrir knúsin í háfnum... búin með þau![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png)
![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Dagný mín:![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Wink.png)
![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Jónína Dúadóttir, 15.3.2009 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.