Sit hérna við tölvuna klukkan 7 á sunnudagsmorgni og það er orðið bjart úti, það hlaut að koma að því...
Ég er líklega með óvenju stóran skammt af gullfiskaminni eða eitthvað... ég verð alltaf jafn hissa og ánægð þegar það birtir...
Rétt eins og þegar það loksins kemur vor... þá líður mér eins og það hafi aldrei komið vor áður... og mér líður fjarskalega vel með þessu
Ég var óhemju dugleg í gær, innanhúss sem utan... skúraði og skrúbbaði og skipti á rúmum og setti í þvottavél, mokaði alveg 10 fersentímetrum af snjó af tröppunum og var búin með þetta allt fyrir hádegi... Enda verð ég að finna mér eitthvað vitrænt að gera á morgnana, ég fer svo snemma á fætur og það vill enginn tala við mig á mínum fótaferðatíma
Þetta með snjómoksturinn sko... eins og ég vil mikið losna við snjóinn, þá bara nenni ég ekki fyrir mitt litla líf að moka honum, enda hef ég ekki undan það er búið að snjóa eitthvað á hverjum einasta degi í einhverjar vikur...
Fattaði þarna í gær með skófluna í höndunum að það var tiltölulega hlýtt úti s.s. frostlaust og ákvað að sjá til þangað til í dag hvort þetta hvíta óþarfa efni yrði ekki bara farið af stéttinni... en mér sýnist ég verði að doka aaaaðeins lengur...
Planið er að fara út og djöflast aðeins með skófluna á eftir þegar ég held að nágrennið sé vaknað... en hin bestu plön eiga auðvitað til að breytast... alveg dauðóvart
Fínn dagur í uppsiglingu, við þurfum bara á ákveða að þannig verði hann og það gengur yfirleitt eftir
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173105
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nu meiri dugnaðurinn í þer, ég verð nu bara þreitt svona snemma á sunnudagsmorgni. Knus Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 15.3.2009 kl. 09:06
Góðan daginn mín kæra vinkona
Sammála, fínn dagur framundan.
Knús og sjáumst bráðum
Hóffa (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 09:13
Kristín mín: Ok ég er hætt, bara búin að labba upp í búð í morgunKnús til baka þá þig
Hóffa mín: Góðan daginn vinkona, já yndislegur dagur sól og alltVonandi sjáumst við sem fyrst bara
Ragna mín: Góðan daginn forkur sjálf
Jónína Dúadóttir, 15.3.2009 kl. 12:49
já vildi ad ég væri svona dugleg um helgar.. thá bara nenni ég eiginlega engu..skømm ad thessu...en ok..ég á thad til ad koma heim úr vinnu og taka dansinn med føtu og moppu...finnst thad leggjandi á mig ad djøflast heilan helv.dag i fleiri tima..og eiga svo letina fyrir mig um helgar. En thad hefur hver sinn háttinn á, thad er thad góda vid lifid..ad ráda sér sjálfur hafdu gott sunnudagskvøld Jónina, knús hédan
María Guðmundsdóttir, 15.3.2009 kl. 18:43
María mín: Þegar ég er að vinna um helgar frá 15 - 21 þá þríf ég á sko á virkum degiÉg er ekki að vinna þessa helgi svo mér finnst ég hafa allan tímann í veröldinniKnús inn í ljúft kvöld
Jónína Dúadóttir, 15.3.2009 kl. 21:54
Það er alltaf sami dugnaðurinn og krafturinn í þér Ég kannast við svona morgna þar sem enginn vill tala við mann. Mér finnst stundum vera komið kvöld þegar maður loksins getur talað við einhvern sem er vaknaður Reyndar finnst mér morgnarnir alltaf bestir. Mér verður mest úr verki þá (sennilega búin að fatta skýringuna - þar sem enginn vill tala við mig snemma á morgnana)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:30
Morgunstund gefur gull í mund Það væri gott að hafa þó ekki væri nema helminginn af dugnaðinum þínum
, 16.3.2009 kl. 00:04
Sigrún mín: Já segðu... þekki til dæmis ekki sálu sem vill tala við mig núna... jú köttinn en það er bara af því að hann er svangur... vinur ef hann vill mér eitthvað
Dagný mín: Það er auðvelt að grobba sig hér... svona rétt eins og að ljúga á milli landaÉg er sko ekkert alltaf dugleg, langt frá því...
Jónína Dúadóttir, 16.3.2009 kl. 06:16
Þú ert nú eiginlega óþolandi dugleg! .. um að gera að monta sig af því, þegar það kemur yfir mann.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 09:21
Jóhanna mín: Já ég verð að nota tækifærið... mont er fínt, ef maður tekur sjálfan sig ekki of alvarlega
Jónína Dúadóttir, 16.3.2009 kl. 09:59
Jónína mín það er bara hollt að moka fyrir þá sem það geta. Mér fannst indælt þegar yngsti sonurinn kom og hans kona og mokuðu hér fyrir okkur pallinn og fram á plan og líka frá bílskúrnum. Þú ert dugnaðarforkur ljúfan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:32
Ólöf mín: Já það er örugglega hollt fyrir þá sem geta... og nenna...Mér líst svo vel á að bíða bara eftir hlákunni...Það er auðvelt að vera dugleg við það sem maður hefur gaman afGott kvöld
Jónína Dúadóttir, 16.3.2009 kl. 22:41
Þú mátt alveg senda mér smá af þessum ógnarkrafti Jónína mín. Kveðja inn í góðan dag og snjóléttari fyrir ykkur norðlendinga.
Ía Jóhannsdóttir, 17.3.2009 kl. 11:07
Ía mín: Sendi þér hugskeyti með ógnarkrafti og hlýtt knús með
Jónína Dúadóttir, 17.3.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.