... það er ekki nema tvennt til í þessu: Annað hvort er eitthvað mikið að mér eða þá að það er að koma vor... Nú auðvitað er að koma vor, hvernig dettur ykkur í hug að hugsa svona... ?
Málið er að ég er svo ofvirk í heimilisstörfum, vinaheimsóknum, gestamóttökum, barnabarnapassi, snjómokstri (ok smáskrökvulygi með það kannski) lopaleistaprjóni og allskyns þannig óþarfa að mér er ekkert farið að lítast á blikuna... það er ekki til ein einasta óhrein tuska á heimilinu, næstum því áður en eitthvað er notað fer það beinustu leið í þvottavélina...
En ég get þó kannski huggað mig við að ég er ekki farin þvo gluggana að að utan, planta blómum í beð eða mála húsið ! Í stað þess að sitja nú og slappa af og slugsa og hangsa og vera í tölvu og gera ekkert af viti sem eru nú eiginlega mínar ær og kýr... haldið að það væri nú ekki gáfulegra ?
Það versta er að mér líður alveg fjarskalega vel með þessu... og það er nú eiginlega mesta áhyggjuefnið...
Og það skemmir nú ekki að það er spáð tveggja stafa tölu í hitanum hérna á norðurhjaranum næstu daga og seinni stafurinn er ekki núll
Ég geng fyrir birtu og sólarrafhlöðu... greinilega ! Mér leiðist meira að segja ekkert tilhugsunin að fara á starfsmannafund núna klukkan átta en ekki segja neinum frá því ég vil alls ekki láta það fréttast... hef kúl til að passa uppá skiljiði
Njótið dagsins elskurnar mínar allar, en ekki samt fara út á stuttbuxunum
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173105
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ nu bara magaverk, stresskast af þessu öllu hja þér, kanski að ég biðji þig bara að prjóna fyrir mig þykka lopasokka fyrir næsta vetur HEHE, fyrst þú ert svona ofvirk Eigðu góðan dag Jónina min, glaða sólskin her en ekki tveggja stafa tala
Kristín Gunnarsdóttir, 18.3.2009 kl. 06:54
æ thad fylgir thvi bara svo mikil vellidan ad vera fullur af orku og dugnadi mátt alveg senda mér smá slatta hingad...en ég veit sem er ad med betra vedri og hækkandi sól thá lifnar nú yfir fýlubrókinni mér lika..svo ég stóla á thad bara
Hafdu gódan dag og njóttu thess ad vera í svona miklu studi
María Guðmundsdóttir, 18.3.2009 kl. 07:27
Heiður Helgadóttir, 18.3.2009 kl. 08:04
Panta smá skerf af þessari orku hehehe....
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 09:23
Ó geturðu plís lánað mér smávegis af þessari orku Mér er nefnilega alveg öfugt farið - langar að gera helling en nenni engu Kannski lagast það ef sólin nær að skína hér á suðurhelming landsins
, 18.3.2009 kl. 10:34
Hvurs lags erðetta kona. Ertekki enn búin að setja niður vorlaukana og þrífa gluggana? Ég væri nú ekkert að láta það fréttast Enda segi ég engum að ég er sko ekkert byrjuð að hugsa um þessa hluti.
Það er gaman að finna kraftinn koma með vorinu, þú ert greinilega með þeim fyrstu sem næla sér í skammt Passaðu bara að henda ekki kallinum í þvottavélina í öllu æðinu Knús á þig ofurkona
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.3.2009 kl. 10:58
Oh já það er svoo mikil vorlykt í loftinu!! Dásamlegt víííí....meira svona!
Jokka (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:10
Kristín mín: Fyrirgebbðu væna mín, ætlaði ekkert að stressa þig upp, bara býsnast yfir sjálfri mér aðeins...Talaðu við mig í haust með lopasokkana, held ég sé búin að prjóna yfir mig... í bili
María mín: Dugnaðarorkukast á leiðinni í hugskeyti til þín, fýlubrók
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 17:32
Ragna mín: Jahá, eins og gelgja á sterumKnús í daginn inn
Heidi mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 17:34
Ía mín: Sendi það um hæl... fatta ekkert af hverju þetta er sagt svona
Dagný mín: Æi það lagast allt með hækkandi sól, held ég og vona égÉg skal ekkert lána þér, þú mátt eiga það
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 17:37
Sigrún mín: Uss ekki hafa svona hátt um þaðKallgreyið mitt hleypur í felur þegar ég fer í svona hamKnús til baka
Jokka mín: Jájájájá meira svona
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 17:39
Takk fyrir síðast Jónína, það var gaman að koma til ykkar
Huld S. Ringsted, 18.3.2009 kl. 20:14
Huld mín: Sömuleiðis takk, það var virkilega gaman að þú skyldir koma Og vertu velkomin aftur og aftur
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 20:35
Elska tegar ég fæ svona orkumikilmennskukast tá á ég heiminn.Tad sé ég ad tú gerir líka ..Tetta er bara yndislegt.
Knús inn í áframhaldani svona einkenna:)
Gudrún Hauksdótttir, 19.3.2009 kl. 07:56
Guðrún mín: Já þetta er bara frábært... og ekkert lát á ennþá
Hlýtt asahlákuknús til þín
Jónína Dúadóttir, 19.3.2009 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.