Eins og venjulega er ég vöknuð tiltölulega snemma... um miðja nótt segja sumir... og það án þess að vera að fara í vinnuna strax, fer klukkan tíuJá jæja, á meðan ég er sleppi því algerlega að heimsækja fólk og hringja í það á þessum tíma og ætlast bara alls ekki til þess að neinn vakni um leið og ég, þá á þetta nú að sleppa nokkurnveginn vandræðalaust... held égKíki stundum á Feisbúkk eins og allflestir sem ég þekki, yfirleitt nenni ég nú samt ekki að eyða miklum tíma þar, fólk er alltaf að taka hin og þessi "próf", mér algerlega að meinalausu að vísu, en þá fyllist síðan mín af löngum lesningum um hver er nú uppáhaldsliturinn, hversu mörg börn fólk eignast í framtíðinni, hvernig bíl það langar í, hvaðan það er, hvar það langar að búa og svo framvegis og framvegis... og allt kemur þetta í ljós eftir að það er búið að taka þátt í einhverjum könnunum... ekki fyrrMér fannst nú eiginlega svolítið fúlt að sjá að ein könnunin hét: "Hvernig bíl langar þér í ?" Ok íslenskufasistinn ég... mér langar ekki í neinn sérstakan bíl, en mig mundi kannski langa í einhvern bíl...Annars ferlega góð inn í þennan fína föstudag og hlakka til þriðja helgarfrísins í röð, sem kemur til af sumarfrísleyfum 2008, svo er nú sá draumurinn búinn þangað til ég fæ sumarfrí ´09 Skrifaði á blað í vinnunni hvenær ég vil taka sumarfríið mitt, en ég er bara búin að gleyma hvaða dagsetningar ég setti...Enda skiptir það ekki öllu máli, spúsi fær bara eina viku af því að hann er í nýrri vinnu og þá dreg ég hann með illu eða góðu upp á hálendið alla þá viku og það verður eina ferðalagið okkar þetta sumariðEigið góðan dag í góða veðrinu elskurnar mínar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góðan daginn
Ólafur Th Skúlason, 20.3.2009 kl. 07:33
Ragna mín: Knús inn í góðan dag mín kæra
Ólafur minn: Góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 07:39
Gódann daginn mín kæra.FB ..Ég læt tetta bara allt vea nennni ekki ad taka tátt í svona prófum.En annars er ég glöd med FB.Líkar tad bara vel.
Tad er ekki leidinlegt ad fara upp á hálendi.Tad eru komin nokkur ár sídan ég ók tangad sídast.Eda reyndar gekk ég laugarveginn í tridja sinn fyrir 4 árum ,tad er alltaf yndislegt og mín heila líkamsrækt.Losar algjörlega hugann.
Hjartanskvedja til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 20.3.2009 kl. 08:14
Þau eru leiðinleg þessi próf a FB ég tek ekki þátt i svona rugli, likar td ágætlega við Mözduna mina. Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 20.3.2009 kl. 08:21
Mér finnst nú bara gaman að þessu prófum. Enda búin að komast að ýmsu um sjálfa mig sem ég ekki vissi áður. T.d. er ég feimin. Hm....? Ekki alveg það sem ég hélt en svona er lífið. Ég hef þó ekki farið í þetta með bílinn, er svo ánægð með Starexinn minn. Efast um að hann sé í boði þarna.
En hafðu það gott um helgina.
Anna Guðný , 20.3.2009 kl. 08:46
Öss þessi próf á Flettismettinu eru meira til eyða tímanum heldur en að hafa gang haha allavega er þetta þvílíki tímaþjófurinn...og maður lætur glepjast harf harf...við stefnum líka á eina viku á hálendinu við hjónin...ætli það verði þá ekki eina ferðalagið í sumar...en það verður æðislegt!
Góða helgi ljúfan
Jokka (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:51
Guðrún mín: Mér líkar líka vel að hafa Feisbúkk, þar eru margir sem ég hef misst af í gegnum árin og meira að segja margir sem ég mundi ekki lengur að hefðu verið tilHálendið já... það er bara lífsnauðsyn að komast þangað minnst einu sinni á áriHjartanskveðjur til þín líka vina mín, úr sólinni á Akureyri
Kristín mín: Þetta er nú ósköp meinlaustSólarknús
Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 09:09
Anna mín: Einhvernveginn virðist mér nú ekki að þú sért mjög feimin... en hvað veit ég svo semGóða helgi
Jokka mín: Jamm mér hefur líka dottið í hug orðið "tímaþjófur" í þessu sambandiKannski við mætumst uppi á hálendinu í sumar ? Eða jafnvel förum í samfloti, ef ef þið viljið ekki bara frekar fara ein og ef það hentaði upp á þá daga sem við höfum til umráða ?Góða helgi elskuleg
Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 09:14
Mér finnst feisið ágætt þó ég nenni ekki að taka þessi próf. Fannst samt fyndið að lesa hjá einni hvenær hún mundi deyja..og það var í fyrra en hún er þrátt fyrir það sprelllifandi í dag
Hálendið er alltaf æðislegt, öll mín skemmtilegustu ferðalög hafa verið þangað. Við eigum engan jeppa núna svo það verður ekkert hálendi þetta árið. Knús í daginn þinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.3.2009 kl. 09:36
Sigrún mín: Mér finnst það líka ágættSá þetta hvenær áttu að deyja og flestir áttu nú að hrökkva upp af 2026 minnir migKnús inn í daginn þinn líka vina mín
Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 09:41
Humm.. er ekki umræðuhæf en bíð bara þess í stað góðan daginn.
Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2009 kl. 09:53
gódan daginn Jónína,vonandi er hann fallegur eins og hér hjá mér,en thvi midur verd ég ad láta mér nægja ad kikja útum gluggana..helv.flensuskitur..
feisid ágætt til sins brúks,en virdist jú sem sumir hafi of mikinn tima ad eyda i thad..en thad er jú hvers og eins bara .
Knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 10:24
Ía mín: Það er nú bara fínt að bjóða góðan daginn
María mín: Hér er sól, sem sagt yndislegt veður Æi leiðinlegt að þú skulir vera með flensu... vonandi hunskast hún í burtu sem fyrstBataknús inn í helgina til þín mín kæra
Jónína Dúadóttir, 20.3.2009 kl. 10:54
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.