Úrgangshreinsitæknar...

Ruslakarlarnir/hreinsunardeildin/öskukarlarnir/úrgangshreinsitæknarnir koma alltaf um 6 leitið á mánudagsmorgnum og það er frábært að sjá til þeirra... þeir taka pokann, sem ég held alltaf að sé of stútfullur og kippa honum upp úr tunnunni með annarri hendinni, á meðan þeir setja tóma pokann í með hinniGrinGlæsileg vinnubrögð ! Og já, ég veit það af því að ég er alltaf vöknuð á þeim tíma og tunnan er fyrir utan gluggann á tölvuverinu mínuLoL

Nú bíð ég eftir nýju kaffivélinni sem mjög viðkunnanleg og skemmtileg kona kom og seldi okkur um daginn, púðavél sem hentar mér alveg fullkomlegaWinkSko ég elda af tilfinningu, ef ég ætlaði að fara eftir uppskriftum þá færi allt út um þúfur...ToungeEn ég nota ekki sömu aðferð við kaffiuppáhellingar... enda spúsi stundum hálfskrítinn á svipinn eftir fyrsta kaffibolla dagsinsWhistlingAnnað hvort tekst mér að gera það alltof andsk... rótsterkt eða þá ógleðisvekjandi dauft, enda hellt upp á eftir frekar slæmu minni og af algeru tilfinningaleysi fyrir vatns og kaffihlutföllumUndecidedSvona kaffipúðavél hentar mér þess vegna mjög vel, ákveðið, klippt og skorið og er eiginlega alveg nauðsynleg í húshaldi þessa heimilis, svo kaffið geti verið sæmilega drykkjarhæftGrinAnnars tókst mér nú bara nokkuð vel upp með kaffið í morgun, en ég get alveg sagt ykkur að það er eingöngu fyrir einskæra tilviljunJoyfulVæri nú kannski ódýrara í kreppunni að fá þá bara uppskrift af kaffiuppáhellingu, en ég læt nú ekki grípa mig dauða við að nota svoleiðis... "fólk gæti þá haldið" að ég kynni ekki að hella upp á kaffi...Halo

Mánudagar eru fínir og þessi er sá besti hingað til, njótum hans vel og vandlegaSmileHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan daginn líka mín kæra, ég á eina Senseovél kaffið sem fæst í hana er vont, þessi heitir eitthvað annað sem ég man ekki akkúrat núna og kaffið í hana er frábært

Jónína Dúadóttir, 23.3.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

oh mig langar svo i almennilega kaffivél...sem helst getur gert cappuchino og whatnot  en thá kannski yrdi málid ad madur drykki ENN MEIRA kaffi og thad er ekki svo jákvætt kannski....

En njóttu dagsins, knús i kotid thitt

María Guðmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Millivegurinn er oft vandrataður. En kaffi er berst ekki of sterkt né of þunnt. Karlinn minn sér um kaffideildina á þessu heimili. Yfirleitt finnst mér það of sterkt, en ég drekk nú ekki mikið kaffi núorðið. Er víst komin svo langt með þann kóda. Njóttu dagsins.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég á ekki púðavél en ég á Nespresso sem er jafn góð og það góða við þessar könnur er að þú drekkur minna kaffi, veit ekki hvað veldur en það er bara þannig.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:18

5 identicon

Tjah..finnst nú tesopinn betri en það er bara ég.... sendi knús í daginn þinn ljúfan mín

Jokka (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Mín á að geta gert þetta allt saman, komdu bara í kaffi Sólarknús í kotið þitt og hafðu það gott

Ólöf mín: Já hann er oft vandrataður meðavegurinnGaman að sjá þig hér mín kæra, hafðu það sem allra best

Jónína Dúadóttir, 23.3.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Það er alveg rétt hjá þér, hef fundið það líkaNjóttu dagsins og batans mín kæra

Jokka mín: Ég veit þú drekkur ekki kaffi barnið gottEn það fylgja líka tepúðar með könnunni minni fínuSólarknús á Eyrina

Jónína Dúadóttir, 23.3.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kaffipúðarnir eru fínir, ég helli mer uppa venjulegt á morgnana og ef mig langar i kaffi seinnipartinn, þá eru það púðar. Njótið vel Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 23.3.2009 kl. 13:27

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert nú alveg að koma til í kaffiuppáhellingalistinni, alveg hægt að koma kaffinu þínu niður á sig, nei oní sig meina ég

Erna Evudóttir, 24.3.2009 kl. 08:10

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín:

Erna mín: Þakka þér fyrir... held ég 

Jónína Dúadóttir, 24.3.2009 kl. 08:16

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú mátt alveg glopra því út úr þér hvað þessi kanna heitir, og kaffið í hana  Mig hefur alveg langað í svona púðavél en finnst ég ekki geta keypt gott kaffi í hana, svo ég hef alveg sleppt því. Mig langar oft í einn kaffibolla en helli ekki uppá því þá mundi ég drekka allan brúsann. Finnst sopinn verða frekar dýr ef ég fer að kaupa einhverja maskínu á einhverhundruðþúsund  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.3.2009 kl. 10:25

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Ég gáði og hún heitir Zinzino og er ekki seld í búðum. Bloggvinkona mín sem heitir Huld er umboðsmaður fyrir þetta... þú sérð hana hérna til hliðar á listanum mínum... RingarinnEndilega skrifaðu henni, hún getur sagt þér allt um þetta og trúðu mér þetta kostar sko engin hundruð þúsund 

Jónína Dúadóttir, 24.3.2009 kl. 13:05

13 Smámynd: Einar Indriðason

Púðavél?  Hvað er púðavél?  Ég sá fyrir mér... (og skildi ekkert í því!) að púðavél væri vél sem myndi koma með nýja kodda (kallast líka púðar) svona... við og við ...

En hvað er þá gert við gömlu púðana?  Einn alveg *RINGLAÐUR*

Einar Indriðason, 25.3.2009 kl. 08:13

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Nýr púði í hvert sinn sem þú vilt leggja þig... hendir svo bara þeim gömluNei ringlaði gaur, þetta er kaffivél og kaffið pakkað inn... í púða... einn púði fyrir hvern kaffibolla

Jónína Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 10:10

15 Smámynd: Einar Indriðason

Óh.  Mikið lagt á sig, þar sem súkkulaðihúðaðar kaffibaunir gætu gert sama gagn.

Einar Indriðason, 25.3.2009 kl. 14:18

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kem í kaffi fljótlega,hvergi betra

Birna Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 14:19

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Aldrei heyrt um þær...

Jónína Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 15:37

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Mikið svakalega líst mér vel á það

Jónína Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 15:38

19 Smámynd: Einar Indriðason

Aldrei heyrt um súkkulaðihúðaðar kaffibaunir?  Oh mæ.... þá ertu að missa af miklu!

Mæli með því að þú finnir þær NÚNA!  Og smakkir, NÚNA!

:-)

Einar Indriðason, 26.3.2009 kl. 08:25

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Ok, fer í það... NÚNA

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband