Upp er runninn laugardagur...

... ákaflega skýr og fagur bara... hér skín sólin auðvitað... nema hvað...ToungeÞað var löggubíll hérna fyrir utan áðan... löggumennirnir stoppuðu alla bíla sem óku hér um götuna og spjölluðu við ökumennina... kannski leiddist þeim bara... GrinÞeir hefðu mátt vera hérna fyrir utan um hálfeittleitið í nótt... þá vaknaði ég við að einhver barði svoleiðis á útihurðina okkar að ég hélt hún mundi brotna. Rauk fram af því ég var viss um að eitthvað hefði komið fyrir... en sá bara einhvern hávaxinn mann labba frá húsinu... ekki alveg beint... og leigubíll sem beið eftir honum...GetLostEf viðkomandi er að lesa þetta þá er hann velkominn í kaffi í dag, fyrir hádegi jafnvel... verst að vita ekki hver þetta var, ég  mundi með ánægju heimsækja hann núna... klukkan átta... fyrir hádegiDevilAnnars ferlega góð inn í þennan fallega sólríka dag, vinn ekkert fyrr en klukkan þrjú í dag og eins á morgun... og þá er kvöldvinnuvikan mín búinJoyfulEnginn vinnufriður fyrir sumarfríi 2008... á ennþá viku eftir og verð að nota hana fyrir maí... að vísu hægt að fá undanþágu og fá fríið í maí... en það breytir svo sem engu svoleiðis. Barnabarn númer 13 í yndislega hópnum okkar á að fæðast í kringum 12 maí og það væri auðvitað flott að taka fríið þá, en vegna þess að ungabörn eru vön að fæðast þegar þeim dettur það i hug, en fara yfirleitt ekki eftir fyrirmælum frá dagatalinu, þá ætla ég ekki að leggja áheyrslu á þá dagsetninguLoLFæ bara aukafrí ef ég þarf á því að halda þáWink

Eigið góðan dag elskurnar mínar allarSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu!... ég á að fá barnabarn um miðjan maí líka  en tek undir með þér að þau blöffa nú oft með komuna, koma annað hvort fyrr eða síðar. 

Góðan dag annars!..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Góðan daginn og til hamingju með væntanlega fjölgun

Jónína Dúadóttir, 28.3.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gódan daginn Jónína, hafdu hann gódan og hvernig er thad, er enn snjór hjá thér? gekk á med thviliku hagli hér i gær..thetta er ekki endasleppt bara med vedurfarid.

María Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn

Ólafur Th Skúlason, 28.3.2009 kl. 08:49

5 identicon

Góðan dag til þín líka ljúfan mín

Jokka (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 10:13

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú er rík 13 barnabörn!  Njóttu helgarinnar

Ía Jóhannsdóttir, 28.3.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hann hefur vilst aumingja maðurinn. 13 barnabörn, ertu ekki að djóka. Eigðu gott kvöld Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 28.3.2009 kl. 19:12

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vá 13 barna börn og ég er að fá nr 9 í Apríl.

Manngeyið hefur farið húsavillt, heeeþ Kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Líney

Smá  innlitskvitt og knús   norður í s njóinn

Líney, 29.3.2009 kl. 11:30

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að það var ekki ég sem var vakin í nótt, Vil helst fá að sofa í friði.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.3.2009 kl. 17:37

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með barnabarn nr.13! Ekkert smá ríkidæmi hjá þér  

Hehe, það hefði verið mátulegt á kallinn ef þú hefðir getað heimsótt hann klukkan átta um morguninn  Knús á þig ljúfan

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.3.2009 kl. 22:31

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband