Mér sýnist á öllu...

... að stórhríðin sem átti að vera hérna hafi farið fram hjá... ekki bara mér samtWink Sem er bara allt í fína lagi... ég á vini bæði á Ólafsfirði og Grenivík og þar er allt á kafi í snjó... afturFrown Ferlega góð inn í þennan hingað til tíðindalitla en án alls vafa, indæla mánudag... engin kvöldvinna þessa viku, bara smá slugs í dagvinnu... það er nú ekki eins og ég nenni að vinna eitthvaðCool Dagarnir verða svo kryddaðir með eins og einni ferð á uppáhaldssnyrtistofuna mína, smá slettu af húsverkum, ættingja og vinaheimsóknum og bara þeim skemmtilegheitum sem til falla hverju sinniJoyful Ég er að vinna alla páskana í kvöldvinnunni og byrja líklega klukkan 3 á daginn... en það er allt í lagi, ég veit hvort sem er ekkert hvernig á að haga sér í heila 5 daga í fríi... að vetri tilTounge En við málum trúlega bæði baðherbergin samt... veitir ekki af, við höfum ekki gert neitt við þau síðan við fluttum inn, nema þrífa þau. Svo þyrftum við líka að mála eina umferð á eldhúsið og ef ég þekki okkur rétt þá stoppum við ekkert fyrr en það er líka búið... við erum sem sé að komast aftur í fluggírinnGrin Óska ykkur öllum góðs dags og ennþá betri vikuSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott að veðrið fór framhjá ykkur.  Eigðu góðan dag Jónína mín.

Ía Jóhannsdóttir, 30.3.2009 kl. 10:45

2 identicon

Góðan daginn krúttan mín.

Já ég missti líka af þessu veðri. Hér er aldrei veður.. :)

Málið eins mikið og þið getið... bara ekki meira.

Díana (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Líney

Góðan dag  Ninna  mín og  eigðu góða viku sömuleiðis Er semsé   ferðaveður frá   Akureyri núna?  Á  nefnilega   von á   Dísu heim frá  frá  Ak  í dag

Líney, 30.3.2009 kl. 13:26

4 identicon

Já skilst að það sé kolvitlaust veður allt í kringum okkur en þvílíka blíðan hér líst vel á þessa brasþörf í ykkur, þarf endilega sjálf að gera eitthvað í húsinu okkar...eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Æi já það er bara hið besta málEigðu líka góðan dag mín kæra

Díana mín: Hæ snúllaJamm fínasta veður... þannig

Líney mín: Mér skilst það sé leiðinda veður og færð allt í kringum Ak. mundi kannski ekki búast ákveðið við henni... ekki í dag held égEigðu góðan dag elskuleg

Jokka mín: Já líst þér ekki bara vel á þetta hjá okkur ?Góðan dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 30.3.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að veðrið fari nú að skána upp úr þessu. Alveg kominn tími á smá vor  Njóttu dekursins  Þú ferð létt með að mála nokkur baðherbergi... frábær þessi framtaksgleði hjá ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.3.2009 kl. 11:08

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já ég vona það líkaFór í gær á uppáhaldssnyrtistofuna mína og kann svo að meta dekrið, þær eru yndislegar þarHeyrðu já þetta með framkvæmdagleðina... hún er bráðskemmtileg nefnilega

Jónína Dúadóttir, 31.3.2009 kl. 11:38

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að losna við stórhríðina Jónina min. Eg efast ekki um að þið málið alt sem á eftir að mála. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 1.4.2009 kl. 05:41

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

heppin thid ad losna vid stórhrídina, á thetta ekkert ad fara ad taka á sig vormynd heima eda hvad??

Hafdu gódan dag , knús hédan

María Guðmundsdóttir, 1.4.2009 kl. 07:16

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Æi já ég sakna hennar sko alls ekki neitt Knús í þitt hús

María mín: Guð gefðu mér þolinmæði... strax !Það er langt frá því að hér sé eitthvað vorlegt sko... snjóar að vísu ekki akkúrat núna klukkan 9.43

Góðan dag og knús

Jónína Dúadóttir, 1.4.2009 kl. 09:44

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hafðu það sem best í "fríinu"

Birna Dúadóttir, 1.4.2009 kl. 20:22

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Takk og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 1.4.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband