... að plata fólk...Klassa setning notuð í þeim eina tilgangi að reyna að breiða yfir þá staðreynd að ég mundi aldrei eftir því í gær að það var fyrsti apríl...Enda er megnið af fólki sem ég umgengst svona almennt búið að missa húmorinn... það er víst aldurinn sem sér yfirleitt til þess og sökum vinnunnar minnar umgengst ég töluvert af gömlu fólki. Svona í alvöru talað þá plata ég aldrei fólk, ekki viljandi allavega...Eini almennilegi hrekkurinn sem hefur lukkast hjá mér og það svoleiðis gjörsamlega dauðóvart, átti sér stað um jól 4 mánuðumeftir að við spúsi tókum saman. Ég kallaði dóttur mína í Svíþjóð alltaf "barnið mitt" og það vissu nú allirÞessi jól stóð til að hún kæmi og yrði hjá okkur og ég sagði auðvitað spúsa það... en tók í hugsunarleysi þannig til orða að við ættum líklega von á "barninu" um jólin... Hann fraus... og það svo kyrfilega að ég hélt hreinlega að hann væri dauðurHonum fannst þetta ekkert fyndið, en viðurkenndi nú samt nokkru seinna að þetta væri ferlega fyndið... ef þetta hefði verið einhver annar en hannÉg var næstum því dauð sjálf... úr hlátri... þegar ég fattaði hvernig hann hafði misskilið þettaÞað telst til frétta að það snjóar ekki hér akkúrat í augnablikinu... það er alveg með ólíkindum að öllum veðrum hér virðist þurfa að fylgja snjókomaAnnars ferlega góð inn í daginn, ekkert að gerast nema vinna, éta, sofa... bara ljúft og páskafrí bara rétt handan við hornið. Í byrjun maí er svo vikusumarfrí ´08 og sumarfrí ´09 hefst held ég 18. júní... Ekki vinnufriður fyrir fríum skal ég segja ykkurVona að dagurinn verði ykkur góður og að þið gangið góð og glöð... nei ekki góðglöð asnarnir ykkar... inn í daginn
Setti inn nýjar myndir...
Flokkur: Bloggar | 2.4.2009 | 08:13 (breytt kl. 08:52) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús inní góðan dagVar að koma úr nuddi og ætla að skála í kaffi og taka úr þvottavélinni og setja í aðra,já núna er páskahreingerning sko
Líney, 2.4.2009 kl. 09:58
Hahaha, þú ert ótrúleg. Ég sé alveg fyrir mér þegar þú sagðir spúsanum fréttirnar af "barninu" Hihihi, hahahahaha. Og besta við þetta að þú skildir segja þetta alveg óvart!
Gott að það snjóar ekki í augnablikinu. Það er vonandi að klárast kvótinn þetta árið.. Knús í daginn þinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.4.2009 kl. 10:48
Þú ert bara yndisleg, hann hefur haldið náttlega að þið ættuð von á ykkur
Kristín Gunnarsdóttir, 2.4.2009 kl. 12:19
Líney mín: Eigðu góðan dag vina mín og gakktu ekki fram af þér
Sigrún mín: Æi já þetta var ofsalega gaman.... mér tekst stundum vel upp, en bara alveg dauðóvartÞað er ekki frost og það snjóar ekki, frábært Knús inn í þinn dag líka
Kristín mín: Já og honum fannst það nú ekki neitt sérstakt gleðiefni, mér hefði ekkert fundist það heldur... löngu hætt í þeirri deildinni
Jónína Dúadóttir, 2.4.2009 kl. 12:54
Gott að hafa húmorinn í lagi. Annars fór 1. apríl líka fram hjá mér alla vega lét ég ekki neinn hlaupa og fékk sjálf að vera í friði. Eru þetta e.t.v. ellimörk, gæti hugsast.
Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2009 kl. 13:46
Ía mín: Engin ellimörk neitt... einfaldlega forgangsröðun
Jónína Dúadóttir, 2.4.2009 kl. 15:24
ég er alveg ordin rydgud i ad láta fólk hlaupa fyrsta april..var nú asskoti dugleg i thvi fordum held barasta ad ég hafi ekki einu sinni logid i gær..uss,thetta er ekki ad gera sig..madur er ekki svo gamall sko...
Hafdu thad sem best, kvedja hédan
María Guðmundsdóttir, 2.4.2009 kl. 16:29
Ég lét fara eins lítið fyrir mér og hægt var, passaði mig á að trúa engri frétt sem ég las og þá gekk dagurinn nokkuð snuðrulaust fyrir sig. Það reyndi ekki einu sinni neinn að gabba mig.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 2.4.2009 kl. 23:33
Haha góður þessi, og passar þér vel. Kveðja frá Skerinu
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.4.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.