Furðulegt starf...

... húsmóðurstarfið...Tounge Eina starfið sem ég veit um þar sem enginn tekur eftir því þegar það er unnið, en aftur á móti mjög áberandi ef það er ekki unnið... ég er sjálf búin að taka eftir þessu á eldhúsbekkjunum mínum undanfarna dagaLoL Eins er með vinnuna mína... sem er nú eiginlega að  hluta til húsmóðurstarf... á launumWink Núna fyrsta apríl var ég búin að vinna þessa vinnu í 11 ár, upp á dag... ekki mikið fyrir að skipta um vinnu enda ekki séð ástæðu til... fín laun, fjölbreytt vinna, stuttur vinnutími, langt sumarfrí... er hægt að hafa það mikið betra ?Grin Þetta þótti nú ekkert sérlega virðingarverð vinna á árum áður, konurnar sem unnu við þetta gerður allt og meira til... gerðu stór hreingerningar... loft og veggi og allt... jafnvel böðuðu fólkið og þær voru "bara skúringakonur" á skítakaupiWoundering Það er allt annað í dag... nú heitir þetta því virðlega nafni Félagsleg heimaþjónusta og ber nafn með rentuJoyful Við gerum engar stór hreingerningar í húsum... hreingerningafyrirtæki sjá um það, böðum ekki fólkið... heimahjúkrunin sér um það og áheyrslan miklu meira lögð á félagslegan stuðning, spjall og samveru. Auðvitað þrífum við líka, en ef viðkomandi vill og þarf að spjalla þá spjöllum við, en rjúkum ekki bara upp frá borðinu eftir smá stund og segjumst ekki hafa tíma til að spjalla, þurfum frekar að verka skítinn hjá þvíGetLost Þá er oft gott að geta verið svolítið dipló...Cool Gleymi aldrei einni konu sem ég fór til fyrir nokkrum árum... yndæl manneskja í stórri fallegri íbúð... hún lá inni í rúmi, gat alveg verið á fótum kaus bara að liggja þarna meðan ég var að vinna... Hún þagnaði ekki þessa tvo tíma sem ég var hjá henni... og ég er ekki að ýkja núna ! Það endaði með því að til þess að geta gert það sem hún bað mig um innan tveggja tímanna sem ég hafði, varð ég bara að geta mér til hvernig ég átti að svara henni... ég kannski lengst inni í stofu... Það tókst með þvílíkum ágætum að raða á rétta staði já-unum, nei-unum, ókei-unum og akkúrat-unum að hún var himinsæl og sagðist aldrei hafa haft manneskju sem gat spjallað við hana allan tímann og gert samt allt sem ég gerðiWhistling Ég hafði aftur á móti aldrei kynnst manneskju sem gat talað þindarlaust í tvo tíma... sagði það auðvitað ekki... það var eingöngu hún sem spjallaði og ég hef afskaplega litla hugmynd um, um hvað... en við vorum báðar sáttarLoL Eigið góðan dag og ennþá betri helgi... leikhús hjá okkur sambýlingum annað  kvöld, Fúlar á móti... hlakka mikið tilSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Þú ert frábær Jónína mín, eigðu góðan dag og góða skemmtun í kvöld

Helga skjol, 3.4.2009 kl. 09:19

2 Smámynd:

Þú ert með hjartað á réttum stað og það er það sem allt snýst um þegar upp er staðið  Góða skemmtun í leikhúsinu

, 3.4.2009 kl. 10:19

3 identicon

Góða skemmtun í "líkhúsinu" eins og ein vinkona mín las utan á húsið einhverntíma.... :)

Díana (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:42

4 identicon

Góða skemmtun á leikritinu..hef heyrt það sé mjög skemmtilegt 

Jokka (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Sömuleiðis takkÉg skemmti mér örugglega

Dagný mín: Well... stundum virðist það virka rétt, allavega þegar ég segi sjálf fráTakk fyrir

Díana mín: Sko... ég er nebblilega einmitt þannig að ég gæti alveg skemmt mér í líkhúsi...En læt nægja að skemmta mér í leikhúsinu núna

Jokka mín: Takk elskulegErt þú ekki búin að fara ?

Jónína Dúadóttir, 3.4.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Líney

Líney, 3.4.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Have fun, hef lika heyrt að þetta sé alveg rosa skemmtilegt leikrit

Erna Evudóttir, 3.4.2009 kl. 13:24

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Altaf hlær maður eins og...... já hvað, þegar að maður les þig.Góða helgi Jonina min. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 3.4.2009 kl. 13:45

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hjartað á réttum stað hjá þér J'onina.  Blessað gamla fólkið.

Ía Jóhannsdóttir, 3.4.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kunni rosalega vel vid thessa sømu vinnu, var i thessu hér sidasta sumar, en hér er thessu eiginlega slegid saman,heimahjúkrun og félagsthjónusta. Reyndar adeins of mikil thrif fyrir minn smekk,hefdi akkúrat viljad hafa stundum meiri tima i annad.

Hafdu góda helgi, vonandi er snjóinn farinn ad taka upp

María Guðmundsdóttir, 3.4.2009 kl. 16:06

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín:

Erna mín: Jú takk ég held það sé nokkuð öruggt

Jónína Dúadóttir, 4.4.2009 kl. 08:09

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Góða helgi líka

Ía mín: Þakka þér fyrir það

Jónína Dúadóttir, 4.4.2009 kl. 08:11

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Við tökum stundum verkefni til að létta á heimahjúkrun, frekast þá í kvöldþjónustunni... gefa lyf og augndropa og þessháttar. Góða helgi líka skvísa mín, snjórinn er á undahaldi hérna og núna er glaðasól og heiður himinn !

Jónína Dúadóttir, 4.4.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband