... yngsta barnabarnið okkar hún Linda Björg þriggja ára, er farin að hringja alveg sjálf í ömmu sína... sem er égÁ takkanum á símanum þeirra þar sem mitt númer er, er lítil mynd af epli og ef hún vill spjalla við ömmu þá bara ýtir hún á eplið. Hún hringdi í fyrradag og byrjaði á að spyrja hvort ég væri nokkuð í vinnunni... ? Mér gafst nú ekkert tóm til að svara vegna þess að hún kom sér beint að aðalerindinu sem var það að henni var svo illt í fætinum... maður hefur auðvitað erindiVið ræddum þetta aðeins, hún var alveg föst á þeirri skoðun sinni að steinninn hefði bara alls ekkert átt að vera akkúrat þarna sem hún datt og komumst svo að þeirri niðurstöðu að best væri að amma mundi kyssa á bágtið næst þegar við hittumst, ég þakkaði henni fyrir að hringja og þá kom: "Já ég fékk hugmynd... að hringja í þig... takk fyrir símatalið, bið að heilsa afa..." Hún hringdi svo í gær, rétt fyrir kvöldmat: "Amma þetta er ééég, ég var að borða pönnukökur í kvöldmatinn og ég er alveg að springa og hún oma(sem er í heimsókn frá Sviss) er ennþá að borða" Eftir þó nokkrar samræður svona um lífið og tilveruna, kvaddi hún með: "Takk fyrir daginn, bið að heilsa afa" afi þarf alltaf að fá að vera með...Ég heyrði að pabbi hennar sagði eitthvað þarna á bak við þegar hún var að leggja á og hún svaraði: "Pabbi, þetta var hún mamma þín"
Yndislegur dagur með glampandi sól og heiðskýran himinn, vona að hann verði ykkur góður
Flokkur: Bloggar | 4.4.2009 | 09:19 (breytt kl. 19:08) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2009 kl. 13:20
yndisleg thessi børn, og thessi 3.ára aldur er bara skemmtilegur
María Guðmundsdóttir, 4.4.2009 kl. 14:08
Knús norður ljúfan.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 15:02
Ía mín:
María mín: Alveg frábær
Ragna mín: Knús til þín mín kæra, fegin þú skulir vera hér
Jónína Dúadóttir, 4.4.2009 kl. 19:06
Bara gaman að fá svona símtöl Eldri dóttir mín var að koma sér upp símanúmerabók...svo nú fer hún örugglega að hringja í tíma og ótíma í ömmu og afa. Komin með öll símanúmer, vinnu, gemsa og allt
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.4.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.