Hugmyndaflugið ;)

Sá þessi líka flottu starfsheiti á miðli...WinkÞjóðvegaumhverfisfræðingur... það ku vera nýtt orð yfir götusópara... svo fólk sæki frekar um að vinna við götusópun. Menntastofnunarmenningarráðgjafi er þá eðlilega skólaliði.... Framlínuviðskiptastuðningsfulltrúi er eins og þið hljótið nú strax að fatta, starfsmaður á skiptiborði, áður símadama. Annars er eftirlætisorðið mitt í þessari upptalningu  eldsneytisfærslufræðingur... hver fattar ekki að þar er á ferð bensínafgreiðslumaður... ? Mér mundi aldrei detta í hug að sækja um einhverja vinnu sem heitir eitthvað sem ég skil ekkiToungeVar að velta fyrir mér mínu starfsheiti, starfsmaður heimaþjónustu... ferlega litlaust miðað við upptalninguna hér á undan. Heimilisþrifnaðarráðgjafi... hljómar vel en kannski ekki nógu langt og á kvöldin gæti ég þá verið í staðinn fyrir starfsmaður kvöldþjónustu, eins og þið sjáið afskaplega flatt og algerlega laust við allt hugmyndaflug, t.d. viðveruskemmtunarstuðningsfulltrúiLoLNei mig skortir hugmyndaflug í þetta... og ég sem er alltaf svo fersk á morgnana, sérstaklega á morgni eins og þessum... sólin er komin upp og það er frekar lítill snjór eftir, nema í safnhaugunum hér og þar á bílaplönum. Bílaplanið okkar er að vaðast upp í drullufen og það er að pínu æðislegt... þýðir að það er að koma vor og við verðum að að fara að láta moka drullunni í burtu og setja möl í staðinnGrinFerlega góð inn í daginn skal ég segja ykkur, alveg í hálfu páskafríi næstu fjóra daga og svo eru bara 4 daga vinnuvikur þangað til ég klára sumarfrí ´08 í byrjun maíJoyfulMegi dagurinn verða ykkur góður og allir páskadagarnir bara líkaSmileHeart  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AFMUG er ég.Aðferðafræðingur í meðferð og umhirðu gangflatna.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan daginn mín kæra AFMUG

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:30

3 Smámynd: Einar Indriðason

Vaðlaheiðivegavinnuverkamannaskúrslyklakippumerkimiðaspjaldshringfestinginn

......

mín.

Einar Indriðason, 9.4.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hmm ég er yfirleitt kölluð möppudýgrisdýr af mínum nánustu... Ætli ég sé svo ekki líka uppeldistæknir í leiðinni  Eigðu ljúfa daga yfir páskana

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.4.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Ég vissi að þú tækir undir þetta

Sigrún mín: Þetta eru ekki nógu löng og óútskýranleg starfsheitiTakk og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ok.er ég thá uppeldistæknifrædingur? asskoti skemmtileg starfsheiti og hljóma soldid flottari en thessi gømlu gódu  hehe..

en já,hafdu thad gott i páskafríi og um páskana bara, kvedja hédan

María Guðmundsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:49

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Já til dæmisHafðu það sem best líka í páskafríinu

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Innslitskvitt, mööörg innlitskvitt... og svo vildi ég vara óska þér og þínum gleðilega páska... "skúringakellingin" mín

Kveðja í  Heiðardalinn!

Þorsteinn Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn: Oj bara hvað þetta er óvirðulegt hjá þérSömuleiðis gleðilega páska hjá ykkur og maaaargar þakkir fyrir mööööörg innlit

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

 - Já maður er svo andstyggilegur á köflum. Annars eru sum þessara "nýheita" svo skrautleg að það er ekki nokkru leið að átta sig á starfi viðkomandi. Þetta kom sér auðvitað vel hjá t.d fjármálafyrirtækjum, þar sem hvort eð er enginn vissi hvað nokkur maður gerði... eða gerði ekki eftir atvikum

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 16:16

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn: Jamm... nákvæmlega

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 16:34

12 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þú ert gleðigjafatæknir. EKKI spurning.  Gleðilega páska, Dúna sem hóstar og hóstar um leið og höfuðið snertir koddann og er þess vegna vakandi um miðja nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 10.4.2009 kl. 03:35

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dúna mín: Þakka þér fyrir mér líkar þetta starfsheiti mjög velFarðu til læknis mín kæra, það er alveg nauðsynlegt að geta sofið á nóttunni

Jónína Dúadóttir, 10.4.2009 kl. 07:18

14 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilega páska ljúfasta gleðigjafa kona.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:57

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þakka þér og sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 10.4.2009 kl. 19:06

16 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gleðilega páska dúllan mín

Heiður Helgadóttir, 10.4.2009 kl. 20:43

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega páskahátíð!

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 08:35

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Sömuleiðis mín kæra

Ía mín: Gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 11.4.2009 kl. 09:18

19 Smámynd:

, 11.4.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband