Páskarnir eru fyrir mér bara frí, svo til þess að vera sjálfri mér samkvæm ætti ég að óska öllum gleðilegs páskafrís... en ég sleppi því, ég gæti móðgað einhvern og það er óþarfiHéðan er það helst að frétta að það er alls ekkert að frétta... svona frekar aðgerðarlaus tilvera en ósköp notaleg samtÞað stóð til að mála baðherbergin og laga til í kjallaranum... lesist: "ég ætlaði að láta gera það"Var sjálfsagt að hafa áhyggjur af því að hinum helmingnum af okkur sambýlingunum mundi leiðast allt þetta frí á meðan ég væri í vinnunni... en það eru ástæðulausar áhyggjur og hverri manneskju hollt að hafa bara frí í fríum...Ég er að prjóna lopapeysu... hélt nú eiginlega að ég væri hætt því samt...Í hvert skipti sem ég klára lopapeysu lofa ég sjálfri mér að það sé sko síðasta peysan... búin að lofa því í einhver hundruð skipti í gegn um árin... iss og bara hnuss líka ekki orð að marka skal ég segja ykkur, meira að segja svo alls ekkert að marka, að ég er strax búin að ákveða næstu peysu og bara hálfnuð með bolinn á þessariFór í gær í nýja Bónus til að versla páskaegg... á síðasta snúningi auðvitað og einu eggin sem voru eftir voru svo risastór að ég steinhætti við og fór í aðra verslun og fékk eitt miklu minna og sá þegar ég var komin með það heim, að innan í því voru miðar fyrir heila fjölskyldu á einhverja barnateiknimynd í bíó... það var nú aldeilis alveg stórfínt skoMuna: alltaf að hafa gleraugun með í búðir og ekki bara hafa þau með... setja þau á andlitið líkaEn það er alltaf gott að eiga mörg barnabörn, núna get ég verið svona ofboðslega góð amma og boðið heilum hópi í bíó... með afa sínumLátið ykkur líða vel elskurnar mínar, það ætla ég að gera
Flokkur: Bloggar | 12.4.2009 | 07:02 (breytt kl. 07:03) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góðan daginn gleðilega páska er snjórinn farin
Ólafur Th Skúlason, 12.4.2009 kl. 07:34
Ólafur minn: Góðan daginn, það er ekki mikill snjór eftir en alltaf smá ofankoma á hverjum degi... það á ekkert að sleppa okkur alveg strax sko
Jónína Dúadóttir, 12.4.2009 kl. 07:39
já þarf að skreppa norður fljótlega
Ólafur Th Skúlason, 12.4.2009 kl. 07:43
Gódan daginn og gledilega páska mikid verda ømmubørnin ánægd med thig núna en haltu áfram ad hafa thad gott, knús hédan
María Guðmundsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:47
Ólafur minn: Alltaf gaman að skreppa norður...
María mín: Jahá... fæ mörg prik hjá þeimHaf þú það sem allra best mín kæra, knús héðan úr enguvoriennsemkomiðer
Jónína Dúadóttir, 12.4.2009 kl. 08:13
Gleðilega páska og hafðu það gott.
Anna Guðný , 12.4.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.