Í dag hefst páskafríið mitt og í dag lýkur páskafríinu mínu...
Annars er þetta nú ekkert búið að vera erfitt, svona fyrir utan þau leiðindi að keyra hvað eftir annað, bæinn þveran og endilangan til að heimsækja fólk sem hefur gleymst að tilkynna að er að heiman...
Fúlt eiginlega, blöndur af misskilningi og tillitsleysi hjá aðstandendum, en fólk er allavegana og það er þess vegna sem það er svo áhugavert...
Farin að pæla í hvort ég sé að missa alla bloggvinina mína yfir á Fésbókina... ég er þar líka, búin að vera í tvö ár eða svo en nenni ekkert að hanga þar... kíki inn nokkuð reglulega þegar ég hef tíma en fatta ekki hvernig maður getur ánetjast... og þá hverju ?
Gengur svakalega vel með lopapeysuna sem ég er að prjóna, búin með bolinn og aðra ermina samt að prjóna úr léttlopa... enda ekki gert mikið annað undafarna daga... jú og vinna smá... og smá húsverk... og taka á móti mörgum yndislegum gestum
Eldamennskan hefur algerlega hvílt á herðum hins helmingsins af okkur... enda á hann eldhúsið gjörsamlega skuldlaust þegar ég er að vinna á kvöldin. Í kvöld elda ég, læri og við erum búin að bjóða strákunum mínum, tengdadóttur og barnabarni í mat... vildi að stelpan mín gæti komið líka en það gerist seinna, á þessu ári vona ég
Eigið nú góðan dag, öll sem eitt
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æ tek bara undir med thér med fésid, er thar lika..og fann thig thar en eitthvad er bloggid ordid thurrt og er á undanhaldi held ég vegna fésins..en skil heldur engan veginn hvernig er hægt ad verda húkkt á fésinu svo varla sé hægt ad sinna neinu ødru
Njóttu lambalærisins og félagsskaparins,hljómar vel hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 13.4.2009 kl. 07:26
María mín: Æi já sem betur fer skilur maður aldrei alltGaman að "skjá" þig samt á FésinuTakk fyrir ljúfan mín og hafðu það sem allra best
Jónína Dúadóttir, 13.4.2009 kl. 07:39
Held að það sé heilt yfir minna skítkast á fésinu og bloggið hefur hjá mörgum fengið á sig pólítískan stimpil...eða eins og einn sagði...Bloggið er eðlisneikvætt en Fésið er eðlisjákvætt.
Veit það ekki... mér finnst ansi gott að láta fésið minna mig á afmælisdaga og eins er minna mál að fylgjast með fleirum í einu án þess að þurfa að fara allan blogghringinn:-) En auðvitað kíkir maður alltaf á "sitt fólk" á blogginu.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 08:07
Steini minn: Skil ekki til hvers í heita helvítinu fólk þarf að vera með skítkast ! Ég hélt þessir miðlar ættu að vera fólki til afþreyingar og skemmtunar... en sumir skemmta sér þá bara öðruvísi en aðrir Mér finnst líka gott að láta Fésið minna mig afmælin og nota mér það og ég hef alls ekkert slæmt um það að segja, skil bara ekki þegar sumt fólk er að tala um ánetjun....Annars ferlega góð og sendi knús í þitt hús
Jónína Dúadóttir, 13.4.2009 kl. 08:42
Njóttu súkkulaðipáskarestar með þínum nánustu.
Ía Jóhannsdóttir, 13.4.2009 kl. 09:05
Hef ekki ánetjast fésinu þótt ég kíki á það.Kann ekkert á það. Gleðilegt páskafrí!
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 13.4.2009 kl. 09:06
Mín bloggleti held ég að skrifist mest á hækkandi sól. Sjónvarpið fær á þessum tíma sömu útreið Eigðu góða stund með fólkinu þínu
, 13.4.2009 kl. 16:36
Ég er nú að hugsa um að halda mig meira við bloggið en hitt.
Birna Dúadóttir, 13.4.2009 kl. 21:39
Ía mín: Þakka þér fyrir
Dúna mín: Sama hér og takk, ég naut "alls" páskfrísins míns mjög vel
Dagný mín: Segi það með þér, er miklu minna fyrir framan skjáina þegar fer að vora
Birna mín: Það ætla ég líka að gera, svona þegar ég má vera að...
Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.