Ekki vinnufriður...

... fyrir frídögum þessa og næstu 3 vikur hjá mérWink Í næstu viku er sumardagurinn fyrsti, ekki það að ég merki það á neinu nema dagatalinu... það er hvít jörð og snjóar enn og aftur... þar á eftir kemur svo 1. maí og vikuna þar á eftir klára ég vonandi loksins sumarfrí ´08Grin Ég er svo með það á hreinu að það sé mánudagur í dag, að ef ég hugsa ekki um hvað ég er að gera fer ég á kolranga staði í vinnunniTounge Note: Verulega vænlegt til árangurs að hugsa áður en maður framkvæmirGetLost Það er nú samt rangur misskilningur að mér finnist vont að vera í fríum... það er öllu verra fyrir suma skjólstæðingana mína og kostar í oft mikið japl, jaml og fuður þegar frídagar lenda oft í röð á sömu vikudögumWhistling Heimili sem er með þjónustu annan hvern fimmtudag fær til dæmis enga þjónustu í þessum mánuði að öllu óbreyttu, bæði frí á skírdag og sumardaginn fyrsta... hálfur mánuður á milli og reikniði svoCool Annars alveg hreint dæmalaust góð inn í þennan fína mán... þriðjudagLoL Það er alltaf mjög gott að vera nægjusöm og geta glaðst yfir litlu... ég er til dæmis í skýjunum yfir því að það verður kannski 5 stiga hiti á fimmtudaginn... ég fer eins og sést, yfirleitt ekki fram á mikiðJoyful   Vona svo að þessi stutta vinnuvika verði ánægjuleg fyrir okkur öll og enda þetta bull með óskum um góðan dagSmile Heart    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfan.Með sól í hjarta er alltaf sumar allt árið.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Satt segirðu mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já sumardagurinn fyrsti er bara á næstu grösum, grösin eru nú undir snjó hjá mér en verða kannski komin í ljós þá!

Erna Evudóttir, 14.4.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já ekkert allt of áberandi vorlegt, hvað þá sumarlegt

Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 08:46

5 Smámynd:

Ja ekki öfunda ég ykkur af snjónum þarna fyrir norðan  en þið fáið nú líka oftast sólríkari og hlýrri sumur en við sunnangarmarnir svo það jafnast út  Alltaf jafn gaman að heimsækja bloggið þitt og eigðu góðan dag

, 14.4.2009 kl. 09:54

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Takk fyrir samúðinaJú við vonumst til að fá gott sumar og þið flatlendingarnir megið alveg fá svoleiðis líkaÞakka þér fyrir mín kæra, mér finnst líka gaman þegar þú kemur hingað

Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 10:01

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úff fimm stiga hiti en sólin vermir okkur sem betur fer.

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:58

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ætla alfarid ad láta vera ad tala um vedrid hjá mér...hef bara ekki hjarta i thad  en mikid vona ég ad thid farid ad fá vorid heima, og bara fint sumar svo i framhaldinu en ekki of fint,thvi thá fæ ég ekkert nema rigningu..alltaf øfugt hér og thar...

En gódan dag til thin, og hafdu góda viku

María Guðmundsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er ótrúlegt hvað fimmtudagar eru oft frídagar. Skil svo sem mæta vel jamlið í skjólstæðingunum sem missa þjónustuna á frídögum.

Vonandi hlýnar sem fyrst hjá þér

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.4.2009 kl. 17:44

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Já allt yfir frostmarki telst eiginlega hlýtt hjá mér

María mín: Þakka þér fyrir elskan, þú ert mjög hugulsömEigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 17:48

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já stórmerkilegt, mætti bara færa þá svo fólk fái lengri helgi   Jamm og þetta með hlýindin..... talaðu við mig í júlí.... nei bara grín, þetta hlýtur að fara að koma

Jónína Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 19:26

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gaman að segja frá því,að það er enginn snjór hérna megin á landinu og hefur ekki verið í allan vetur Kannski bara vorið á leiðinni Ha

Birna Dúadóttir, 14.4.2009 kl. 22:33

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Svakalega er það þá lengi á leiðinni....Það er ekkert mikill snjór hér, það er allt blautt úti núna... kannski það hafi bara verið rigning í nótt... það er nýtt

Jónína Dúadóttir, 15.4.2009 kl. 06:02

14 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Smá kveðja

Heiður Helgadóttir, 15.4.2009 kl. 21:28

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2009 kl. 21:52

16 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Mér sýndist eiga að vera 7 stiga hiti og 10 á sunnudag. Þú bráðnar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.4.2009 kl. 00:47

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Takk fyrir kveðjuna

Jóhanna mín:

Dúna mín: En æðislegt ! Bara strax farin að svitna

Jónína Dúadóttir, 16.4.2009 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband