Sólin löngu komin upp...

... og ekki nóg með það, hún skín hérna á norðurhjaranumGrin Það var eitthvað grátt á framrúðunni á bílnum mínum í morgunsárið... ég gæti reynt að telja sjálfri mér trú um að það hafi verið ryk, en fyrst sólin verkaði það í burtu hlýtur það að hafa verið hélaWink Nú erum við búin að búa eitt ár í þessu yndislega húsi sem er sextugt á árinu... byggt 1949 svo það kemur af sjálfu sér. Heldur sér mjög   vel miðað við aldur, að vísu hefur þurft að flikka aðeins upp á það, svona eins og gengur og gerist og ekki alveg búið enn. En aðaláherslan hjá okkur í sumar verður samt lóðin í kringum það... búa til almennilegt bílastæði... setti inn mynd af því alveg spes fyrir Birnu systir, við erum að metast um hvor okkar á ógeðslegra bílastæði...Tounge Plöntum runnum meðfram lóðinni út við gangstéttina til að loka svolítið út á götuna og smíðum stóran pall hér fyrir framan. Einhver sagði að pallurinn væri svo stór að það þyrfti byggingarleyfi fyrir honum... veit ekki hvort það er rétt, en ég ætla nú að athuga það svona rétt til öryggisJoyful Ferlega góð inn í þennan fína föstudag og bíð eftir helginni til að þrífa hérna... veit það er svolítið sikk, en oft var þörf en nú er nauðsyn. Hef lítið gert hérna undafarna daga nema að prjóna lopapeysu, sem ég ætla að setja inn mynd af þegar hún er búin og þegar væntanlegur eigandi er búinn að fá hana í hendurnar... hún er nefnilega leyndarmálWhistling Það er svo gaman að fara á bak við fólk... með eitthvað svona ánægjulegt það er að segjaLoL Eigið góðan dag og ennþá betri helgi, það ætla ég að geraSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi sömuleiðis ljúfan...ég renni við í tebolla þegar ég er búin að fá nýju sætu vezpuna mína í hendurnar víííí...sem gerist vonandi í dag!!

Jokka (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 08:26

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2009 kl. 08:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Til hamingju með nýja farartækið, æðislegtHlakka til að sjá þig elskuleg

Ía mín:

Jónína Dúadóttir, 17.4.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Hafdu góda helgi Jónína, vonandi færdu bara vorvedur um helgina

María Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér líst ljómandi vel á þessar framtíðar áætlanir hjá þér. Ég sjálf geri lítið, og hef ekki snert á prjónum síðan að ég var heima ég verð bara að viðurkenna að handavinna er ekkert fyrir mig og svo get ég ekki verið að prjóna lopapeysu þegar að ég sit í sólbaðieða. Eigðu góða helgi mín kæra

Heiður Helgadóttir, 17.4.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Takk fyrir það og sömuleiðis ljúfan mín

Heidi mín: Auðvitað prjónarðu ekkert lopapeysu í sólbaði, það mundi ég ekki gera heldurGóða helgi

Jónína Dúadóttir, 17.4.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband