Linda Björg þriggja ára sonardóttir mín er öll í ættfræðinni núna... pabbi hennar er alltaf "strákurinn minn" þegar hún talar um hann við mig
Við stöllur dettum stundum í djúpar umræður um rúmlega 30 ára gömul bleyjuskipti af mikilli innlifun... henni finnst afskaplega athyglisvert að einu sinni var pabbi sem núna er svooooo stór 1 og 80+ bara pínulitli strákurinn hennar ömmu, með bleyju og svo grét hann líka... alveg stórmerkilegt
"Ég er að fara í búðina með strákurinn þinn amma" Nú, hvað eruð þið að fara að kaupa ? "Hm... veidekki, kannski bara eitthvað handa mér eða bara leika okkur í búðinni"
Jamm og jæja... ég ætti kannski að ræða við "strákurinn minn" um barnauppeldi...
Ó nei aldrei í lífinu, mér finnst þeim takast vel með uppeldið á þessari yndislegu litlu skvísu
Og svo er ég líka alfarið á móti beturvitrungum, leiðinleg manngerð þar á ferð
Þó ég sé búin að skila af mér þremur börnum, þá er ég sko barasta alls enginn sérfræðingur í barnauppeldi, maður gerir bara eins vel og maður kann og getur í það og það skiptið... en ég svara að sjálfsögðu ef ég er spurð og hef svo sem betur fer, vit á að þegja inn á milli
Hér skín sólin eins og henni sé borgað fyrir það... almáttugur hvað ég er búin að sakna hennar !!! Nú er ég komin í vorstuð og vil helst fara að viðra tjaldvagninn, klippa runnana... ef ég ætti þá, drösla sláttuvélinni upp úr kjallaranum og planta blómum, ekki í beð samt bara dalla... ég er með andlegt ofnæmi fyrir blómabeðum
En ég doka nú líklega eitthvað aðeins með allt þetta...
Góða helgi elskurnar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Börn eru dásamleg.Kveðja til ykkar.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:59
Já það er nú stefnan á þessu heimili að klippa runnana um helgina eða sko spúsi gerir það...ég horfi á ...og er svona andlegur stuðningur hehe...gaman að sjá þig í gær þó stutt væri, en við spúsi förum nú væntanlega að rúntast e-hvað um helgina...aldrei að vita nema marr stoppi við hjá ykkur
Jokka (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:52
hehehe..thú ert alveg ágæt sko;) med andlega ofnæmid fyrir blómabedum:) annars er ég liklega med sama ofnæmi thá,hef oft velt fyrir mér hvad thetta var,en nú..thøkk sé thér er komid nafn á thetta:) reyndar er ég med thetta fyrrnefnda ofnæmi fyrir trjárunnum ,blómabedin eru skømminni skárri....
En hafdu gódan dag kæra min,knús hédan.
María Guðmundsdóttir, 18.4.2009 kl. 14:48
Ragna mín: Já þau eru þaðVorkveðja til þín og góða helgi
Jokka mín: Sömuleiðis elskuleg, kíkiði endilega við ef þið farið á rúntinn Góða skemmtun að aðstoða klipparann
María mín: Þakka þér fyrir mín kæra... það er ekkert grín sko að vera með svona ofnæmi skal ég segja þér...Knús inn í góða helgi
Jónína Dúadóttir, 18.4.2009 kl. 19:10
Æðislegt að sólin sé farin að verma ykkur Ég er sko alls ekki með neitt andlegt ofnæmi fyrir blómabeðum. Treð blómum hér upp um allar trissur, bæði í potta og beð. Breytist í hálfgerðan "grasmaðk" á sumrin og elska að skríða um allan garðinn minn og vasast í gróðri.
Það er yndislegt að fylgjast með börnunum uppgötva alla skapaða hluti. Það er náttla bara stórmerkilegt að pabbi hennar hafi verið litli strákurinn þinn Knús og góða helgi mín kæra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.4.2009 kl. 19:12
Kveðja í sólina til ykkar - hún fór frá mér í leiðinni
, 18.4.2009 kl. 20:58
Kveðja fá sólinni í malmö, ég ligg bara í leti, og horfi á hana Gunnel svitna í garðinum
Heiður Helgadóttir, 18.4.2009 kl. 23:13
Uss hér er rok-rassgat að venju.Nei nei það er stundum logn Yndisleg dúlla hún Linda Björg
Birna Dúadóttir, 19.4.2009 kl. 12:24
Börn eru lífsbjörg og gleðigjafar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:59
Börnin eru æði sérstaklega þegar hægt er að fá þau lánuð og skila þeim svo. Var á Akureyri og nágrenni um helgna og sólin skein, meira að segja hér á Skerinu eru snjóskaflarnir í undanhaldi, ég gat í dag í fyrsta skipti í langann tíma opnað allar hurðir en í garðinum er samt svona rúmlega meters skafl sem betur fer því ég er EKKI garðyrkjukona.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.4.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.