Setti inn mynd af nýjustu lopapeysunni sem ég var að prjóna, eigandinn er búinn að fá hana í hendurnar... svo hún er ekkert leyndarmál lengur Það er að koma vor... ekki seinna vænnaÉg er búin með 6 kaffibolla síðan ég vaknaði, er á þeim sjöunda og er svo yndislega löt og andlaus að mér dettur ekkert í hug nema drekka kaffi Búin með lopapeysuna, hún er tilbúin til afhendingar í dag... djö... dugnaður er þetta í konunni !Set inn montmynd þegar væntanlegur eigandi er búinn að fá hana í hendurnarKosningar á næsta leiti og ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa... en ég veit samt alveg hvað ég ætla ekki að kjósa... alls ekki fullnægjandi árangur en þó skref í áttinaÉg var að hlusta á Ástþór Magnússon á Bylgjunni áðan og eftir því sem mér heyrist, virðist aðalframlag hans til kosningabaráttunnar vera mestmegnis kvartanir yfir því að hann fái ekki að tjá sig nógu mikið á ljósvakamiðlunum... Ef rétt er, af hverju ætli það sé þá ? Kannski af því að það eru afskaplega fáir sem taka blessaðan manninn alvarlega ?
Okkar háæruverðugi Lúkas heimilisköttur er að missa sig í vorinu...Hann er með lögheimili frammi í vaskahúsi og þar kemst hann alltaf inn og út eins og honum þóknast. En honum þóknast líka að vera hérna inni í og ef ég er ekki nógu fljót að hleypa honum inn þegar hann klórar á hurðina inn í eldhúsið, þá fer hann út og fram fyrir húsið og djöflast í póstlúgunni á útihurðinni, þangað til ég opna fyrir honum... hann kemur inn smástund og heimtar þá að fara út aftur...Sjáið fyrir ykkur kýrnar að vori þegar þeim er hleypt út í fyrsta skipti... margfaldið með fjórum og þá er komin raunsönn lýsing á atferli hans hátignar Lúkasar heimiliskattar...
Ferlega góð inn í þennan fína dag... eins og alltaf baraVinn kvöldvinnuna mína þessa viku og einhvernveginn hef ég lent í að vinna flesta hátíðisdaga það sem af er árinu. Vinn auðvitað á kjördaginn og sumardagurinn fyrsti kemur inn í núna og það verður meira að gera en venjulega, komin nýr skjólstæðingur sem á alla fimmtudaga og einn á líka alla rauða daga aukalega, fyrir utan allar helgar. En af því að mér finnst alltaf allt fallegt í sól þá er þetta bara hið besta mál samt og svo er auðvitað engin dagvinna þann daginnFyrir þá sem þó nenntu að lesa þennan gjörsamlega innihaldsrýra og algerlega gagnslausa pistil... takk fyrir innlitið... og eigið góðan dag
Flokkur: Bloggar | 21.4.2009 | 08:22 (breytt 22.4.2009 kl. 12:45) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka fyrir góðan pistil, ég vildi að ég gæti sagt það sama um mína lopapeysu, sem að er ennþá í hönnun Eigðu góðan dag vinkona
Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 08:28
Þú ert ljós í grámanum.Kveðja norður ofurkonaP.S.Bið að heilsa Lúkasi.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:31
Heidi mín: Sætt af þér að þakka fyrir það sem ekkert erSko fyrsta skrefið að lopapeysu er auðvitað hönnunin... Eigðu líka góðan dag kæra vina
Ragna mín: Þakka þér fyrir, þú ert svo yndæl í þérKnús og góðar kveðjur út í Eyjarnar þínarPé ess:Lúkas fær kveðjuna þegar hann kemur inn næst og stoppar nógu lengi til að hlusta
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 08:55
Það verður gaman að sjá peysuna þegar eigandinn vitjar hennar. Ég vildi að ég myndi drattast til að klára það sem ég er að gera. Fór óvart í prjónafrí áður en prjónalistinn kláraðist
Ég veit líka hvað ég ætla ekki að kjósa. Hef aldrei lent í því að vera svona ráðvillt með þessa ákvörðun. Skyldi það kannski vera af því maður treystir engum lengur... eða mjög fáum a.m.k.
Knús í vorið, bið kærlega að heilsa hans hátign
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.4.2009 kl. 09:51
Ég veit líka alveg hvað ég ætla ekki að kjósa,það myndi ég segja að væri góð byrjun Klappaðu heimiliskettinum frá mér. Nei Ninna ekki Jóa, Lúkasi
Birna Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 11:26
Sigrún mín: Ég held ég sé líka alveg að komast í prjónafríÞað er nefnilega málið... hverjum er illskást að treysta í þessari helv... pólitík... ? Knús í þitt hús og hans hátign fær kveðjuna þegar honum þóknast að láta sjá sig næst
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 11:29
Birna mín: Æði margir á sama máli með það og það er vissulega skárra en ekkertheyrðu já ég skal klappa Jóa... nei ég meina Lúkasi frá þér
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 11:31
Knús alla leiðina norður!
Ía Jóhannsdóttir, 21.4.2009 kl. 11:33
Ía mín: Knús alla leiðina til Tékklands
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 11:35
Knús til þín elskuleg verð að hitta þig þegar ég kem norður
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 17:59
Ásdís mín: Það þætti mér vænt um
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 22:50
gott ad heyra ad vorid sé komid Er ad reyna ad koma mér i ad kjósa hérna í Århus, opid framá morgun held ég, er ad reyna ad negla nidur hvad ég ætla ad kjósa,hvort thad verdur sama og undanfarin ár...hver veit...en alllavega EKKI Ástthór Magnússon
Haltu áfram ad hafa thad gott, bestu kvedjur hédan
María Guðmundsdóttir, 22.4.2009 kl. 06:34
María mín: Hm... ekki Ástþór ? Skil þig, ég kýs hann ekki heldur
Hafðu það gott kæra vina
Jónína Dúadóttir, 22.4.2009 kl. 07:48
Hvað er þetta stelpur,ætliði ekki að kjósa Ástþór???? Ekki ég heldur
Birna Dúadóttir, 22.4.2009 kl. 08:40
Birna mín: Hvaða Ástþór... ?
Jónína Dúadóttir, 22.4.2009 kl. 12:41
Dugleg kona og falleg peysa. Hafðu það gott gæskan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2009 kl. 13:57
OMGOOOOD mig langar í svona peysu,ég er samt ekki að fara fram á að þú prjónir svona handa mér,held ég,eða veit það ekki.Myndi að sjálfsögðu greiða þér fyrir,spurning um hvort ég ætti að nota bursta eða greiðu gevöð hvað mín er fyndin núna En peysan er glæsileg hjá þér,ekki spurning. Þú mætir í ferminguna hjá Lilju er það ekki ? Það verður gaman að allir hittist loksins
Birna Dúadóttir, 22.4.2009 kl. 14:04
Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.Já lítið talað um annað en kosningar þessa dagana er mjög lítið pólitísk en veit samt hvað ég ætla ekki að kjósa.Hér syðra er hundleiðinlegt veður.En segji samt Gleðilegt sumar.Kveðja
gaddur, 22.4.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.