Það er sannarlega sumarlegt að líta út núna... hm... smá ýkjur, kannski bara vorlegt... sólin skín, það er komin græn slikja á lóðina og krókusarnir og páskaliljurnar sem við fengum í kaupbæti með húsinu okkar standa í fullum blóma, gatan að þorna eftir rigninguna... ekki snjókomuna takið eftir... í gær og konan sem ber út blaðið er hætt að nota kuldagallann sinn
Það vantar bara laufið á trén og sumarfríið mitt og þá er þetta fullkomið
Alveg hreint afspyrnu góð inn í þennan fyrsta dag sumars, lífið leikur við mig eins og alltaf... auðvitað eru stundum smá hnökrar en þeir eru hverfandi litlir... ég er dekurbarn tilverunnar, hef það alltaf allt of gott og líður frábærlega með því ! Það var nú mestmegnis þetta sem ég vildi sagt hafa... jú og ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa
Valið stóð á milli tveggja flokka og ég valdi þann sem hefur huggulegra nafnið að mínu mati... kannski málefnin hafi líka haft einhver áhrif, en það er bara svo erfitt að meta hver lýgur minnst og hverjum er treystandi til að svíkja sem fæst kosningaloforð
Það er á áætlun að slugsa og hangsa sem mest í dag, þangað til ég fer í vinnuna um fimm leitið og svei mér ef ég stend ekki bara við það
Eigið dásamlegan fyrsta sumardag og látið ykkur líða eins vel og hægt er... yfir og út
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gledilegt sumar Jónína mín
María Guðmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 07:21
María mín: Takk og sömuleiðis vina mín
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 07:44
Gleðilegt sumar sæta og takk fyrir veturinn
Birna Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 09:49
Gleðilegt sumar heillin mín til ykkar beggja og takk fyrir veturinn, ég er enn óákveðin í hvað ég ætla að kjósa, en veit þó allavega hvað ég ætla EKKI að kjósa híhí...eigðu góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:52
Gleðilegt sumar og takk fyrir öll skemmtilegheitin í vetur
Ég er ennþá að velja á milli tveggja flokka.. ætla að rýna betur í þá í dag. Knús í sumardaginn fyrsta
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:06
Gleðilegt sumar vinan.Knúskveðjur norður.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:22
Birna mín: Sömuleiðis elsku dúllan
Jokka mín: Sömuleiðis elskuleg
Sigrún mín: Þakka þér sömuleiðis og gangi þér vel í "rýninu"Knús
Ragna mín: Gleðilegt sumarknús út í Eyjar
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 10:30
Gleðileg sumar Ninna mín og takk fyrir veturinn og vináttuna!
Kveðja í sjóðheitan Heiðardalinn!
Þorsteinn Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 11:02
Steini minn: Þakka þér sömuleiðis fyrir hvorutveggja minn kæri
Kveðjur úr dásamlegu veðri
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 13:06
Bara svona til að gleðja þig... þá er haglél hérna megin...í þessum skrifuðum
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 13:24
Steini minn: Haglél ? Ja hérna... misskipt er nú mannanna... veðrinu
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 15:43
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:20
Ég brá mér bæjarleið og það mígrignir hérna
Birna Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 18:45
Gleðilegt sumar.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.4.2009 kl. 21:08
Sumarkveðjur héðan úr sveitinni
Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 07:00
Bestu kvedjur til tín med ósk um gott og gledilegt sumar.
Knús til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 07:16
Ólöf mín: Takk fyrir innlitið
Birna mín: Er ég ekki alltaf að segja þér að vera ekki á þessu flandri
Dúna mín: Sömuleiðis takk
Ía mín: Bestu kveðjur héðan úr minni sveit
Guðrún mín: Takk fyrir og sömuleiðis sumarknús til þín
Jónína Dúadóttir, 24.4.2009 kl. 08:37
Gleðilegt sumar
, 24.4.2009 kl. 14:47
Gleðilegt sumar og takk fyrir skrifin í vetur.
Anna Guðný , 24.4.2009 kl. 23:50
Dagný mín: Sömuleiðis
Anna mín: Sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 25.4.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.