Það er ekkert leyndarmál...

... að ég mála mig alls ekki á hverjum degi... andlitið á mér þyrfti þess sjálfsagt örugglega við, en ég í sjálfinu mínu hef enga þörf fyrir þaðWink Ég mála mig nú samt stundum þegar mig langar að vera voðalega fín og sæt fyrir spegilinn, en það er aldrei á dagskrá hins venjulega hversdags hjá mér. Klikka svo aldrei á að fara reglulega í plokkun og litun, annars sæist bara drapplitt blað þar sem andlitið á mér erWhistling Datt inn á góðan þátt á Skjá 1 í gærkvöldi sem heitir Nýtt útlit... virkilega góð ráð sem maðurinn gaf og gaman að sjá hvað hægt er að gera margt gott fyrir útlitið, bæði andlit og líkama. Ég fylgdist með af áhuga þangað til hann fór að sýna alla burstana til að nota við förðun, en þá var mér nú eiginlega allri lokið... einn fyrir kinnbeinin, einn fyrir ofan augun, annar fyrir neðan augun, einn í kringum nefið og svo framvegis..... fyrir púðrið og fyrir augnskugga og jahérna jájá, nefndu það baraW00t Ef ég hef fram að þessu haldið að ég kynni að mála mig, þá hvarf það álit mitt í einu hendingskasti...Crying Mér létti nú samt gífurlega þegar hann tók það fram að það væri nú kannski ekki alveg bráðnauðsynlegt að eiga alla 24 burstana... sem er gott vegna þess að ég kæmist aldrei nokkur tímann fram úr þvíTounge Ég á samt alltaf rakakrem fyrir andlitið og nota það meira að segja, átti bæði dag og næturkrem... næturkremið notaði ég þegar dagkremið var búið... enda get ég ekki skilið að það skipti máli hvort er hvað, ég er alltaf með sama andlitið... bæði á daginn og nóttunniGrin Og þá vitiði það... og núna ætla ég að fara út í þetta yndislega veður, alla leið útí bíl og bruna í vinnuna... ómáluðLoL Eigið dásamlegan dag elskurnar og ég meina þaðSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Við hljótum að vera tvíburasystur  Ég sá líka einn þátt um daginn og hugsaði bara OMG þegar ég sá alla burstana! Ég gæti aldrei lært að þekkja hvaða bursta ég ætti að nota, haha. En sem betur fer hef ég mjög takmarkaðan áhuga á förðun. Mála mig örsjaldan en set á mig dagkrem..hmm..já og stundum næturkrem..

Held reyndar að eini munurinn sé að það er ekki sólarvörn í næturkreminu

Njóttu dagsins, ómáluð, það ætla ég líka að gera

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.4.2009 kl. 10:25

2 identicon

Dásamlegt.Njóttu dagsins"ómáluð"

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góðan daginn mín kæra. Já þessir sérfræðingar gera nú svo mikið úr hlutunum. Ég þarf því miður að mála mig á hverjum degi í vinnunni, og stundum finnst mér ég gera lítið annað en að þvo af mér málninguna, eða að mála mig aftur, uss, það fer mikið hreinsikrem í þessi ósköp.

En að nota góð dag og næturkrem, (ekki má gleyma augnakremum, fyrir litlu hrukkurnar í kring um augun)er nauðsýnlegt fyrir konur komnar yfir þrjátíu árin. Engin rándýr krem(það er sama gumsið í þessu öllu), en ég vil mæla með L´Oréal, gott merki, og á viðráðanlegu verði

Eigðu góðan dag máluð, sem ómáluð

Heiður Helgadóttir, 30.4.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Dagkvöldnæturmorgun-eitthvað krem, veit ekki haus né sporð á þessu.Fínt að nota bara gamla góða Atrixið finnst mér  En gevöð Ninna, seturðu ekki á þig varalit áður en þú ferð í búðina  Uuuu ekki ég heldur, en ég þekki konur sem geta bara ekki farið út í búð öðruvísi en að vera með málverkið framan í sér hmm

Birna Dúadóttir, 30.4.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Mér hefur einmitt alltaf fundist ég vera tvíburi en hin hefði týnst einhversstaðarTakk vina, nýt þess að vera til þegar eru bara 146 mínútur þangað til ég er komin í frí

Ragna mín: Þakka þér mín kæra og sömuleiðis

Heidi mín: Vá þú ert dugleg.... ég mundi hætta í svona vinnuTakk og sömuleiðis

Birna mín: Nei ég er víst ekki í "búðum" hæfÉg þekki líka svoleiðis konur

Jónína Dúadóttir, 30.4.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband