"Kona um fimmtugt í annarlegu ástandi..."

Heyrði þessa setningu í fréttunum í hádeginu... datt fyrst í hug að einhver hefði séð til mín í morgun þegar ég fór út í bíl á náttsloppnum og sótti möppu sem mig vantaði... ToungeÉg er nú eiginlega í svolítið annarlegu ástandi... ég er í sumarfríi og var bara ekkert farin að finna fyrir neinni sérstakri þörf fyrir það... en það má alveg venjast þessu... held ég...WinkÉg skilaði vinnuskýrslum í morgun og ætti auðvitað alls ekki að segja frá því, en ég sagði verkstjóranum mínum rétt si svona í leiðinni, af því að hún var eitthvað að vandræðast með fólk til að leysa af, að hún gæti nú alveg hringt í mig ef hana vantaði hjálp...WhistlingÞað er ekki allt í lagi með þessa konu... sem er égShockingÞað fór fram alvöru skógarhögg hérna á lóðinni um helgina, sonur minn kom og sagaði helling af risaöspinni okkar og felldi svo eitt tréð sem var orðið svo ljótt. Vinur okkar kom á svona lyftaradæmi með skotbómu... nei ekki fallbyssu, heldur svona krana sem er hægt að framlengja... svo var karfa á endanum til að lyfta skógarhöggs manninum upp í hæstu hæðir. Ég gat ekki stillt mig, samt er ég svaðalega lofthrædd... og fór með upp í körfunni með myndavélina... set inn myndir því til sönnunar á eftirLoLÉg var að drepast úr kulda eða kannski var það bara hræðslan, en þetta var tækifæri sem ég bara gat alls ekki látið ónotaðCoolFann samt ekkert  fyrir lofthræðslunni fyrr en ég var komin niður aftur...HaloEigið góðan dag, það sem eftir er af honum, ég ætla að halda áfram að.... gera ekkertSmileHeart

Pé ess: Búin að setja inn myndirnarGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Heitir það ekki bara almennt "annarlegt ástand" að vera kona um fimmtugt ?

Baráttukveðjur

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hildur Helga: Jú það má kannski segja það

Jónína Dúadóttir, 4.5.2009 kl. 16:58

3 Smámynd:

Mér þykir þú köld   Ekki glæta að ég hefði látið hafa mig upp í skotbómulyftarakörfu   En ég kannast hins vegar við þetta annarlega ástand  

, 4.5.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég vissi að það varst þú

Birna Dúadóttir, 4.5.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Sko ef ég læt lofthræðsluna aftra mér frá að gera hluti, þá verður lífið svo leiðinlegtÆi það er gott að vera ekki ein....

Jónína Dúadóttir, 4.5.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Var svo að vona að þú mundir ekki heyra um þetta...

Jónína Dúadóttir, 4.5.2009 kl. 17:48

7 identicon

Það verður gaman  að sjá myndirnar.Knús.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Njóttu sumarfrísins hugrakka kona. Gott hjá þér að láta ekki lofthræðsluna aftra þér. Kannski þú yfirvinni hana bara.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:13

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 5.5.2009 kl. 05:11

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Búin að setja þær innKnús

Ólöf mín: Þakka þér fyrir mín kæra, já kannski gerist það einhvertímann, að minnsta kosti læt ég hana ekki stoppa mig

María mín:

Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 06:23

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég prófaði einu sinni að fara upp í svona og var mjög fegin þegar ég var komin niður aftur

Það er ekki amalegt að hafa þig í vinnu  Reyndu svo að vera stillt í fríinu svo við fréttum ekki af þér í útvarpinu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.5.2009 kl. 09:34

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Ég leyni því nú ekki að ég var svooolítið fegin að komast niður... en ég sé alls ekki eftir því að hafa gert þettaSko ég er alltaf svo stillt... en að eigin áliti kannski bara...

Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 10:54

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hun Hildur  og ekki ert þú verri

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 14:02

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Hildur er frábær...... takk elskuleg

Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband