... og ég stend við það... ef þessi ungi maður sem núna á yfir höfði sér að afplána dóm fyrir eiturlyfjasmygl í Brasilísku fangelsi væri sonur minn eða náinn ættingi, þá væri ég núna farin á límingunum af áhyggjum og vanlíðan... og rúmlega það. Ég mundi vilja að hann færi í fangelsi fyrir það sem hann braut af sér, en ég mundi ekki vilja að hann væri dæmdur til pyntinga og/eða dauða samt... Eins og það sé ekki nóg fyrir aðstandendur þessa unga manns að hafa þurft að fylgjast með honum verða þessum hryllingi að bráð... eiturlyfjunum. Ég er svo ljónheppin að hafa ekki þurft að upplifa það að börnin mín leiddust út í fíkniefnaneyslu og ég þakka það engu öðru en einskærri heppni ! Það er skelfilegt að vera svo háður fíkniefnum að viðkomandi gerir hvað sem er til að nálgast efnin... og þá meina ég hvað sem er ! Það er líka skelfilegt að vera aðstandandi fíkils og geta ekkert gert til að stoppa þetta, hjálpa honum, laga... neyðast til að horfa upp á börnin sín og/eða aðra ættingja í þeim sporum. Það er alveg sama hversu börnin okkar eru vel gefin og svo framvegis... það fer ekkert endilega eftir því frá hvernig heimilum þau koma... það er í raun ekkert sem við getum gert nema reyna að tala við þau... og oft er það ekkert nóg heldur. Einhversstaðar sá ég sagt um þennan ógæfusama unga mann að hann væri glæpamaður inn við beinið... mér finnst það virkilega vanhugsuð fullyrðing. Hann er auðvitað orðinn fíkill inn við beinið, en en ég get ekki séð að það sé neitt samasemmerki þar á milli. Svo aftur á móti leiðist fólk út í glæpi vegna fíkninnar... vegna þess að það er eina úrræðið sem það hefur orðið eftir til að fjármagna þetta heita helvíti. Ég er ekki að afsaka eða reyna að réttlæta það sem hann gerði, mér finnst bara sárt að lesa hvað sumir eru skammsýnir og dómharðir... Í rauninni vorkenni ég þessum unga manni ekki svoleiðis, þú hefur val... þú þarft ekki að taka fyrsta sopann, fyrstu töfluna, fyrstu línuna... sprautuna eða hvað svo sem þetta heitir allt saman...hann vissi hvað hann var að gera og hann gat farið aðrar leiðir, en líklega er skynsemin og rökhugsunin það fyrsta sem fer forgörðum í fíkninni... er það ekki rökrétt ? Ég hef mikla samúð með fjölskyldu hans og ástvinum...

Flokkur: Bloggar | 7.5.2009 | 08:28 (breytt kl. 11:29) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er málið,að skilja á milli fíkilsins og manneskjunnar. Það eru sárafáir sem stefna að því að hafa fíknina sem lífstíl. Ég finn mikið til með aðstandendum þessa manns, alveg fullt af fólki sem að honum stendur
Birna Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 09:24
Birna mín: Já það er nefnilega málið...
Jónína Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 09:38
Sámmála.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 13:00
Ásdís mín:
Jónína Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 15:36
Þetta er svo sannarlega rett hjá þér Ninna min, hvert eitt og einasta orð.
Knus
Stina (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:56
Stína mín: Takk fyrir það
Jónína Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 18:02
Þetta er ömurlegt. Ég finn mikið til með fjölskyldunni hans.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.5.2009 kl. 18:52
Auðvitað ber drengurinn ábyrgð á því að byrja sína neyslu en hann á svo sannarlega ekki skilið að sitja í 20 ár í þeirri vist sem bíður hans þó svo hann eigi skilið betrunarvist og endurhæfingu. Fjölskylda hans á svo sannarlega samúð mína.
, 7.5.2009 kl. 19:18
Sigrín mín: Æi já...
Dagný mín: Sammála...
Jónína Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 20:54
Sammála þér, það er hræðilegt að sjá á eftir börnunum sínum lenda í svona, allavega held ég það. Ég hef líka verið svo heppinn að ég þekki þetta ekki af eigin reynslu. Mín samúð er mikil hjá honum og ættingjum hans.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.5.2009 kl. 23:40
Dúna mín: Já við sem getum sagt það erum ofsalega heppið fólk... og megum hugsa um það á hverjum degi...
Jónína Dúadóttir, 8.5.2009 kl. 07:56
mikid flottur og gódur pistill hjá thér Jónína, og er ég thér innilega sammála. Njóttu helgar,hafdu thad sem best
María Guðmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 08:45
Díana mín: Ertu að lesa undir próf... ég sem ætlaði að nenna að klæða mig og brjótast til þín í vetrinum
Heyrðu já ég skil hvað þú meinar, en þetta var sagt frá mínu hjarta og á við mínar... auðvitað ímyndaðar... aðstæður
Hver er sinnar gæfu smiður og það gengur ekkert alltaf vel að fara að grenja þegar maður hefur slegið á báða handleggina... upp að öxlum eða þannig sko...
Heil vika ?!?!
Frekjan í þér alltaf

Jónína Dúadóttir, 8.5.2009 kl. 09:27
María mín: Þakka þér fyrir og eigðu yndislega og afslappandi helgi, þú ert svoooo búin að vinna fyrir því

Jónína Dúadóttir, 8.5.2009 kl. 09:29
Góður pistill og ég er þér 100% sammála.
Ía Jóhannsdóttir, 8.5.2009 kl. 09:36
Heyr heyr!
Jokka (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:40
Díana mín: Jú nokkuð góður punktur... yfir I-inu og líka Y-inu
Ía mín:
Jokka mín:

Jónína Dúadóttir, 8.5.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.