... bara allt orðið hvítt ! Muna: klára allt sumarfríið á þessu ári... og þá helst á árstíma þar sem er minni hætta á snjókomu... til dæmis í júní - júlí - ágúst... góð hugmynd
Annars svo sem gerir það mér ekkert til þó það sé snjór yfir öllu... hann er úti, ég er inni... og hef það svakalega gott, hef það eiginlega allt of gott bara...
Ég er að prjóna... ekkert svakalega fréttnæmt... rauðan kjól á enn sem komið er, yngsta barnabarnið... Dundaði mér við það þó nokkra stund í gærkvöldi, sem kallast á mínu máli að "prjóna aftur á bak"... læt ekki ná mér dauðri við að viðurkenna að ég hafi þurft að rekja upp...
Nýjasta afkomendaafurðin okkar á að líta dagsins ljós núna einhvern næstu daga... þá verður hún Linda litla sonardóttir stóra systir og hún er orðin svooo stór að hún er komin með stærra herbergi og fullorðins rúm og risasæng og allt... ekkert litlubarnadót þar sko
Ég píndi með ekkert svakalega móðurlegri aðferð, út úr syni mínum hinum verðandi tveggja barna föður, hvað barnið ætti að heita og fékk stelpunafnið, fallegt nafn... lofaði samt að segja ekki frá því...
En strákanöfnin leist mér ekkert á... ég held nú samt að hann hafi bara verið að hefna sín á mér fyrir frekjuna...
Hann sagði að barnið ætti að heita Friðþjófur eða Stormur... ok Friðþjófur er svo sem gott og gilt íslenskt nafn, en blessað barnið á svissneska móðurfjölskyldu og ég veit ekki hvernig útkoman verður þegar svisslendingarnir ætla að fara að bera það fram... gæti nú orðið svolítið skondið að vísu en ekkert gaman fyrir blessað barnið þegar frá líður
Og Stormur finnst mér fínt nafn á hest... ! Annars ferlega góð inn í þennan frábæra dag, farin að fá mér fleiri köff... og prjóna
Eigið góðan dag í allan dag elskurnar mínar
Flokkur: Bloggar | 9.5.2009 | 07:50 (breytt kl. 10:52) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 08:28
Fridthjófur eda Stormur eigdu góda helgi Jónína
María Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 08:42
Birna Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 10:45
Ía mín:
María mín: Já hann lætur stundum eins og asni þessi frumburður minn Góða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 10:47
Birna mín:
Jónína Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 10:48
Stormur er nú bara nokkuð kúl nafn á hest alveg sammála þér þar
Erna Evudóttir, 9.5.2009 kl. 15:45
Erna mín: Já er það ekki ?
Jónína Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 19:35
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.
Kveðja norður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 21:54
Sætir sumardagar hjá þér ? Ég er alveg sammála þér með drengjanöfnin - æææi
, 9.5.2009 kl. 23:30
Jenný mín: Það er að hlýnaKveðja suður !
Dagný mín: Já svaka sættJá ég held það sé best að tengdadóttir mín sjái um nafngiftirnar í þeirri fjölskyldu
Jónína Dúadóttir, 10.5.2009 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.