Um daginn fór ég með Lindu sonardóttur mína þriggja og hálfs árs á leikskólann, mamma hennar var að fara í próf í skólanum sínum. Þegar við komum inn var þar fyrir leikskólakennari að taka á móti og þegar hún heilsaði okkur sagði Linda: "Þetta er amma mín, hún er svona á litinn"Hún hringir yfirleitt í mig á hverjum degi og þegar hún kveður kemur annað hvort allt í einu eitt snöggt bless eða þá að restin af símtalinu breytist í einhverskonar athöfn þar sem hún týnir til allar kveðjutegundir sem hún man eftir... "Takk fyrir daginn, gaman að sjá þig aftur, bið að heilsa afa, sjáumst, ég skal segja pabba og mömmu að þú biður að heilsa, takk fyrir komuna" og alltaf hækkar röddin við hvert ávarp og endar í nokkurskonar kveðjuhrópi og svo er skellt áVið vorum í djúpum samræðum um daginn, um gildi þess að vera alltaf góður við þá sem eru litlir... og af því að hún er að verða stóra systir einhvern næstu daga taldi amman eðlilegt að nefna sérstaklega að maður ætti alltaf að vera góður við ungbörn... "Hm... amma mín, það er nóg að vera bara góð við litla barnið mitt" ! Jæja, það nægði mér... í biliÉg þarf varla að taka það fram að mér finnst hún dásamleg lítil mannvera og verð alltaf hrifnari af henni eftir því sem ég kynnist henni betur"Amma mín ég skal hjálpa þér í skóna" Nú, af hverju ætlar þú að gera það ? "Af því að afar eru gamlir og þá eru ömmur líka gamlar"Skal segja ykkur það að unga stúlkan var í snarheitum frædd á því að ömmur eru aldrei gamlar, þær eru bara eldri en litlar stelpuhnátur"Amma mín, áttu enga peninga ?" Jú, af hverju spyrðu að því ? "Aþþí þú átt enga fötu og skóflu handa mér"Hún er nefnilega búin að uppgötva það að afi bjó til þennan líka risasandkassa eingöngu handa henni... malarflæmið þar sem sólpallurinn okkar verðurEigið frábæran dag... "amma mín" ætlar að fara út að kaupa fötu og skóflu
Flokkur: Bloggar | 16.5.2009 | 07:41 (breytt kl. 10:17) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 16.5.2009 kl. 09:41
Ía mín:
Jónína Dúadóttir, 16.5.2009 kl. 10:04
María Guðmundsdóttir, 16.5.2009 kl. 10:09
María mín: Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 16.5.2009 kl. 10:13
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:51
Yndisleg bara
Erna Evudóttir, 16.5.2009 kl. 12:11
Frábært.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.5.2009 kl. 13:48
Ó þessi elska
, 16.5.2009 kl. 15:28
Heiður Helgadóttir, 16.5.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.