Það fæddist lítil stúlka klukkan 5.50... móður og barni heilsast vel ! Þannig hljómaði sms-ið sem ég las á símanum mínum um 7 leitið í morgun... frá stoltum föður sem ennfremur er sonur minn ! Nú á Linda Björg 3 og 1/2 árs litla systir og hún hoppaði nú ekki hátt þegar henni var sagt frá því..."Ég vissi alveg að litla barnið mitt var stelpa" og það er alveg rétt... hún hefur alltaf talað um litla systirVið yngri sonur minn, sem var mín stoð og stytta í morgun þar sem ég druslaðist um milli svefns og vöku með þverúðuga stelpuhnátu sem neitaði að fara í sokkabuxur og vildi fara strax með bækur til litlu systur, fórum í heimsókn með stóru systurina og ég gleymdi auðvitað myndavélinni úti í bíl...En það er ekki hundrað í hættunni, sú stutta er komin til að vera og það er nægur tími til að mynda hana í bak og fyrir
Þetta er nú það sem ég vildi deila með ykkur á þessum dásamlega degi
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litlu dömunasunnudagsbarn, ekki er það nú verra
Heiður Helgadóttir, 17.5.2009 kl. 11:48
Til hamingju með litlu :-)
Og það á svona degi! Júró dagur! :-) Skál!
Einar Indriðason, 17.5.2009 kl. 11:56
Til hamingju með ömmu stelpuna
Birna Dúadóttir, 17.5.2009 kl. 12:19
Innilega til hamingju kæra vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2009 kl. 13:40
Heidi mín: Takk vina, pabbi hennar er líka sunnudagsbarn
Einar minn: Þakka þér, ég veit samt fyrir víst að hún verður ekki látin heita Jóhanna
Birna mín: Takk mín kæra og til hamingju með systursonardóttur þína
Ásdís mín: Þakka þér fyrir elskuleg
Jónína Dúadóttir, 17.5.2009 kl. 19:59
Elsku J'ohanna mín til hamingju með nýja barnabarnið. ekkert er eins gefandi í lífinu eins og blessuð börnin.
Ía Jóhannsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:19
Til hamingju enn og aftur
Erna Evudóttir, 17.5.2009 kl. 23:04
Til lukku, voðalega erum við eitthvað samtaka í þessu ömmustússi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.5.2009 kl. 23:08
Ía mín: Kærar þakkir
Erna mín: Þakka þér fyrir... enn og aftur
Jóhanna mín: Takk fyrir, já við erum það reyndar
Jónína Dúadóttir, 18.5.2009 kl. 06:37
Til hamingju flotta amma!
Díana (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 07:14
Díana mín: Þakka þér fyrir elskuleg
Jónína Dúadóttir, 18.5.2009 kl. 08:36
En... Yohanna?
Nei, nei... ég ætla ekkert að blanda mér í hvað hún á að heita, það er ykkar mál :-)
Einar Indriðason, 18.5.2009 kl. 08:48
Enn og aftur til hamingju og takk fyrir okkur líka
Jokka (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:48
Innilega til hamingju með litlu stúlkuna.Kveðja norður.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:14
innilega til hamingju med litlu princess
María Guðmundsdóttir, 18.5.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.