Ef ég yngist um 10 ár...

... við hvert nýtt barnabarn eins og ég held svo ákveðið fram, þá eru svona um það bil 80 ár þangað til ég fæðist...Tounge Við eigum núna nefnilega samtals 13 barnabörn... ótrúlegt ríkidæmiGrin Fór eftir vinnu í gær og tók myndir að nýjustu afurðinni og setti inn hérna og kíkti síðan í laumi á bleika miðann á vöggunni hennar... gleymdi nefnilega að spyrja um þyngd og lengd á sunnudaginn... hún reyndist vera 14 merkur og 53 sentímetrar við fæðingu... falleg og heilbrigð stúlka með alveg sérlega góð lungu að sögn foreldranna...Joyful Þetta var viðburðarík helgi hjá okkur... spúsi mætti með minigröfu á laugardeginum til að grafa fyrir undirstöðunum undir sólpallinn... þær eru svo margar af því að pallurinn er svo stór ca 40 m2. Ég bannaði honum að grafa þetta allt saman á sjálfum sér... og auðvitað gegnir hann þessi elskaWink Svo fékk ég símhringingu um hálf 3 aðfararnótt sunnudags... sonur minn bað mig að koma og lúra hjá Lindu á meðan þau færu og gerðu mig að ömmu í annað skipti... Linda vaknaði svo eins og lög gera ráð fyrir um hálf 7 og og hafði þá verið stóra systir í klukkutíma... ég neita því ekki að ég var svoooolítið syfjuðLoL Litla stúlkan er sunnudagsbarn... það er pabbi hennar líka og það á að vera svo gott... hin börnin mín tvo fæddust á miðvikudegi og föstudegi en eru nú samt líka alveg afskaplega yndislegt fólkInLove Góður dagur fyrir alla vonandi, ég er farin í vinnunaSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Yndisleg bara

Erna Evudóttir, 19.5.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já mér finnst það sko líka

Jónína Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 19.5.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndisleg stúlka  Þú ert rík kona að eiga alla þessa gimsteina.

Það er gott að spúsinn er vel alinn upp og gegnir bara  Knús á ömmu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.5.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband