Og þá er nafnið komið :)

Nýja litla sonardóttir mín, litla systir Lindu Bjargar heitir Lára Rún... falleg nöfn á fallegar litlar stúlkurInLoveÞó mér finnist ungbörn yndisleg og falleg og allt það, þá hef ég nú samt meira gaman að þeim þegar þau stækka og það er hægt að fara að hafa samskipti við þau á einhverjum skiljanlegum nótum... WhistlingEnda hef ég rosalega gaman að þeirri eldri núorðið... hún er svo kotroskin, minnir mig á dóttur mína þegar hún var lítil... nema Linda Björg er vitlaus í kjóla og allt svoleiðis pjátur sem dóttir mín hafnaði alfarið eftir tveggja ára aldurinnGrinHér er yndislegt veður, sól og hlýtt og á að vera allavega í dag... er á meðan er... tökum bara fyrir einn dag í einuWinkNú er ég farin að vinna frá 9 - 13 og svo 17 - 21 aðra vikuna, svo ég hef 4 tíma frí þarna inn á milli... hina vikuna vinn ég svo frá 9 - ca 15.30... og mér líkar þetta bara vel... alltaf gott að breyta ofurlítið tilJoyful

Systursonur minn er veikur... elsku vinurinn... við hugsum hlýtt til þín elsku Dóri minn, fólkið þitt  hérna fyrir norðan og vonum innilega að þér batni sem allra fyrstHeartHeartHeart

Eigum góðan dagHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta er alveg yndislegt nafn á litla skvísu  Takk fyrir

Birna Dúadóttir, 20.5.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Yndislegt enn og aftur

Erna Evudóttir, 20.5.2009 kl. 10:54

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Fallegt nafn á litlu ömmustelpunni þinni. Það er alltaf mjög gaman þegar maður getur farið að hafa "alvöru" samskipti við börnin. Þá fer maður líka að sjá karakterinn í barninu sem er alltaf svo skemmtilegt. En auðvitað er líka gott að knúsast með þessi litlu í fanginu, bara allt öðruvísi samskipti  

Gott að vinnan fer vel í þig, það skiptir miklu máli. Sendi batnaðarkveðjur til frænda þíns

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.5.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já mér finnst það líkaAlls ekkert að þakka ljúfan mín

Erna mín: Þakka þér fyrir... enn og aftur

Sigrún mín: Já alveg einstaklega smekklegt hjá þeimAuðvitað eru öll börn yndisleg sama á hvaða aldri...Þakka þér fyrir kveðjuna til frænda míns, allar góðar hugsanir komast til skila

Jónína Dúadóttir, 20.5.2009 kl. 12:49

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fallegt nafnid á litlu prinsess  hafdu thad sem best

María Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:30

7 identicon

Yndislegt nafn.Til hamingju og kveðja norður.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:11

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegt nafn, litla ömmustelpan mín sem fæddist í febrúar fékk nafnið Ellý Rún.  Kær kveðja í norðrið.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Takk fyrir það, hafðu það líka sem allra best

Ía mín: Takk

Ragna mín: Já það er það... kveðja út í Eyjar

Ásdís mín: Fallegt nafn á ömmustelpunni þinniBestu kveðjur héðan úr norðrinu

Jónína Dúadóttir, 21.5.2009 kl. 13:41

10 Smámynd:

Hjartans hamingjuóskir með þá litlu og fallega nafnið hennar . Eigið góða helgi  

, 22.5.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband