Það var skemmtilega furðulegt sýnishornaveður hérna í gær, meira að segja á okkar séríslenska veðurmælikvarða...
Það mígrigndi smástund og svo skein sólin smá og svo rigndi... þetta var endurtekið samviskusamlega hvað eftir annað allan daginn og mér sýnist stefna í það sama núna. Ef vor eðla heimilisköttur fengi að ráða þá færi hann út í sólinni og kæmi inn í regninu... en hann bara fær ekki að ráða... það er enginn heima til að opna og loka hurðinni fyrir hann endalaust allan daginn, svo hann verður bara að sætta sig við að einskærar tilviljanir ráði lífi hans og örlögum
Fínn föstudagur... föstudagar eru alltaf fínir að vísu og ég sigli inn í tveggja daga fríhelgi en tveir eru hverjir tveir.... æi nei, einn er hver einn í öðru veldi hljómar betur... eða sinnum tveir, enda ekki hægt að setja hvað sem er í fleirtölu
Þegar ég byrjaði að skrifa hérna áðan var rigning, núna er sól og það leið ekki langur tími á milli, ég er mjög fljót að pikka...
Það er sko engin hætta á að veðráttan drepi mig úr tilbreytingaleysi... en það er þónokkuð mikil hætta á að skorturinn á lóðaframkvæmdunum við þetta hús geti gert það...
En jæja ég er bara farin að hanna í huganum hvernig ég ætla að skreyta sólpallinn okkar fyrir jólin, hann verður vonandi kominn upp úr jörðinni þá... og svo get ég lagt fyrir í heilt ár til að kaupa sólhúsgögn á hann, í dag eigum við bara eitt lítið borð og tvo stóla sem segir ekkert á 40 m2 sólpalli
Gó Pollýanna gó
Eigið dásamlega helgi elskurnar mínar allar, það ætla ég að gera líka
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jákvæð ljúfan.Þetta kemur allt saman meira segja góða veðrið
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:34
Ehh eruð þið nokkuð að bíða eftir að ég komi og reddi þessum sólpalli ? Kem sko í dag en kann ekkert annað um sólpalla nema þá að sitja á þeim (þegar þið eruð búin að kaupa húsgögn) Have a great friday
Erna Evudóttir, 29.5.2009 kl. 10:45
Heiður Helgadóttir, 29.5.2009 kl. 10:59
Ragna mín: Það gerir mín meðfædda leti... ég nenni ekkert að vera að stunda svartsýni... það er miklu erfiðaraKnús út í Eyjar
Erna mín: Með fullri virðingu fyrir þér elsku systir þá dytti mér aldrei í hug að láta þig koma nálægt pallasmíðiÞú verður víst að láta þér nægja litla pallinn núna, þar eru einhver húsgögnHlakka til að hittast
Heidi mín:
Jónína Dúadóttir, 29.5.2009 kl. 11:23
Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 14:56
Erna er miklu meiri smiður en hún lætur Skilaðu kveðju til hennar frá mér, ég er grænni en allt grænt af ÖFUND, langar svo til Akureyris
Birna Dúadóttir, 29.5.2009 kl. 17:49
Gott að sumir eru jákvæðir Vona nú samt þín vegna að pallurinn komist sem fyrst upp - það er svo notalegt að hafa pall
, 29.5.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.