... að fólk sé að leika sér að því að taka ákvörðun um að hætta að borga af lánunum sínum, bara af því að það vill ekki borga af lánunum sínum, rétt svona bara upp á djókið ! Ég er að heyra og lesa varnaðarorð þar að lútandi: "Óó ææ, það má bara alls ekki hætta að borga af lánunum þá fer allt í vitleysu..." Fyrirgefiði fávísa fólk... það ER allt farið í vitleysu hjá þeim sem eru að íhuga að hætta að borga af lánunum sínum og í langflestum tilfellum þarf fólk ekkert að íhuga neitt, það bara kemur af sjálfu sér ! Það er tveir kostir í stöðunni og báðir slæmir, hætta að borga eða hætta að borða... í seinna tilvikinu hættir svo fólk fyrir rest að borga, kemur af sjálfu sér þegar það er dautt úr hungri... En það þarf svo sem ekkert að hafa áhyggjur af því vegna þess að afkomendurnir koma til með að halda áfram að borga, næstu árhundruðin eða svo... Ég er svo heppin að vera nægilega blönk í höfðinu til þess að fatta ekki hvernig myntkörfulán virka svo ég neitaði að taka þannig lán þegar við keyptum húsið okkar fyrir rétt rúmu ári síðan... ég nefnilega tek ekki þátt í því sem ég skil ekki ! Það var mikið glott að þessari heimsku, þrjósku konu... en ég held að glottin séu horfin... Mér finnst alveg nógu erfitt að skilja venjuleg íbúðasjóðslán... nema ég skil alveg að ef ég lifi lánstímann allan sem er líklega ekki líffræðilegur möguleiki, þá verð ég búin að borga upphaflegu upphæðina mörgum sinnum... Þegar ég skilaði barnsföður mínum hérna á árum áður og þakkaði fyrir lánið á honum og var orðin ein með börnin mín, gerði ég þá reginvitleysu að leyfa fyrrverandi að fá veð í íbúðinni minni, fyrir láni sem hann tók. Eftir nokkra mánuði hætti hann að borga af láninu og þá átti ég auðvitað að taka við... Ég hafði þessa tvo slæmu kosti... sleppa því að borga eða sleppa því að kaupa mat ofan í mig og börnin mín... ég valdi mig og börnin, bankinn tók íbúðina og ég stóð eftir með börnin, bílinn og 1400 krónurnar sem voru í afgang þegar allt var gert upp... Ég var þó svo heppin að eiga afgang ! Hætt þessu svartagallsrausi og óska ykkur góðrar Hvítasunnuhelgar, gangið hægt um gleðinnar dyr... það er alltaf betra
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt hvað maður getur alltaf staðið upp aftur og aftur eftir erfiðleika. Þú ert dugleg kona það er víst og satt. Kær kveðja og góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 20:25
Stórt knús til þín J'onína mín og góðan og bjartan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 11:15
Ég mundi líka velja mig og börnin ef ég stæði frammi fyrir svona ákvörðun. Verst er að fólk situr uppi með milljóna skuldir en á ekki neitt, og getur ekki eignast neitt því það skuldar og lánadrottnar munu hundelta fólk það sem eftir er...
Eigðu góða helgi ljúfan mín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.5.2009 kl. 13:56
Rétt ákvörðun hjá þér. Kvitt og kveðja
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.6.2009 kl. 01:06
Maður velur að gefa börnunum að borða,hvernig sem allt hitt fer.Og svo elta afleiðingarnar lengi lengi,uss ruglað.
Birna Dúadóttir, 1.6.2009 kl. 11:06
Satt og rétt ;-)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2009 kl. 14:32
kveðjur
Heiður Helgadóttir, 1.6.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.