Ninna litla steliþjófur ;)

Það er svo mikil framkvæmdagleði á þessu heimili að það gefst ekki einu sinni tími til að blogga... og þá er nú langt gengiðW00tAnnað okkar tók sig til um helgina og lagaði til í kjallaranum... það var ekki ég... á meðan hitt okkar stal 11 kílóum af rabarbara af lóð nágrannans og sauð sultu úr honum... rabarbaranum ekki nágrannanum... það var égWhistlingAð vísu stóð ég ekki í þeirri meiningu að ég væri að stela... en komst að því þegar við hittum nágrannann í húsinu á bak við í fyrsta skipti í gær, að baklóðin okkar nær varla tvo metra frá húsinu og rabarbarinn er bara alls ekkert innan hennar... Ninna steliþjófurLoLNágranninn er öðlingsmaður greinilega og honum var slétt sama þó ég rændi  hann... ég ætla samt að færa honum sultu og kleinur í skaðabæturGrinVið fórum með fulla kerru af alls konar rusli upp á gámasvæði, bæði úr kjallaranum og af lóðinni, svo nú er orðið svaka fínt hjá okkur... og búið að slá lóðina líkaJoyfulVið erum búin að hafa samband við annan gröfukarl til að grafa upp úr bílastæðinu... gáfumst upp á hinum sem við erum búin að reyna að ná í undanfarnar 3 vikur... hann svarar bara alls ekki í símann sinn, kannski er hann búinn að týna honum... eða man ekki á hvaða takka maður ýtir til að svara...  ætla samt að vona að það sé ekkert alvarlegra en þaðWink  Yndislegt veður dag eftir dag og þessi kona er svakalega góð inn í daginn og vona að þið séuð það líka ! Eigið nú góðan dag elskurnar mínar allarSmileHeart

Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja að ég sé kölluð Ninna... Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Man varla hvernig rabbabarasulta bragðast það er svoooooo langt síðan ég hef smakkað hana.  Man bara að mér þótti hún góð þá sérstaklega þessi sem amma mín bjó til. 

Eigðu góða viku steliþjófurinn þinn! 

Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Mér finnst rabarbarasultan ómissandiÞakka þér fyrir mín kæra og eigðu líka góða viku

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 08:20

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er náttla bara miklu betra fyrir nágrannann þinn að fá rabarbarann sinn í formi sultu  hihihi, en það eru ekki allir sem þekkja sín mörk, hvað þá lóðamörk  Vonandi mætir nýi gröfumaðurinn til ykkar. Veit alveg af eigin reynslu hvað það gerir mann fúlan að bíða eftir iðnaðarmönnum sem láta svo aldrei sjá sig  Knús í daginn þinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.6.2009 kl. 08:41

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Knúúúúúús

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 08:43

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Jahá það eru ekki allir sem græða á því að láta stela frá sér  Þessi gröfumaður sem við höfðum samband við núna hefur ekki svikið okkur hingað til, við nefnilega borgum alltaf á umsömdum tímaHann er bara svolítið dýr, en hann kemst ekki upp með það í þetta skiptiðKnús inn í þinn dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 08:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2009 kl. 09:11

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Prentvillupúkinn hefur aldrei samþykkt "Ninna" ég samþykki það samt  Stalstu aldrei rabarbara í den, það gerði ég og er enn að

Birna Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 10:44

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Takk fyrir innlitið

Birna mín: Takk heillin mínNei ég stal aldrei rabarbara í den, mér fannst hann nefnilega ekkert góður nema í sultu... annars hebbði ég örugglega stolið honum

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 10:50

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 vonandi smakkast "stolna" sultan vel  já thetta stundadi madur i gamla daga...en kannski ekki ad stela mørgum kílóum..bara svona einn og einn i nartid sko  hafdu thad gott , knús hédan

María Guðmundsdóttir, 3.6.2009 kl. 06:44

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Sultan er svakalega góð og líklega mestan part af því að hún er stolinÉg stal aldrei rabarbara í den... verð sjálfsagt bara óheiðarlegri með árunumKnúúúús á leiðinni til þín, alla leið til Kaupmannahafnar

Jónína Dúadóttir, 3.6.2009 kl. 07:59

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2009 kl. 08:20

13 identicon

Bara að kvitta.

Eigðu góða daga

Díana (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:44

14 Smámynd:

Stolið grænmeti er alltaf betra en það sem fengið er á heiðarlegan hátt og það gildir einnig um rabbabarann   Man að nágranni minn átti þann æðislegasta rabbabara sem fannst á byggðu bóli þegar ég var krakki og við börnin áttum það til að næla okkur í einn og einn (ásamt rófum sem voru líka frábærar) . Minn góði granni lét alltaf eins og hann vissi ekkert um þetta

, 3.6.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband