Eins og hendi væri veifað...

Hinn helmingurinn af sambýlisfólkinu í þessu húsi hringdi í mig seinnipartinn í gær og bað mig fyrir alla muni að hendast upp í Norðurorku og fá kort yfir allar lagnir í bílastæðinu okkar... sem ég og gerði...W00tÞað var að vísu enginn við á teiknistofunni, held að allar klukkurnar séu töluvert á undan þarna uppi í fjallinu... ég kom vel fyrir lokunWounderingEn ég hitti á yndislegar konur þarna sem fundu fyrir mig eina manninn sem virtist vera að vinna þarna en samt á einhverri annarri hæð og hann reddaði þessuJoyfulVerktakinn sem var búinn að taka að sér að skipta út moldinni fyrir möl í bílastæðinu okkar og við erum búin að bíða eftir í nokkrar vikur, kom nefnilega allt í einu í leitirnar... á lífi og heill heilsu og það voru menn frá honum á leiðinni í þeim töluðu orðum ! Þá átti eftir að tæma bílastæðið og taka upp allar gangstéttarhellurnar... Ég kom ekki nálægt því... tók heldur betur til fótanna í hina áttina... hljómar ferlega stórkerlingalega en ég þurfti nú bara að fara í vinnunaCoolÉg setti inn mynd af nýja bílastæðinu okkar hérna í albúm sem heitir Nýja húsið... það á að vísu eftir að jafna úr hrúgunni... en það á að gerast núna með morgninum... ég ÆTLA að trúa því, þangað til það er búiðDevilÞað var aftur á móti ekki fræðilegur möguleiki og ekki heldur mögulegur fræðileiki að fá upplýsingar um hvar símalínan kemur inn á lóðina... það þarf nefnilega að hringja til Borgar óttans til að fá það uppgefið og það var búið að loka og allir farnir heim á þeirri skrifstofu, en ég mátti senda tölvupóst og þá gat ég fengið svarið Á MORGUN...GetLostVið vitum alveg núna hvar símalínan er, af því að gröfumaðurinn snjalli fann hana... en sleit hana sem betur fer ekki ! Ég hefði samt alveg getað fengið flýtimeðferð ef ég hefði viljað borga 15.000 krónur fyrir það en ég vildi það ekki... enda var enginn við til að taka við pósti frá mér, hvorki um flýtimeðferð né annað...ToungeÓska ykkur öllum góðs dags, ég er farin í vinnunaSmileHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús í annasaman dag

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe eruð þið að fatta það allt í einu núna að þið búið í ,,kommaríki" 

Eigðu góðan dag og vonandi gengur verkið vel í dag.

Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2009 kl. 08:49

3 identicon

Víí hlakka til að koma svo á pallinn þinn nýja, og leggja á nýja planinu

Jokka (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta verður flott

Birna Dúadóttir, 4.6.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta verdur glæsilegt hjá ykkur .Tad er ekki tekid út med sældinni ad fá eithvad svona her og nú.Slæmt er tad stundum á íslandi en madur minn hérna í DK er tad ekki hægt.Fólk hristir bara hausinn og segir teta berst tér eftir viku  til  tíu daga.madur semsagt hendist ekki í framkvæmdir í danaveldi allt tekur sinn tíma og stundum erfitt fyrir ofvirkukonuna frá Ìslandi.

Gudrún Hauksdótttir, 5.6.2009 kl. 07:07

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 

María Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 10:46

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er ekki nóg Jónína mín að vita hvar lagnirnar liggja, þeim tekst sumum samt að grafa þær sundur. Það gerðist hjá mér fyrir margt löngu. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.6.2009 kl. 14:27

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis kraftur í ykkur. Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 12:59

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gangi ykkur vel með framkvæmdirnar. Hálfnað verk þá hafið er

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.6.2009 kl. 11:03

10 Smámynd:

Það var nú gott að maðurinn var lifandi og heill heilsu  Nú er bara spennandi að fylgjast með því hvort aftur líður mánuður þar til hans menn sjást á ný

, 7.6.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband