Hvaða assgotans læti eru þetta... ;)

Fattaði allt í einu að ég var farin að vinna miklu meira en ég ætlaði mér... föstudag, laugardag og sunnudag... frá 2 - 21 hentist ég eins og brjálæðingur á milli húsa og skil ekkert í að ég skyldi ekki vera gómuð fyrir of hraðan aksturTounge Þetta var eiginlega dauðóvart og fyrir misskilning í yfirstjórninni en ég lifði það af, en ég var óendanlega fegin þegar þessir dagar voru liðnir... segi bara alveg eins og erSideways Það eru búnar að vera miklar og örar breytingar á vinnunni minni undanfarnar vikur, en nú held ég að sé komin ró á þau mál. Ég er eiginlega farin að vinna í nokkurskonar leyniþjónustu, þar sem ég stimpla mig ekkert inn, skila engum vinnuskýrslum og hef enga starfsstöðCool Sé alfarið bara um tvö heimili, mjög ólík... hvorutveggja krefjandi en samt í leiðinni mjög gefandi og mér líður vel á báðum þessum heimilumSmile Pallurinn okkar er hægt og sígandi að komast upp úr jörðinni... gamli minn vinnur mikið einmitt á þessum árstíma svo það er að bera í bakkafullan lækinn að ætla svo að fara að berjast í pallasmíði eftir vinnu, ég bara leyfi það ekkertWink Við verðum bara að notast við helgarnar og láta það duga ! Litla rófan hún Lára Rún verður skírð með pompi og prakt 28.júní... hún kúkaði á ömmu sína í gær og leið afskaplega vel með því... ég er ekki að ýkja ég þurfti meira að segja að þurrka framan úr mér ! En halló, til hvers eru ömmur ef ekki má kúka smá á þær...Grin   Stelpudagur í dag, fer með 3 stelpum sem eru tengdadóttir mín og sonardæturnar tvær á Glerártorg eftir hádegi, kíkjum í búðir og fáum okkur ís... gerum þetta alltaf af og til þegar ég er ekki að vinna á kvöldin líkaJoyful Eigið góðan dag elskurnar... það ætla ég að gera líkaSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er gott að vita hvað bíður min í ömmuhlutverkinu.

Hafðu það gott,.

Anna Guðný , 9.6.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna mín: Alveg sjálfsagt að deila þessu með þér heillinHafðu það líka gott

Jónína Dúadóttir, 9.6.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 já kúkadi hún á ømmu sina æ thessi krútt, madur thurrkar vist kúk af andlitinu med bros á vør, thau eru bara svo yndisleg hafdu thad gott og láttu ekki gera útaf vid thig i vinnunni..

María Guðmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 14:52

4 identicon

Góðan daginn ljúfan.Það er ýmislegt sem ömmur láta yfir sig ganga.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður kippir sér ekki upp við smá kúk og gubb, tilheyrir þessum elskum. Vona að þú hvílir þig vel á milli vakta.  Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 16:50

6 Smámynd:

Æ krúttið   Ungbarnakúkur er nú bara krúttlegur svona karrígulur með yrjum og súrmjólkurlykt    Vona að dagurinn sé góður hjá þér

, 9.6.2009 kl. 18:54

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Já það verður að nota þessa skrítnu konu til einhvers... ekki gefur hún manni að drekkaHafðu það gott líka vina mín og ég passa mig sko á vinnunni... skrattinn sér um sína

Ragna mín: Já og það með mestu ánægju

Ásdís mín: Bara eins og það á að veraKveðja til baka

Dagný mín: Ójá svo er lyktin í nefinu á mér lengi á eftir, en hún er ekkert vond hún er eitthvað svo... æi yndislegVona þinn dagur hafi líka verið góður

Jónína Dúadóttir, 9.6.2009 kl. 21:13

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þau eru yndisleg þessar elskur og lykta svo vel svona alveg ný

Birna Dúadóttir, 10.6.2009 kl. 08:34

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ummm man eftir þessum tíma líka hjá mínum svo stækka þau og fara að kúka í klósett eins og minn sagði við ömmu sína um daginn: ,,Amma, geteggi tala meira þa verið að banka"  Ég alveg, banka hvað?  Þá kom mamma hans í símann og sagði að banka þýddi að hann yrði að fara á klósettið og kúka heheheheh...  góðan dag ætlaði ég líka að segja.

Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já satt segirðu

Ía mín: Góðan daginnGóður sá stutti

Jónína Dúadóttir, 10.6.2009 kl. 11:27

11 identicon

Já...? ég er ekki viss um að ég vilji láta kúka á mig þegar ég verð amma...hehe... renni reglulega framhjá og fylgist með pallagerðinni hjá ykkur, næ vonandi fljótlega að stoppa svo og segja  hæ allavega tíhí...

Jokka (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:40

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Tölum um það þegar þú ert orðin amma elskanÞú verður að  fara að finna bremsurnar á hjólinu... svo þér takist að stoppa almennilega og fá te og spjall

Jónína Dúadóttir, 11.6.2009 kl. 06:29

13 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Heiður Helgadóttir, 12.6.2009 kl. 08:12

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skemmtilegt ömmuhlutverkið, kúkur, ís og allur pakkinn  Ég sá konu á sjómannadag sem er örugglega ekki amma. Kornabarn ældi yfir öxlina á pabba sínum svo það gusaðist smávegis á konu fyrir aftan. Hún hljóp um æpandi og hafði miklar áhyggjur af því hvort þetta næðist úr fínu skyrtunni. Sé hana fyrir mér ef barn hefði kúkað framan í hana  

Góða helgi ljúfan mín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.6.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband