Setti inn myndir...

... í mikilli grobbþörf ! Það var svo gaman hérna á lóðinni okkar í gær... fyrir utan að standa með slönguna og vökva runnana og gangandi vegfarendur af miklum móð, bar ég á allt timbur sem við erum búin að viða að okkur. Á meðan gerðust stórir hlutir með tröppurnar... spúsi er búinn að skipta út öllu ónýtu timbri og smíða nýjan ramma... það er fátt sem þessi maður getur ekki gert og svo er hann líka nokkurnveginn óstöðvandi, hann hefði helst viljað skipta algerlega um tröppur...Grin Sumar konur kvarta yfir því að það sé erfitt að fá mennina sína til að gera hlutina, ég á frekar í erfiðleikum með að halda aftur af mínumLoL Næst er að fylla upp í með góðri möl og velja svo fallegust hellurnar úr gömlu gangstéttinni og raða þeim í og þá getum við haldið áfram að setja niður síðustu staurana fyrir nýja stóra sólpallinn okkarJoyful Þetta er mikil undirbúningsvinna og það hefur eiginlega lítið sést að það sé verið að framkvæma... nema ef vera skyldi fyrir allt draslið á lóðinniTounge En fljótlega getum við farið að smíða sjálfan pallinn og þá fara hlutirnir að gerast hraðar. Það var svo dásamlegt veður hérna í gær, sól og agalegur hiti... ekki alveg veðrið sem var búið að spá... vonandi verður það eins í dag, ég veit fátt leiðinlegra en að brasa svona úti í kulda...Frown Eftir hádegið fer ég og passa sonardæturnar á meðan foreldrarnir klára síðustu framkvæmdirnar niðri í gistiheimilinu... þau voru að gera þar nýtt eldhús og skipta um gólfefni og nú á að flísaleggja í eldhúsinu, en það er ekki mjög fljótlegt með tvö smábörn á handleggjunum... þekki þaðWink Núna ætla ég að fara út á lóð og vökva... en helst bara runnana núna...Whistling Eigið sælan sunnudagSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki lyft litlafingri eftir lestur þessarar færslu.

Rosalega eruð þið aktív.  Ég er dauðþreytt.  hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þvílíkur dugnaður, ég sem er í letikasti. Ekki ofgera ykkur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.6.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar að sjá myndir af herlegheitunum, kannski ég kíki bara í kaffi þegar eg fer norður, væri það í lagi??

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Æts...

Dúna mín: Við höfum bara helgarnar svo þá er líka tekið á því

Ásdís mín: Mér þætti virkilega vænt um að fá þig í heimsókn mín kæra, þú ert svo innilega velkomin hvenær sem er

Jónína Dúadóttir, 14.6.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Takk fyrir síðast, þið eruð mikið framkvæmdafólk

Birna Dúadóttir, 15.6.2009 kl. 09:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk elskuleg ég læt þá vita af mér

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 11:40

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

hvað þið eruð dugleg, ég varð bara þreytt að lesa þetta

Heiður Helgadóttir, 15.6.2009 kl. 20:31

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Meiri dugnaðurinn í ykkur hjónunum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2009 kl. 21:47

9 Smámynd:

Dugnaðarforkar  Það verður gaman að sjá þegar allt er tilbúið  Og þú mátt alveg monta þig

, 15.6.2009 kl. 22:29

10 Smámynd: Erna Evudóttir

Þreytt,þreyttari, þreyttust Nei án gríns, verður rosa flott

Erna Evudóttir, 15.6.2009 kl. 23:27

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Sömuleiðis takk, já erum við það ekki ?

Ásdís mín: Gerðu það endilega, hlakka til að hitta þig

Heidi mín: Hvíldu þig bara vel eftir lesturinn mín kæra, ég á eftir að skrifa um meira svona

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 06:07

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þið hjónin eruð nú búin að taka til hendinni í gengnum árin og eruð ennþá að

Dagný mín: Já ég hlakka líka tilMér finnst gaman að monta mig af því sem við gerum

Erna mín: Já það verður það

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband