Holan :))

Þegar allt er tekið saman þá er hann gamli minn búinn að grafa 8 metra niður í jörðina hérna á lóðinni... 10 holur að vísu, ekki bara einaTounge Hann hafði ekki leyfi til að grafa þetta á sjálfum sér enda höfum við aðgang að lítilli gröfu, en þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi var hann samt búinn að grafa eina holu bara með skóflu, haka og handleggjum... það er sú næst síðasta og alls ekki sú auðveldasta að grafa af því að við erum búin að láta valta yfir þetta allt saman...W00t Planið hans er að klára að setja upp alla staurana á morgun og byrja svo að byggja undir pallgólfið um næstu helgi... við sjáum bara til það eru nú takmörk þegar fólk er líka í fullri vinnu...Grin Ég verð alls ekkert til stórræðanna þessa viku vegna þess að ég er að fara í kvöldvinnuna þegar hann kemur heim úr sinni vinnu og fer að djöflast í þessu... En á sautjándanum er ég frekar laus við, skrepp aðeins í vinnu klukkan 2 og svo ekkert aftur fyrr en klukkan 6, svo þá get ég þvælst þarna eitthvað í kringum hann...Cool Ég er ekki frá því að runnarnir mínir hafi stækkað smá... dream on, á 4 dögum...Whistling   Örugglega kannski svona 1/4 úr millimetra, en þetta er fljótsprottin tegund og getur vaxið allt að metra á sumri svo einhvertímann hljóta þeir að byrja á þvíLoL Ég gerði ekkert í gær fyrir utan vinnuna og auðvitað mína mörgumsinnumádag runnavökvun, nema fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína og ég fer þangað aftur í dag... það er náttulega nauðsynlegt að sinna eðlilegu viðhaldiWink Eigið dásamlegan dag elskurnar, hér er sól... en ekki hvað ?Grin Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Að sjálfsögðu verður maður að sinna viðhaldinu.En þú mátt samt ekki gleyma Jóa  Þið eruð dugnaðar fólk

Birna Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ha... Jóa...? jaaaaaá...Við gerum okkar besta

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Maður verður víst að halda sér við, ætla að vera með fegrunarkvöld í kvöld, allt þetta skemmtilega lita og plokka

Heiður Helgadóttir, 16.6.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Duglegt fólk vantar svona fólk hérna hjá mér

Erna Evudóttir, 16.6.2009 kl. 09:21

5 identicon

Þið eruð ótrúleg.Vildi að hér hjá mér væri þessi framkvæmdagleði Letin að drepa mig..Knús norður til þín ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:58

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tid erud svo dugleg.Fáum vid svo ad sjá myndir af herlegheitunum er teim líkur?

Kvedja til tín frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2009 kl. 10:03

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Góða skemmtun

Erna mín: Hvað ertu að segja... eru ekki allir svona ofvirkir eins og við ?

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 11:15

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Við höfum alltaf látið svona þau 8 ár sem við erum búin að búa saman, erum illa haldin af framkvæmdaofvirkni

Guðrún mín: Auðvitað koma myndir, ég get aldrei stillt mig um að grobba mig af því sem ég er stolt afKærar kveðjur til þín í Hyggestuen

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 11:19

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun í palla smíðinni, hér er ekki sól, njóttu hennar meðan hún er hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 11:55

10 Smámynd:

Njóttu sólarinnar og snyrtistofunnar

, 16.6.2009 kl. 13:04

11 identicon

Ekki drepa þig á vinnu.

Dúna (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 02:03

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér fyrir, ég nýt þessa alls

Dagný mín: Geri það svo sannarlega

Dúna mín: Ef ég gæti það þá hefði það gerst í sveitinni þarna í gamla daga 

Jónína Dúadóttir, 17.6.2009 kl. 08:10

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega þjóðhátíð! 

Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband