Við erum búin að vera úti á lóð alla helgina í dásamlegu veðri að dunda okkur við pallasmíðina og gengur mjög vel. Ég er ekkert orðin brún samt... verð það aldrei, ég er nefnilega í fánalitunum... hvít mest allt árið, rauð í sól og blá í kulda... svoooo þjóðleg
Spúsi minn er þá líklega í sauðalitunum... allavega er hann orðinn mjög brúnn
Ég ætla að fara í verslunarleiðangur í dag og kaupa fíflajárn... nei ekki járn til að berja fífl... heldur til að grafa upp fíflana á lóðinni, grasfræ til að sá í staðinn fyrir fíflana, stiga svo við getum farið upp á þak og hreinsað þakrennurnar og búkka til að leggja timbrið í pallgólfið á, á meðan ég ber á það. Mér leiðist ekkert í svoleiðis búðum, en ef ég þarf að fara og kaupa mér föt þá fer ég næstum því í fýlu... má ekkert vera að svoleiðis
Spúsi minn hefur aldrei skilið þetta tuskubúðaofnæmi hjá mér, hann hélt víst að allar konur hefðu gaman af að fara í búðir... hm... nei ekki þessi kona
Sé fram á ferlega góða viku framundan... vinn bara 4 tíma á dag og hef svo tíma til að gera helling sem mig langar að gera og jafnvel líka það sem ég þarf að gera
Verð dugleg með myndavélina á næstunni vegna þess að nú fara hlutirnir að gerast á hraða ljóssins eða þannig, mesta og erfiðasta undirbúningsvinnan búin og pallgólfið komið í augsýn. Ég er auðvitað búin að raða á pallinn í huganum... meira að segja komin með hugmyndir að jólaskreytingu... aðeins á undan sjálfri mér eins og stundum áður
Vona að þið öll eigið líka góða viku framundan








Flokkur: Bloggar | 22.6.2009 | 06:51 (breytt kl. 11:52) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Duuuugnaðurinn í þér
Þegar fíflunum fer að fjölga í kringum mig næst, þá kaupi ég hiklaust fíflajárn 
Birna Dúadóttir, 22.6.2009 kl. 08:30
Þú ert dásamleg.Kveðja norður í fánalitina.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 09:42
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 09:46
Geturðu ekki tekið fíflajárnið með þér á alþingi, næst þegar þú kemur suður? Það er ekki vanþörf á að fækka fíflum á alþingi.....
Einar Indriðason, 22.6.2009 kl. 11:49
Birna mín: Ég skal bara lána þér mitt þá
Ragna mín: Æts... takk fallegt af þér
Veifa til þín út í Eyjar... fánanum þá líklega
Jenný mín: Takk fyrir innlitið
Einar minn: Held það verði ekkert á næstunni sem ég kem þangað... en ég gæti lánað ykkur fíflajárnið

Jónína Dúadóttir, 22.6.2009 kl. 11:57
Held það þurfi stór og mörg fíflajárn... þetta er orðinn ansi illskeyttur arfi, sem er að hreiðra um sig... og búinn að vera að hreiðra um sig í mörg ár.
Einar Indriðason, 22.6.2009 kl. 12:44
Heheheh svo þjóðleg!!!! Love you girl.
Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2009 kl. 19:47
Einar minn: Jamm... á ekki nógu gott járn held ég
Ía mín: Gerist varla þjólegra held ég
Elska þig líka
Jónína Dúadóttir, 22.6.2009 kl. 20:56
Falleg í öllum litum elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 14:09
Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra og sömuleiðis
Hjördís mín: Mjakast hægt en örugglega
Vel saltið en sleppi salatinu, takk fyrir gott ráð
Mér finnst þetta gott nafn á Viðskiptablaðið
Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 06:03
María Guðmundsdóttir, 24.6.2009 kl. 06:51
Það er skemmtilegt að vera í svona ati, en mest gaman verður þegar þú getur farið að nota pallinn. Þú getur þá alveg sparað þér að kaupa flaggstöng í garðinn, bara tyllir þér á pallinn á hátíðisdögum
Knús og gangi ykkur vel áfram
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.6.2009 kl. 09:10
María mín: Takk fyrir innlitið dúllan mín

Sigrún mín: Frábær hugmynd með flaggstöngina
Já það verður rosalega gaman þegar þetta verður búið
Knús og takk mín kæra
Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 21:26
Gaman að gengur vel. Hlakka til að sjá myndirnar
, 24.6.2009 kl. 21:54
Ninna mín... það er sko til eitur sem eyðir eingöngu fíflunum og engin leiðinda göt eða neitt... ekkert dautt gras, ekkert vesen... bara sprayað yfir... og síðan er bara ekki slegið fyrr en eftir 2-3 daga og málið dautt.
Kveðja í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 13:12
Steini minn: Takk fyrir ábendinguna, fer í eiturleiðangur
Jónína Dúadóttir, 25.6.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.