Heimilisstörf... hvað er nú það ? :)))

Bara veeerð að fara að þurrka af hérna í húsinu... hef ekki gert það síðan... hvaða ár er núna annars... ?Whistling Það er nú varla hægt að segja að ég þurrki neitt... ég er alltaf svolítið ýkt og er með sápuvatn í fötu og það heitir þá frekar að "þvo af"Tounge Ferlega góð inn í fínan dag og allir dregararnir undir pallgólfið eru komnir á sinn stað... ekki mér að þakka samt, góður vinur okkar kom í heimsókn í gærkvöldi og vildi endilega hjálpa til svo ég fór bara inn og slugsaði á meðan þeir kláruðuWink Næsta mál á þeirri dagskrá er að grafa tvær holur undir hvern dregara, 24 holur og setja smásteypu þar í til að festa járnin sem verða boltuð í hvern og einn og eiga að halda gólfinu stöðugu... það er skemmtilegra ! Og þá er hægt að fara að negla gólfið áWizard Var á vinnufundi í gær þar sem það var  loksins ákveðið hvenær ég fæ sumarfrí... fyrst vikuna 13.- 21.júlí og svo 1.águst til 6.september, alveg stórfínt skal ég segja ykkur... mér leiðist alls ekki vinnan mín, en mér leiðist alls ekkert að fá frí heldurGrin Þarf að baka tvær tertur fyrir sunnudaginn, þá verður yngsta barnabarnið hún Lára Rún skírð í MöðruvallakirkjuJoyful Oma hennar og opa, afi og amma eru að koma frá Sviss til að vera viðstödd og þau eru líka að hitta hana í fyrsta skipti. Ég er svo ótrúlega eigingjörn að ég virkilega gleðst yfir því að sonur minn og tengdadóttir skuli hafa ákveðið að búa hér á landi... en hef samt í leiðinni samúð með oma og opa... að geta ekki haft þau hjá sér...InLove Göngum glöð inn í góðan dag og reynum að hafa gaman af þessu öllu samanSmile Heart    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús í bæinn fagra.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ok þurrka af, það er ekki verið að segja minni að mar eigi að gera það líka  Eigðu góðan dag

Birna Dúadóttir, 25.6.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Verst að geta ekki bara verið í húsmæðraorlofi frá heimilisverkunum, en ég reyni nú að slaka aðeins á þeim yfir sumartímann. Maður er hvort sem er alltaf úti og rykið fer ekkert á meðan  Ég skil alveg eigingirnina í þér, ég á eftir að verða ómöguleg þegar minn elsti fer að eignast börn í Noregi  Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 11:45

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já segi eins og thú..á thad til ad thvo af  sem er eiginlega miklu meiri vinna en ad thurrka bara af..af hverju lætur madur svona..veit ég ekki. En hafdu thad sem best , knús og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 25.6.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:05

6 Smámynd:

Oh hvað ég skil svona eigingirni á barnabörnin (og börnin ef út í það er farið   ) Yndislegt að skíra í Möðruvallakirkju - vona að þið eigið þar góðan dag. Varðandi rykið þá sést það bara betur í birtu, Á sumrin er bjart og þá er bara að draga fyrir og fara út

, 25.6.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Knús í eyjuna fögru

Birna mín: Æi gleymdi ég alveg að segja þér það ?

Sigrún mín: Best væri náttulega að hafa húsmæðraorlof allt áriðKnús í þitt hús mín kæra

Jónína Dúadóttir, 26.6.2009 kl. 06:31

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Já kannski er þetta einhverskonar masokismi eða maður ímyndar sér að ef það er betur gert þurfi að gera það sjaldnar... sem er auðvitað bara bullKnús og kram til baka

Ásdís mín: Takk fyrir innlitið elskuleg

Dagný mín: Það er gott að vera ekki alveg ein í eigingirninniveistu ég er í svo mikilli afneitun á rykið hérna að ég þarf ekki að draga fyrir... fer bara út algerlega samviskulaus

Jónína Dúadóttir, 26.6.2009 kl. 06:35

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Rykið kemur alltaf aftur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:12

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Jóhanna Pálmadóttir, 26.6.2009 kl. 18:06

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Rykið fer aldrei frá manni af sjálfsdáðun, láttu mig um það

Heiður Helgadóttir, 27.6.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband