Dagurinn í gær byrjaði ósköp venjulega eins og allir dagar hjá mér... en svo fór nú eitthvað að síga á ógæfuhliðina þegar ég var komin í vinnuna...Eins og mér einni er lagið og auðvitað með miklum glæsibrag, tókst mér að missa síma skjólstæðingsins í gólfið með þeim afleiðingum að hann fór algerlega í frumeindir og virkaði svo bara alls ekki eftir það... þó hann væri settur saman aftur... skrítiðEn sem betur fer er ég tryggð í bak og fyrir í vinnunni, enda svo sem ekki þekkt fyrir neins konar bræðiköst eða óeðlilega mikla eyðileggingaráráttu... fyrsta skipti á 11 árum sem ég skemmi eitthvað í vinnunni og þá skyldi það vera almennilega gert...Ég hringdi í yfirmann minn og hún sagði að ég þyrfti að fara og kaupa sambærilegan síma, koma með nótuna og vinnan mín mundi borga ... mér skilst að þetta verði svo ekki dregið af kaupinu mínu... sem er gottÞegar það var í höfn og ég fór að búa um rúmið þarna missti ég sjónvarpsfjarstýringuna á gólfið... en hún slapp með skrekkinn... ég var að opna stofuskáp og gleymdi að taka af mér lesgleraugun, opnaði vitlausa hurð og dúndraði henni næstum í hausinn á skjólstæðingnum...Nei, mér er í alvöru alls ekkert illa við þennan mann, þvert á móti... ég passaði mig á að koma bara sem minnst nálægt honum eða dýrum tækjum þessa heimilis það sem eftir var dagsins...Eftir vinnu fór ég í Netto fyrir mömmu til að versla töluvert eins og ég geri stundum... var búin að fylla körfuna þegar ég mundi hverju ég hafði gleymt... fara í hraðbanka og taka út peninga til að borga fyrir vörurnar...Ég fékk svolítið undarleg augnaráð frá fólki þegar ég lagði körfunni fullri af vörum við næsta rekka og æddi út úr búðinniAsnalegur dagur eiginlega en endaði samt stórslysalaust í skemmtilegu afmæli hjá vinkonu minni og manninum hennar... ég eyðilagði ekkert þar og slasaði engan... en komst að því að ég hafði gleymt að koma með innflutningsgjöfina þeirra...Þyrfti eiginlega að láta athuga þetta með gleymskuna í mér... ég bara man aldrei eftir þvíEigið góðan dag elskurnar... skjáumst næst þegar ég man eftir því að ég á tölvu
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm þú ættir kannski samt að láta kíkja á skemmileggjatendensana í þér, svona ef þú manst eftir því Eigðu góðan dag
Birna Dúadóttir, 8.7.2009 kl. 08:23
María Guðmundsdóttir, 8.7.2009 kl. 08:50
Birna mín: Ég man örugglega ekki eftir þvíEigðu góðan dag líka dúllan mín
Jónína Dúadóttir, 8.7.2009 kl. 08:50
Hahahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2009 kl. 08:53
........................
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:00
Góð eða þannig heheheh
Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 09:02
María mín: Takk fyrir innlitið
Jenný mín: Já svo þú bara hlærð aððessu... ?Æi annað er ekki hægt
Ragna mín: Hm... er ég að verða að einhverju aðhlátursefni hérna...
Ía mín: Já sko ekki alveg árangursríkasti dagurinn sem ég hef upplifað eða svoleiðis
Jónína Dúadóttir, 8.7.2009 kl. 11:17
Einn af þessum dögum... Kannast við þá. Þá er kannski best að fara heim. Taka sængina sína með sér, og skríða UNDIR rúm! Vera þar síðan, helst sofandi, þar til næsti dagur rennur upp. Þá má fikra sig fram úr ... rólega... og gá hvort að bad-karma dagurinn í gær sé ekki örugglega farinn....
Einar Indriðason, 8.7.2009 kl. 13:00
Já....... þú ert ágæt
Díana (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:42
Þú ætlar ekkert að koma til mín á næstunni er það? Láttu mig vita, ef þú manst það, svo ég geti sett verðmætin í geymslu
Þú ert yndisleg!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 9.7.2009 kl. 00:04
Ninna...! Þú ert yndi
Jokka (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:19
Alveg ertu nú meiriháttar
, 9.7.2009 kl. 00:38
Einar minn: Þetta var nú svo sem ekki með öllu illt... nýji síminn sem skjólst. fékk hentar honum miklu beturOg svo eru ekki nema 10 sentimetrar frá rúminu mínu niður á gólf...
Díana mín: Já finnst þér það ekki bara
Jóka mín: Vildi óska að ég væri á leiðinni... held samt ekki en reyni að muna að hringja á undan mér
Jokka mín: Það ert þú líka elskuleg
Dagný mín: Hm... ekki fannst mér það nú... en það lagaðist
Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 05:55
Æðislega heppin eitthvað mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 9.7.2009 kl. 08:34
Sigga mín: Mér fannst það nú ekki... en þetta fór allt vel fyrir rest
Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 08:48
Þá er að anda frá sér, og þjappa sér, áður en skriðið er undir....
Einar Indriðason, 9.7.2009 kl. 12:51
Einar góður !!!
Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.