Síðast þegar ég var í sumarfríi...

... þá snjóaði... það var að vísu undir miðjan maíTounge Núna er ég komin í alveg 9 daga sumarfrí, sólin er farin úr augsýn og ætlar ekkert að mæta hingað þessa viku... en það snjóar samt líklega ekki núna... snjóþungt sumarfrí er ekkert sérstaklega aðlaðandiGrin Spúsi á afmæli í dag, ég sendi hann með smurbrauðstertu í vinnuna og set svo á eitthvað smá í viðbót til að eiga handa gestum, allir velkomnir að gleðjast með unga manninumWizard Í tilefni dagsins ætla ég að þrííífa hérna... húsið lítur út eins og það hafi ekkert verið gert í þeirri deild mjög lengi og svoleiðis er það líka ! Það er búið að vera svo frábærlega yndislegt veður núna lengi og þá er kona ekki inni að þrífa... ekki þessi kona að minnsta kostiCool Pallurinn okkar er kominn með skjólvegg... að vísu bara ytra byrðið, en það verður látið duga í bili. Andlitið á mér og handleggirnir eru komnir með rauðbrúnleita áferð og það er ekki bara fúavörnin mahóní...Wink En það kostar svo sannarlega fyrir mig að fá þennan lit... fyrst brenn ég nokkrum sinnum og það er andstyggilegt, síðan klæjar mig í einhverja daga og það er óþolandi og gerir mig geðvonda, en svo þegar það er loksins ekkert eftir lengur sem getur brunnið, þá kemur þessi rauðbrúna áferð... ég hef það fyrir reglu að fækka bara alls ekki fötum í sól, af skiljanlegum ástæðumLoL Vona að þið eigið öll dásamlegan dag... ég er að fara á stefnumót... við sápubrúsa, ryksugu, moppur og afþurrkunarklútaSmile Heart   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jamm, svona stefnumót eru hundleiðinleg, er samt búin að afreka uppvask í dag, eftir morgunkaffið mittGangi þér vel í hreingerníngunum, og til hamingju með kallinn

Heiður Helgadóttir, 13.7.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Dugleg stelpaTakk heillin mín og gangi þér vel að njóta góða veðursins

Jónína Dúadóttir, 13.7.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju með Jóa

Erna Evudóttir, 13.7.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Takk fyrir það

Jónína Dúadóttir, 13.7.2009 kl. 19:03

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já innilega til hamingju með unga drenginn þinn

Jóhanna Pálmadóttir, 13.7.2009 kl. 20:17

6 identicon

Til hamingju með eilífðarunglinginn þinn :)

Díana (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 20:40

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskurnar

Jónína Dúadóttir, 14.7.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband