Í fyrsta skipti í mörg herrans ár finnst mér sumarið ekki vera að fara fram hjá mér... þvert á móti er ég virkilega að njóta þess... sem er gott
Ég hef yfirleitt fattað að hausti að sumarið hefur bara liðið án þess að ég hafi eiginlega tekið eftir því, þegar ég hef verið hér á landi það er að segja og ákveð þá alltaf að næsta sumar verði ég meira úti við og minna í vinnu... Það hefur bara ekkert verið að marka þær ákvarðanir og þá auðvitað ekkert orðið neitt úr neinu...
En nú ber nýrra við... ég er meira úti en inni... það sést til dæmis afskaplega greinilega á gólfum þessa húss... og vinnan mín orðin þannig að ég fæ orðið meira kaup fyrir minni vinnu... sem er svolítið furðulegt en það má alveg venjast því
Sat úti á palli í góða veðrinu í gær og komst að því að ég get víst prjónað munstur þó það sé prjónað fram og til baka en ekki í hring... og tók á móti gestum í gríð og erg...
Og komst líka að því að það getur alveg sett í skafla á sumrin... aspirnar eru í fullum blóma núna og þurfa virkilega að leyfa öllum að vita það, svo það snjóaði hér í allan gærdag
Búin að vera viku í sumarfríi, vinn núna í 10 daga og fer þá í frí aftur... í heilan mánuð... ekki vinnufriður fyrir þessum fríum
Hef góðar vonir um að fá að sjá mikið af okkar fólki á næstu vikum og það barasta án þess að þurfa nokkuð að hreyfa mig af pallinum... dóttir mín kemur, sem er náttulega toppurinn á tilverunni, systur mínar ætla að þjóta í gegn og stjúpsynirnir með vonandi öll barnabörnin mæta líka... er hægt að hafa það betra ? Nei það held ég ekki...
Sól núna í morgunsárið og stefnir bara allt í góðan dag, vonandi hjá ykkur líka
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan sumardag
Birna Dúadóttir, 20.7.2009 kl. 09:39
Ég verð nú bara að segja það sama og þú. Ég missi alltaf af sumrinu því ég er alltaf aaalveg að fara út að njóta þess, en fyrst ætla ég að ... Svo er bara komið haust og nýtt ár áður en ég veit af. En NÆSTA sumar ætla ég að njóta þess að vera úti hahhaha
Díana (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 09:54
Skemmtileg lesning, njóttu sem allra best, ég lifi enn í voninni að komast norður, held samt úr þessu að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi, ef þú veist um lítið herbergi í Eyjafirði sem hægt væri að leigja í 3-4 nætur, viltu þá láta mig vita. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 09:55
Birna mín: Takk og sömuleiðis
Díana mín: Þú ert nú svo ung ennþá stelpuskottið mitt.... ég er að læra þetta núna að verða 52 ára gömulLoksins hætt að segja "næst", segi "núna" í staðinn
Ásdís mín: Takk ljúfan ég nýt skoTengdadóttir mín rekur gistiheimili
Jónína Dúadóttir, 20.7.2009 kl. 10:34
Veistu hvort það er laust hjá henni ca. 5-10 ágúst og hvað nóttin kostar?
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 11:31
Ásdís mín: Ég skal athuga það fyrir þig, sendi þér svo póst
Jónína Dúadóttir, 20.7.2009 kl. 13:06
Ójá - þetta er sko sumarið Vona að þú haldir bara áfram að njóta þess og njóta og fattir ekki að það sé búið fyrr en um jól
, 20.7.2009 kl. 16:18
Takk fyrir heimsóknina ljúfan mín...er alveg að ná niður hjartslættinum aftur nei nei smá grín ;) þurfum að hittast aftur fljótlega :) knús og kramz
Jokka (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:23
Takk elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 19:15
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.