Héðan er það helst að frétta...

... að ég er komin í sumarfrí... fatta það líklega ekki til fullnustu samt fyrr en eftir helgina, þegar ég ætti að fara að mæta í vinnunaWizard Elsku bíllinn minn blái er bilaður... einna helst álitið að hann sé fastur í bremsu á öðru framhjólinu... eitthvað að þar allavega, það var skelfileg brunalykt frá því svæði og felgan of svört til að það geti talist eðlilegtWoundering Og síðast en ekki síst: það rignir ekki á Akureyri... þessa stundina ! Að vísu er mér persónulega nokk sama svoleiðis, ég get ekkert breytt veðrinu svo mér dettur ekki í hug að láta það fara í taugarnar á mérJoyful Ég er náttulega komin upp fyrir allar aldir... af því að ég vil hafa það svoleiðis... og það er mikil umferð hérna um götuna... töluvert um leigubíla og líka fólk sem er nokkuð örugglega ekki að koma á fætur og virðist einna helst þjást af einhverskonar valkvíða... getur ekki ákveðið hvora gangstéttina það á að velja til að ganga á eða hvort það er ekki bara betra að ganga á götunniTounge Þegar líður á morguninn ætla ég að útbúa mitt eigið grillkjöt... ekki í sparnaðarskyni neitt samt... mér bara finnst það betra en það sem hægt er að kaupa í búðWink Svo þarf ég að breyta ásýnd baðherbergisins hérna í húsinu... það er orðið líkara kamri á fjölmennum ferðamannastað heldur en baðherbergi á heimili... svona er það þegar ráðskonan í sjálfboðavinnunni, lesist: "húsmóðirin á heimilinu" nennir ekkert að gera dögum samanLoL Ef þið hélduð að ég ætlaði að skrifa um Icesave eða eitthvað svoleiðis kjaftæði hérna, þá skjátlast ykkur illilega... læt aðra algerlega um það skoGrin Skil ekki helminginn, fatta ekki restina og veit svo ekkert hverju ég á að trúa... svo ég geri það eina sem ég ræð við, læt það afskiptalaust og sé til hvað geristUndecided Vona innilega að þið öll eigið ánægjulega daga framundan og komið frísk og spræk undan helginniSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Takk sömuleiðis  Á mínum bæ er viðsnúningur á sólarhringnum þessa helgina - mamman á næturvöktum og börnin í útlegð - ekki þó á útihátíð - nokkur ár í það sem betur fer

, 1.8.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

hafðu það gott í fríinu

Ólafur Th Skúlason, 1.8.2009 kl. 08:50

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 1.8.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ég er ekki að vinna um verslunarmannahelgi... og ég veit ekkert hvernig á að gera þettaJamm þeim liggur ekkert á að fara á svoleiðis sukkhátíðir blessuðum börnunum

Ólafur minn: Þakka þér fyrir

Ía mín: Knús inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 1.8.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það er trúlega búið að rigna nóg á þig núna.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.8.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dúna mín: Æi jájá, þetta er orðið ágætt

Jónína Dúadóttir, 3.8.2009 kl. 12:39

7 identicon

Njóttu þess nú að slaka á .Kveðja

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:23

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Skal gert mín kæra... knús og kveðjur

Jónína Dúadóttir, 4.8.2009 kl. 19:26

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hafdu thad gott i sumarfríinu og mundu ad slaka á af og til allavega 

María Guðmundsdóttir, 4.8.2009 kl. 22:20

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Njóttu sumarfrísins og takk fyrir hressandi pistil.

Tad er búid ad henda konunni út af Facebook og engin serleg ástæda finnst mér alla vega.Sídan læst og enginn getur komist tar inn.

Já mér tykjir tetta frekar pirrandi sko.

Kvedja til tín og vonandi færdu tokkalegt vedur í fríinu:)

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 07:58

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Takk mín kæra, ég reyni það... þegar ég man eftir því

Guðrún mín: Verði þér að góðu pistillinn elskulegSkil ekki þessa stæla á Fésinu gagnvart þér og síðunni þinni... skil samt vel að þú sért pirruð, ég væri það svo sannarlegaRennblautar kveðjur héðan úr mígandi rigningu

Jónína Dúadóttir, 5.8.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband