Vona innilega að notalega veðrið í gær hafi ekki verið restin af sumrinu hjá okkur hérna á norðurhjaranum...Sko ég elska rigninguna, hún er góð fyrir gróðurinn og andrúmsloftið og göturnar, eyðir svifriki og hreinsar allt og skolar og svo framvegis og svo framvegis... bara nefna það... dásamleg uppfinning náttúrunnar og hvaðeina... en mér finnst samt komið nóg vatn í bili... passa sig að ofgera ekki...Sko... það er eiginlega búið að rigna non stop í tæpan mánuð og rignir enn... og ég sem var að byrja í sumarfríiÉg er alls enginn sjáandi... sem er nú bara á góðri íslensku: spákjelling... og er nú betur þekkt fyrir jákvæðni og bjartsýni en eitthvað í hina áttina... en ég var að gera því skóna um daginn að fyrst ég væri nú komin í sumarfrí þá hlyti annaðhvort að rigna eða snjóaOg það rignir... og rignir... og rignir... ok ég veit... það snjóar samt ekkiVið keyptum okkur sólhlíf á pallinn núna fyrir helgina en hún var gölluð, ekki hægt að skrúfa hana saman... fór og skilaði henni í gær og fékk aðra sem virkar... sem regnhlíf þáFerlega góð inn í þennan fína rennblauta dag, helgin var meiriháttar skemmtileg... fengum tugi yndislegra gesta, bæði okkar afkomendur og afkomendur foreldra okkar... hreint út sagt frábærtElsku bíllinn minn blái, Nissaninn er að fara að fá nýjar bremsur seinnipartinn í dag... gamli minn og vinnufélagi hans ætla að redda því... þá get ég farið að nota hann aftur... bílinnKata mín kemur frá Svíþjóð núna á föstudaginn og verður í viku, hún ætlar meðal annars að fara með aldraða móður sína... sem er ég... á ÖLL kaffihúsin á Akureyri...Hlakka mikið til að sjá elsku stelpuna mína... hún er að vísu hátt á þrítugsaldri orðin virðulegur félagsráðgjafi, en hún er og verður alltaf elsku stelpan mínEigið góðan dag í öllum veðrum, ég er sko ekkert að fara út núna... ég er í sumarfríi... íhaaaa !
Pé ess: Setti inn nýjar myndir af öllum herlegheitunum... fatta ekki alveg þetta orð "herlegheit" en finnst svo flott að nota það
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer er virðulegi félagsráðgjafinn ennþá elsku stelpan þín, þannig á það að vera og verður alltaf Það verður gaman fyrir þig að fá hana heim og skemmtilegt að máta kaffihúsin Vona bara að sólin verði farin að skína, svo þið getið búið til ykkar einka-kaffihús á pallinum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.8.2009 kl. 08:56
´Blautar sólarkveðjur norður:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:23
Sigrún mín: Já, verður alltafEinkakaffihús á pallinum er frábær hugmynd... stel henni
Ragna mín: Þakka þér fyrir Eyjapæja
Jónína Dúadóttir, 5.8.2009 kl. 09:28
Æ hvað ég vildi að ég gæti sent þér sól norður - en nú er hún bara líka hætt að skína á okkur Sunnlendinga Hvað ég skil að þú hlakkir til að fá stelpuna þína í heimsókn - mín elsta er í Danmörku og kemur í hálfan mánuð í september og ég er sko að flippa úr tilhlökkun Fullorðin eða ekki - hún er sko samt stelpan hennar mömmu sinnar
, 5.8.2009 kl. 09:35
Dagný mín: Takk ljúfan mínHún er eitthvað að glenna sig akkúrat núna.... nei hún fór aftur...Stelpan hennar mömmu sinnar já
Jónína Dúadóttir, 5.8.2009 kl. 11:55
Komin sól hjá mér, smá gola með.
Kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.8.2009 kl. 16:33
Vonandi fer nú sólin að skína og hlýja okkur hér, er að vona það.
Það er sama hvað börnin okkar verða gömul, þau eru alltaf elsku stelpurnar eða strákarnir okkar.
Kveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:53
ég fékk sólina lánada en bara framá laugardag,svo thá máttu fá hana til thin. Hafdu thad gott,kvedja hédan
María Guðmundsdóttir, 6.8.2009 kl. 07:00
Það er haustveður hér á suðurhorninu en segjum að það sé hlýtt haustveður.
Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2009 kl. 21:01
Gaman að heyra að dóttir þín er að koma á morgun, ég ætti þá ekkert að trufla ykkur núna. Ætla út á Dalvík seinnipart á morgun og borða súpu þar annað kvöld. Við förum suður á mánud. ef ég mætti renna til þín bara til að knúsa þig þá máttu hringja í mig s: 8658698 en ég skil vel að þú sért upptekin.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 21:32
María mín: Þakka þér fyrir dúllan mín, það er góður siður að skila því sem maður fær lánað
Ía mín: Hlý haustveður eru yndisleg
Jónína Dúadóttir, 7.8.2009 kl. 06:02
Ásdís mín: Það væri þá virkilega ánægjuleg truflunÞú ert innilega velkomin hvenær sem er mín kæra og ég skal hringja í þig til að staðfesta það
Jónína Dúadóttir, 7.8.2009 kl. 06:07
Gaman að koma til ykkar og sjá herlegheitin og að hitta ykkur Jóa, takk fyrir okkur
Erna Evudóttir, 7.8.2009 kl. 11:30
Erna mín: Komdu bara sem oftast systir góð, það venst mjög vel að hafa þig svona í nágrenninu
Jónína Dúadóttir, 7.8.2009 kl. 12:43
líst vel á einkakaffihúsahugmyndina!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.