... dóttir mín og ég hér saman
Hún Kata mín er komin frá Svíþjóð og ætlar að vera hér hjá okkur í viku... hún er fallegri, skemmtilegri og hamingjusamari en þegar ég hitti hana fyrir ári síðan... en þá var hún mjög falleg skemmtileg og hamingjusöm
Mig skortir alveg fegurðina og skemmtilegheitin en ég er afskaplega hamingjusöm yfir því að hún skuli vera komin
Ég fór ekki á Fiskidaginn mikla á Dalvík þetta árið... nokkrum tugum þúsunda of margt fólk fyrir mig og nokkrum tugum lítra of mikið af áfengi í fólki... fyrir minn smekk...
Við erum búin að fara tvisvar áður þess vegna veit ég þetta... En ég mæli samt alveg með því að fólk fari minnsta kosti einu sinni, þetta er frábært framtak hjá Dalvíkingum ! Var bara heima í rólegheitunum, gamli fór út eftir og dóttir mín og yngri sonur heimsóttu föðurafa sinn á dvalarheimilið á Grenivík og pabba sinn og fjölskyldu í sveitinni þar. Heppin ég fékk frábæra heimsókn á föstudaginn... Ásdís bloggvinkona mín og maðurinn hennar komu í heimsókn... takk fyrir komuna yndislega fólk
Af gömlum og góðum íslenskum sveitasið kemur núna smá um veðrið... það er fínt... 17 - 20 stiga hiti en engin sól... og ekkert meira um það að segja
Sem sagt allt gott hér og þessi kona alveg dúndrandi fín inn í daginn ! Hafið það gott allir sem lesa hérna og já... bara allir hinir líka !








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með heimkomu dótturinnar og allt saman!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2009 kl. 08:16
Þú geislar af hamingju
Njóttu dótturinnar 
, 9.8.2009 kl. 08:31
María Guðmundsdóttir, 9.8.2009 kl. 08:43
Er nú ekki sammála því að þig skorti fegurðina og skemmtilegheitin...
Frábært að þið getið verið saman, njótið þess vel
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.8.2009 kl. 11:52
Njóttu þess að hafa Kötu hjá þér
Líney, 9.8.2009 kl. 12:33
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:54
Knús á Kötu
Birna Dúadóttir, 9.8.2009 kl. 16:21
Skil þig fullkomlega! Njóttu vel Jónína´mín
Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2009 kl. 21:01
Þakka ykkur öllum fyrir innlitin, þið eruð yndislegar... allar sem ein

Jónína Dúadóttir, 10.8.2009 kl. 05:50
Erna Evudóttir, 10.8.2009 kl. 10:40
Takk fyrir ljúfar móttökur Ninna mín, þú ert enn yndislegri en ég var búin að gera mér í hugarlund, heimsæki þig örugglega aftur og þú vonandi mig. Knús frá mér og kallinum mínum

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 14:21
Ásdís mín: Takk fyrir komuna, ég lifi lengi á þessari heimsókn
Ég hugsaði akkúrat eins um þig... finnst þú miklu yndislegri en ég hélt þú værir
Knús á þig og kallinn þinn mín kæra og velkomin aftur og aftur... og ég kem alveg örugglega þegar ég á leið hjá

Jónína Dúadóttir, 10.8.2009 kl. 21:14
Gaman fyrir þig að fá dóttur þína til þín, er hún annars í Gautaborg, ef að ég man þetta rétt. Hef verið óhemju löt að bæði blogga og vera inni á facebook, allt sólinni og góða veðrinu að kenna. Eigðu góða viku vinkona
Heiður Helgadóttir, 11.8.2009 kl. 20:30
Heidi mín: Já það er æðislegt, hún býr í Gautaborg, vinnur þar sem félagsráðgjafi
Veistu það er miklu skemmtilegra og hollara að vera úti í sólinni... vildi að hún væri hér líka
Hafðu það gott ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 12.8.2009 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.